Leikarinn ástsæli Stefán Karl Stefánsson, sem gekkst undir aðgerð fyrir níu dögum eftir að hafa greinst með æxli í brishöfði, segist ekki geta lýst því með orðum hve mikla þýðingu stuðningur vina hafi hjálpað honum mikið í bataferlinu.
„Ég er ekki maður mikilla skrifa núna enda orkulaus og hálfur maður en mér fannst ég verða að skrifa ykkur og fá að þakka fyrir mig innilega, samhugurinn er svo máttugt afl að mig hafði aldrei órað fyrir áhrifunum fyrr en nú þegar ég reyni það á eigin skinni,“ segir Stefán Karl í færslu á Facebook sem nokkur þúsund manns hafa líkað við.
Stuðningurinn við Stefán Karl er afar mikill og er skemmst að minnast styrktartónleikanna í Þjóðleikhúsinu í síðustu viku þar sem seldist upp og margir af færustu listamönnum þjóðarinnar komu fram.
„Takk fyrir allt, allan stuðninginn og hvatninguna, bréfin og skilaboðin sem koma úr öllum áttum í bókstaflegri merkingu.“
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og eiginkona Stefáns Karls, sagði fyrr í vikunni að aðgerðin hefði gengið að óskum og hann væri að jafna sig ótrúlega hratt.
Stefán Karl þakkar fyrir stuðninginn

Tengdar fréttir

„Stefán er að jafna sig ótrúlega hratt“
Steinunn Ólína segir frá baráttu eiginmanns síns Stefáns Karls við krabbamein.

Styrktartónleikar handa Stefáni Karli: "Sýnir hversu elskaður hann er“
Tónleikar til styrktar leikaranum Stefáni Karli Stefánssyni og fjölskyldu hans fara fram í Þjóðleikhúsinu á mánudag. Margt helsta tónlistarfólk landsins kemur fram á viðburðinum að sögn leikhússtjóra.

Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“
Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir.