Langflestir rannsakendur vildu að Clinton yrði ákærð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. október 2016 07:00 Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, var ekki ákærð fyrir þátt sinn í vísir/epa Mikil reiði ríkir á meðal starfsmanna ríkissaksóknaraembættisins og Alríkislögreglu (FBI) í Bandaríkjunum vegna þeirrar ákvörðunar sem tekin var í sumar um að ákæra ekki Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrata, fyrir að hafa farið ógætilega með skjöl er varða þjóðaröryggi. Clinton geymdi slík gögn á einkapóstþjóni í stað öruggs opinbers póstþjóns á meðan hún gegndi embætti utanríkisráðherra frá árinu 2009 til ársins 2013. Frá þessu greinir heimildarmaður Fox News sem tók þátt í árs langri rannsókn FBI. Hann heldur því einnig fram að alríkislögreglumenn og saksóknarar hafi komist nærri einróma að þeirri niðurstöðu að ákæra ætti Clinton. Rúmlega hundrað starfsmenn FBI og sex starfsmenn ríkissaksóknara komu að rannsókninni. „Enginn saksóknari var sammála ákvörðuninni. Enginn frá FBI. Ákvörðunin kom að ofan,“ sagði heimildarmaðurinn. Annar nafnlaus heimildarmaður sagði ekki hafa ríkt einhug en þó hafi mikill meirihluti viljað ákæra og því hafi niðurstaðan komið verulega á óvart. Andrew Napolitano, fyrrum dómari og dómsmálaráðgjafi Fox News, sagðist sömuleiðis hafa heimildir fyrir því að mikill fjöldi rannsakenda hafi verið á því að ákæra bæri frambjóðandann. „Það er alveg ljóst að starfsmenn FBI, mennirnir sem unnu rannsóknarvinnuna í málinu, höfðu sett fram gríðarlega sannfærandi mál og þeir eru bálreiðir að málið hafi ekki fengið fram að ganga,“ hefur Fox News eftir Napolitano. „Þeir trúa því að ákvörðunin hafi komið frá forsetanum.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Mikil reiði ríkir á meðal starfsmanna ríkissaksóknaraembættisins og Alríkislögreglu (FBI) í Bandaríkjunum vegna þeirrar ákvörðunar sem tekin var í sumar um að ákæra ekki Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrata, fyrir að hafa farið ógætilega með skjöl er varða þjóðaröryggi. Clinton geymdi slík gögn á einkapóstþjóni í stað öruggs opinbers póstþjóns á meðan hún gegndi embætti utanríkisráðherra frá árinu 2009 til ársins 2013. Frá þessu greinir heimildarmaður Fox News sem tók þátt í árs langri rannsókn FBI. Hann heldur því einnig fram að alríkislögreglumenn og saksóknarar hafi komist nærri einróma að þeirri niðurstöðu að ákæra ætti Clinton. Rúmlega hundrað starfsmenn FBI og sex starfsmenn ríkissaksóknara komu að rannsókninni. „Enginn saksóknari var sammála ákvörðuninni. Enginn frá FBI. Ákvörðunin kom að ofan,“ sagði heimildarmaðurinn. Annar nafnlaus heimildarmaður sagði ekki hafa ríkt einhug en þó hafi mikill meirihluti viljað ákæra og því hafi niðurstaðan komið verulega á óvart. Andrew Napolitano, fyrrum dómari og dómsmálaráðgjafi Fox News, sagðist sömuleiðis hafa heimildir fyrir því að mikill fjöldi rannsakenda hafi verið á því að ákæra bæri frambjóðandann. „Það er alveg ljóst að starfsmenn FBI, mennirnir sem unnu rannsóknarvinnuna í málinu, höfðu sett fram gríðarlega sannfærandi mál og þeir eru bálreiðir að málið hafi ekki fengið fram að ganga,“ hefur Fox News eftir Napolitano. „Þeir trúa því að ákvörðunin hafi komið frá forsetanum.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00