Erlent

Dario Fo er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Dario Fo ritaði fjölda pólitískra satíra á starfsævi sinni
Dario Fo ritaði fjölda pólitískra satíra á starfsævi sinni Vísir/AFP
Ítalska leikskáldið Dario Fo er látinn, 90 ára að aldri. Fo hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1997.

Ítalska ríkisstjórnin greindi í yfirlýsingu frá andláti Fo í morgun, en ítalskir fjölmiðlar segja Fo hafa glímt við veikindi í lungum síðustu mánuði og hafi verið á sjúkrahúsi síðustu tólf daga.

Fo ritaði fjölda pólitískra satíra á starfsævi sinni, en frægasta verk hans var líklegast Stjórn­leys­ingi ferst af slys­för­um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×