Ritari Samfylkingarinnar segir Gillz að fokka sér Stefán Árni Pálsson skrifar 13. október 2016 10:52 Egill ekki sáttur við Óskar. Ritari Samfylkingarinnar, Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, sagði Agli Einarssyni, betur þekktum sem Gillz, að fokka sér eftir að sló í brýnu á milli þeirra á Twitter um ellefu leytið í morgun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Óskar fer mikinn á Twitter en hann fór hörðum orðum um frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í aðdraganda prófkjörs flokksins. Egill er ekki þekktur fyrir annað en að hafa munninn fyrir neðan nefið. Umræðuefni þeirra Egils og Óskars var brjóstagjöf í pontu á Alþingi í gær, en Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vakti heimsathygli í gær þegar hún var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. Unnur Brá eignaðist stúlku þann 1. september síðastliðinn. Talið er að þetta sé í fyrsta skipti sem þingmaður hefur stigið í ræðustól Alþingis með barn á brjósti, en atvikið hefur vakið lukku og þykir einkar fallegt. Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sagðist í gær ekki vera sá tréhestur að hann myndi fetta fingur út í að þingkona væri með kornabarn með sér í þingsal.Atvikið vakti sérstaklega mikla athygli á Twitter og fékk Unnur mikið hrós fyrir. Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson var aftur á móti ekki sáttur við eitt tíst sem kom frá Óskari Steini Jónínusyni Ómarssyni, ritara Samfylkingarinnar, sem tísti; „Frumvarpið sem Unnur Brá talaði fyrir í dag (með barnið á brjósti) snýst um að vísa útlendingum hraðar úr landi. En ógeðslega krúttlegt.“Egill varpaði í framhaldinu fram þessari spurningu; „Kæri Samfylkinga-Óskar. Gætirðu mögulega gefið út topic-lista fyrir konur þar sem þær geta séð hvað þær mega ræða þegar þær gefa brjóst?“Óskar Steinn svaraði Agli um hæl; „Þú hefur kallað nafngreindar konur ógeðslegar, geðsjúkar portkonur og hvatt til nauðgana á þeim. Svo fokkaðu þér. Myndi líka kalla þig nauðgara en þá gætirðu kært mig svo ég læt þetta nægja.“Hér að neðan má sjá samskiptin þeirra á Twitter. Kæri Samfylkinga-Óskar. Gætirðu mögulega gefið út topic-lista fyrir konur þar sem þær geta séð hvað þær mega ræða þegar þær gefa brjóst? https://t.co/ZfvMIRIJgC— Egill Einarsson (@EgillGillz) October 13, 2016 Frumvarpið sem Unnur Brá talaði fyrir í dag (með barnið á brjósti) snýst um að vísa útlendingum hraðar úr landi. En ógeðslega krúttlegt.— Óskar Steinn (@oskasteinn) October 12, 2016 @EgillGillz myndi líka kalla þig nauðgara en þá gætirðu kært mig svo ég læt þetta nægja.— Óskar Steinn (@oskasteinn) October 13, 2016 Skjáskot af samskiptum þeirra á Twitter. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34 Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30 Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Brjóstmylkingur Unnar Brár með betri mætingu en Sigmundur Davíð Ekki eru allir jafn ánægðir með frammistöðu Unnar Brár í ræðupúlti Alþingis. 12. október 2016 18:59 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Ritari Samfylkingarinnar, Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, sagði Agli Einarssyni, betur þekktum sem Gillz, að fokka sér eftir að sló í brýnu á milli þeirra á Twitter um ellefu leytið í morgun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Óskar fer mikinn á Twitter en hann fór hörðum orðum um frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í aðdraganda prófkjörs flokksins. Egill er ekki þekktur fyrir annað en að hafa munninn fyrir neðan nefið. Umræðuefni þeirra Egils og Óskars var brjóstagjöf í pontu á Alþingi í gær, en Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vakti heimsathygli í gær þegar hún var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. Unnur Brá eignaðist stúlku þann 1. september síðastliðinn. Talið er að þetta sé í fyrsta skipti sem þingmaður hefur stigið í ræðustól Alþingis með barn á brjósti, en atvikið hefur vakið lukku og þykir einkar fallegt. Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sagðist í gær ekki vera sá tréhestur að hann myndi fetta fingur út í að þingkona væri með kornabarn með sér í þingsal.Atvikið vakti sérstaklega mikla athygli á Twitter og fékk Unnur mikið hrós fyrir. Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson var aftur á móti ekki sáttur við eitt tíst sem kom frá Óskari Steini Jónínusyni Ómarssyni, ritara Samfylkingarinnar, sem tísti; „Frumvarpið sem Unnur Brá talaði fyrir í dag (með barnið á brjósti) snýst um að vísa útlendingum hraðar úr landi. En ógeðslega krúttlegt.“Egill varpaði í framhaldinu fram þessari spurningu; „Kæri Samfylkinga-Óskar. Gætirðu mögulega gefið út topic-lista fyrir konur þar sem þær geta séð hvað þær mega ræða þegar þær gefa brjóst?“Óskar Steinn svaraði Agli um hæl; „Þú hefur kallað nafngreindar konur ógeðslegar, geðsjúkar portkonur og hvatt til nauðgana á þeim. Svo fokkaðu þér. Myndi líka kalla þig nauðgara en þá gætirðu kært mig svo ég læt þetta nægja.“Hér að neðan má sjá samskiptin þeirra á Twitter. Kæri Samfylkinga-Óskar. Gætirðu mögulega gefið út topic-lista fyrir konur þar sem þær geta séð hvað þær mega ræða þegar þær gefa brjóst? https://t.co/ZfvMIRIJgC— Egill Einarsson (@EgillGillz) October 13, 2016 Frumvarpið sem Unnur Brá talaði fyrir í dag (með barnið á brjósti) snýst um að vísa útlendingum hraðar úr landi. En ógeðslega krúttlegt.— Óskar Steinn (@oskasteinn) October 12, 2016 @EgillGillz myndi líka kalla þig nauðgara en þá gætirðu kært mig svo ég læt þetta nægja.— Óskar Steinn (@oskasteinn) October 13, 2016 Skjáskot af samskiptum þeirra á Twitter.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34 Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30 Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Brjóstmylkingur Unnar Brár með betri mætingu en Sigmundur Davíð Ekki eru allir jafn ánægðir með frammistöðu Unnar Brár í ræðupúlti Alþingis. 12. október 2016 18:59 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34
Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30
Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50
Brjóstmylkingur Unnar Brár með betri mætingu en Sigmundur Davíð Ekki eru allir jafn ánægðir með frammistöðu Unnar Brár í ræðupúlti Alþingis. 12. október 2016 18:59