Konur saka Trump um kynferðisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2016 07:40 Donald Trump. Vísir/Getty Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. Allt frá því að myndband birtist þar sem Trump heyrist segja mörg miður falleg orð um konur hefur fjöldi kvenna stigið fram og sakað hann um áreiti í gegnum árin. Það sem einna mesta hneykslan hefur valdið er myndbrot úr sjónvarpsþætti frá árinu 1992 þar sem Trump ræðir við tíu ára gamla stúlku í höfuðstöðvum sínum. Þegar stúlkan er farin, snýr hann sér að myndavélinni og segir að eftir önnur tíu ár muni hann fara með hana á stefnumót.Minnst ellefu konur hafa stigið fram opinberlega á síðasta sólarhring og sakað Donald Trump um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. Það byrjaði á því að sigurvegari í táningakeppni Ungfrú Bandaríkjanna sagði frá því að Trump hefði átt það til að ganga inn á stúlkurnar þegar þær voru að skipta um föt.Trump hafði reyndar montað sig af því að geta það í viðtali við Howard Stern. Á vef Quartz er farið yfir þær ásakanir sem hafa verið lagðar fram á síðasta sólarhring. Einnig er farið yfir fyrri ásakanir gegn Trump. Á síðasta sólarhring hefur Trump verið sakaður um að að káfa á konum og kyssa þær. Nokkrar konur sem tóku þátt í fegurðarsamkeppnum segja hann hafa stundað það að ganga inn á keppendur þegar þær voru að skipta um föt. Hann hafi jafnvel gengið reglulega inn á táninga sem voru 15 ára gamlar. Kona sem sat við hlið Trump í flugvél segir hann hafa káfað á brjóstum sínum og reynt að stinga hendinni undir pils hennar. Önnur kona segir hann hafa kysst sig á munninn við þeirra fyrstu kynni og hann hafi ekki viljað sleppa henni. Þá segir blaðamaður People frá því að Trump hafi ýtt sér upp að vegg og „troðið tungunni“ upp í sig. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. Allt frá því að myndband birtist þar sem Trump heyrist segja mörg miður falleg orð um konur hefur fjöldi kvenna stigið fram og sakað hann um áreiti í gegnum árin. Það sem einna mesta hneykslan hefur valdið er myndbrot úr sjónvarpsþætti frá árinu 1992 þar sem Trump ræðir við tíu ára gamla stúlku í höfuðstöðvum sínum. Þegar stúlkan er farin, snýr hann sér að myndavélinni og segir að eftir önnur tíu ár muni hann fara með hana á stefnumót.Minnst ellefu konur hafa stigið fram opinberlega á síðasta sólarhring og sakað Donald Trump um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. Það byrjaði á því að sigurvegari í táningakeppni Ungfrú Bandaríkjanna sagði frá því að Trump hefði átt það til að ganga inn á stúlkurnar þegar þær voru að skipta um föt.Trump hafði reyndar montað sig af því að geta það í viðtali við Howard Stern. Á vef Quartz er farið yfir þær ásakanir sem hafa verið lagðar fram á síðasta sólarhring. Einnig er farið yfir fyrri ásakanir gegn Trump. Á síðasta sólarhring hefur Trump verið sakaður um að að káfa á konum og kyssa þær. Nokkrar konur sem tóku þátt í fegurðarsamkeppnum segja hann hafa stundað það að ganga inn á keppendur þegar þær voru að skipta um föt. Hann hafi jafnvel gengið reglulega inn á táninga sem voru 15 ára gamlar. Kona sem sat við hlið Trump í flugvél segir hann hafa káfað á brjóstum sínum og reynt að stinga hendinni undir pils hennar. Önnur kona segir hann hafa kysst sig á munninn við þeirra fyrstu kynni og hann hafi ekki viljað sleppa henni. Þá segir blaðamaður People frá því að Trump hafi ýtt sér upp að vegg og „troðið tungunni“ upp í sig.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira