Tugir létust í loftárás á Aleppo Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. október 2016 07:00 Íbúar í Aleppo stuttu eftir loftárás á Fardous-hverfið í gær. Nordicphotos/AFP Rússar segja að um helgina verði gerð ný tilraun til að koma á vopnahléi í Sýrlandi með viðræðum við Bandaríkin. Utanríkisráðherrarnir Sergei Lavrov og John Kerry muni hittast í Sviss ásamt fulltrúum áhrifaríkja í nágrenni Sýrlands. Loftárásir voru gerðar í gær á stærsta markaðinn á svæðum uppreisnarmanna í Aleppo. Þær kostuðu meira en tuttugu manns lífið. Sólarhringinn á undan höfðu sprengjuárásir á svæði uppreisnarmanna í borginni kostað meira en 50 manns lífið, að því er fréttastofan Al Jazeera skýrði frá. Eftir að stutt vopnahlé rann út í sandinn í síðasta mánuði hafa rússneskir og sýrlenskir hermenn linnulítið gert harðar árásir á hverfi uppreisnarmanna. Sýrlensk mannréttindasamtök segja þessar árásir hafa kostað hátt í 400 almenna borgara lífið. François Hollande Frakklandsforseti sagðist í vikunni vilja draga Rússa fyrir Alþjóðasakadómstólinn í Haag, þar sem réttað verði yfir þeim vegna stríðsglæpa. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur tekið undir það. Enginn vafi leiki á því að árásir á almenna borgara séu vísvitandi gerðar: „Það hafa svo oft verið gerðar árásir á sjúkrahús og af svo mikilli nákvæmni að það er erfitt að verjast þeirri ályktun að þetta hljóti að vera vísvituð stefna,“ sagði Johnson í breska þinginu á þriðjudag. Johnson hvetur almenning til þess að mótmæla fyrir utan rússneska sendiráðið í London. John Sawers, fyrrverandi yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI6, varar hins vegar við slíkum mótmælum. Hann segir í viðtali við BBC að spennan á milli Rússlands og Vesturlanda sé orðin það mikil, að það minni helst á kalda stríðið. „Við erum að sigla inn í tímabil sem er jafn hættulegt, ef ekki hættulegra en kalda stríðið vegna þess að það snýst ekki lengur sérstaklega um hernaðarsamskipti stjórnvalda í Washington og Moskvu,“ sagði Sawers. Rússar saka síðan Boris Johnson um móðursýki og Rússahræðslu. Þetta sé stormur í glasi sem sé fullt af óhreinu Lundúnavatni. Pútín segist sjálfur vilja góð samskipti við Bandaríkin: „Við höfum áhyggjur af versnandi samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna, en það var ekki okkar val, við vildum það aldrei,“ er haft eftir honum á vef rússnesku fréttasíðunnar RT. Hann kennir meðal annars kosningabaráttunni í Bandaríkjunum um: „Þeir hafa gert Rússland að forgangsmáli alla kosningabaráttuna. Allir eru að tala um Rússland.“ Það sé hvorki gott fyrir Bandaríkin, Rússland né heimsbyggðina alla.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Sjá meira
Rússar segja að um helgina verði gerð ný tilraun til að koma á vopnahléi í Sýrlandi með viðræðum við Bandaríkin. Utanríkisráðherrarnir Sergei Lavrov og John Kerry muni hittast í Sviss ásamt fulltrúum áhrifaríkja í nágrenni Sýrlands. Loftárásir voru gerðar í gær á stærsta markaðinn á svæðum uppreisnarmanna í Aleppo. Þær kostuðu meira en tuttugu manns lífið. Sólarhringinn á undan höfðu sprengjuárásir á svæði uppreisnarmanna í borginni kostað meira en 50 manns lífið, að því er fréttastofan Al Jazeera skýrði frá. Eftir að stutt vopnahlé rann út í sandinn í síðasta mánuði hafa rússneskir og sýrlenskir hermenn linnulítið gert harðar árásir á hverfi uppreisnarmanna. Sýrlensk mannréttindasamtök segja þessar árásir hafa kostað hátt í 400 almenna borgara lífið. François Hollande Frakklandsforseti sagðist í vikunni vilja draga Rússa fyrir Alþjóðasakadómstólinn í Haag, þar sem réttað verði yfir þeim vegna stríðsglæpa. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur tekið undir það. Enginn vafi leiki á því að árásir á almenna borgara séu vísvitandi gerðar: „Það hafa svo oft verið gerðar árásir á sjúkrahús og af svo mikilli nákvæmni að það er erfitt að verjast þeirri ályktun að þetta hljóti að vera vísvituð stefna,“ sagði Johnson í breska þinginu á þriðjudag. Johnson hvetur almenning til þess að mótmæla fyrir utan rússneska sendiráðið í London. John Sawers, fyrrverandi yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI6, varar hins vegar við slíkum mótmælum. Hann segir í viðtali við BBC að spennan á milli Rússlands og Vesturlanda sé orðin það mikil, að það minni helst á kalda stríðið. „Við erum að sigla inn í tímabil sem er jafn hættulegt, ef ekki hættulegra en kalda stríðið vegna þess að það snýst ekki lengur sérstaklega um hernaðarsamskipti stjórnvalda í Washington og Moskvu,“ sagði Sawers. Rússar saka síðan Boris Johnson um móðursýki og Rússahræðslu. Þetta sé stormur í glasi sem sé fullt af óhreinu Lundúnavatni. Pútín segist sjálfur vilja góð samskipti við Bandaríkin: „Við höfum áhyggjur af versnandi samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna, en það var ekki okkar val, við vildum það aldrei,“ er haft eftir honum á vef rússnesku fréttasíðunnar RT. Hann kennir meðal annars kosningabaráttunni í Bandaríkjunum um: „Þeir hafa gert Rússland að forgangsmáli alla kosningabaráttuna. Allir eru að tala um Rússland.“ Það sé hvorki gott fyrir Bandaríkin, Rússland né heimsbyggðina alla.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Sjá meira