Bliki spurði bestu fótboltakonu sögunnar: „Hvað í andskotanum er að þér?“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 08:00 Marta átti erfitt uppdráttar gegn sterkri vörn Breiðabliks. vísir/getty Kvennalið Breiðabliks stóð sig frábærlega í Meistaradeild Evrópu í ár og gaf sænska stórliðinu Rosengård tvo alvöru leiki í 32 liða úrslitum keppninnar. Sænska liðið vann 1-0 í Kópavoginum en í gær skildu liðin jöfn, markalaus, á heimavelli Rosengård í Malmö í Svíþjóð en eitt mark frá Blikunum hefði komið leiknum í framlengingu. Rosengård er búið að vinna sænska meistaratitilin undanfarin fjögur ár en með liðinu spilar hin brasilíska Marta sem er talin besta fótboltakona allra tíma. Hún er sú sem oftast hefur verið valin besta fótboltakona heims, en sú brasilíska hirti þann titil fimm ár í röð frá 2006-2010. Birgit Prinz frá Þýskalandi kemur þar næst en hún var valin best þrisvar sinnum frá 2003-2005. Blikarnir spiluðu flottan varnarleik í gær og létu greinilega vita af sér í leiknum. Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður Breiðabliks, hellti sér yfir Mörtu í leiknum en frá því greinir hún á Twitter-síðu sinni. „Sagði „hvað í andskotanum er að þér“ við bestu fótboltakonu allra tíma áðan,“ skrifar Ingibjörg á Twitter en þó hún nefni engin nöfn má auðveldlega leiða að því líkum að hún sé að tala um Mörtu. Guðrún Arnardóttir, miðvörður Breiðabliks sem gat ekki verið með í leiknum í gær, var ánægð með samherja sinn og sagði hana drottningu á vellinum og undir það tók landsliðsframherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Mörtu tókst ekki að skora á móti Blikunum en markið sem á endanum kom Rosengård áfram skoraði sænski landsliðsframherjinn Lotta Schelin í Kópavoginum í fyrri leik liðanna.@ingibjorg25 enda ert þu the queen on field! Það er bara þannig— Guðrún Arnardóttir (@gudrunarnar) October 12, 2016 @ingibjorg25 queen Inga— Berglind Thorvaldsd. (@berglindbjorg10) October 12, 2016 Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Blikastúlkur náðu jafntefli í Svíþjóð en það var ekki nóg Breiðablik er úr leik í Meistaradeildar kvenna í fótbolta þrátt fyrir að hafa náð marklausu jafntefli í seinni leiknum á móti sænsku meisturunum í Rosengård í kvöld. 12. október 2016 18:55 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Kvennalið Breiðabliks stóð sig frábærlega í Meistaradeild Evrópu í ár og gaf sænska stórliðinu Rosengård tvo alvöru leiki í 32 liða úrslitum keppninnar. Sænska liðið vann 1-0 í Kópavoginum en í gær skildu liðin jöfn, markalaus, á heimavelli Rosengård í Malmö í Svíþjóð en eitt mark frá Blikunum hefði komið leiknum í framlengingu. Rosengård er búið að vinna sænska meistaratitilin undanfarin fjögur ár en með liðinu spilar hin brasilíska Marta sem er talin besta fótboltakona allra tíma. Hún er sú sem oftast hefur verið valin besta fótboltakona heims, en sú brasilíska hirti þann titil fimm ár í röð frá 2006-2010. Birgit Prinz frá Þýskalandi kemur þar næst en hún var valin best þrisvar sinnum frá 2003-2005. Blikarnir spiluðu flottan varnarleik í gær og létu greinilega vita af sér í leiknum. Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður Breiðabliks, hellti sér yfir Mörtu í leiknum en frá því greinir hún á Twitter-síðu sinni. „Sagði „hvað í andskotanum er að þér“ við bestu fótboltakonu allra tíma áðan,“ skrifar Ingibjörg á Twitter en þó hún nefni engin nöfn má auðveldlega leiða að því líkum að hún sé að tala um Mörtu. Guðrún Arnardóttir, miðvörður Breiðabliks sem gat ekki verið með í leiknum í gær, var ánægð með samherja sinn og sagði hana drottningu á vellinum og undir það tók landsliðsframherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Mörtu tókst ekki að skora á móti Blikunum en markið sem á endanum kom Rosengård áfram skoraði sænski landsliðsframherjinn Lotta Schelin í Kópavoginum í fyrri leik liðanna.@ingibjorg25 enda ert þu the queen on field! Það er bara þannig— Guðrún Arnardóttir (@gudrunarnar) October 12, 2016 @ingibjorg25 queen Inga— Berglind Thorvaldsd. (@berglindbjorg10) October 12, 2016
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Blikastúlkur náðu jafntefli í Svíþjóð en það var ekki nóg Breiðablik er úr leik í Meistaradeildar kvenna í fótbolta þrátt fyrir að hafa náð marklausu jafntefli í seinni leiknum á móti sænsku meisturunum í Rosengård í kvöld. 12. október 2016 18:55 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Blikastúlkur náðu jafntefli í Svíþjóð en það var ekki nóg Breiðablik er úr leik í Meistaradeildar kvenna í fótbolta þrátt fyrir að hafa náð marklausu jafntefli í seinni leiknum á móti sænsku meisturunum í Rosengård í kvöld. 12. október 2016 18:55