Alþjóðlegi sjónverndardagurinn Estella D. Björnsson skrifar 13. október 2016 07:00 Alþjóðlegi sjónverndardagurinn er haldinn annan fimmtudag í október ár hvert. Tilgangur dagsins er að beina sjónum almennings að blindu og sjónskerðingu, endurhæfingu blindra og sjónskertra og vörnum gegn sjónmissi. Á Íslandi eru um 1500 manns á skrá hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Af þeim eru um 10% 0 - 18 ára, 20% eru 19 - 66 ára og 70% eru 67 ára og eldri. Helstu orsakir blindu og sjónskerðingar hérlendis eru: Aldurstengd augnbotnahrörnun (AMD) er langalgengast en um 54% sjónskertra glíma við AMD. RP eða Retinitis Pigmentosa er arfgengur hrörnunarsjúkdómur í sjónhimnu og algengasta orsök sjónskerðingar hjá ungu fólki. RP getur í sumum tilfellum leitt til alblindu. Um 6% blindra og sjónskertra eru með RP. Gláka er safn sjúkdóma sem orsakast af skemmdum á sjóntaug og einkennast af minnkandi sjón og blindu ef ekkert er að gert. Gláka er oft einkennalaus á byrjunarstigi. Rúm 6% allra blindra og sjónskertra eru með gláku. Listi annarra orsaka blindu og sjónskerðingar er langur en til dæmis má nefna ýmsa aðra sjúkdóma, slys og meðfæddar orsakir. Má þar meðal annars nefna sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma. En hvað getur almenningur gert til að hlúa að sjóninni? Það er ýmislegt sem hægt er að hafa í huga varðandi sjónvernd. Fyrst má nefna reglulegar augnskoðanir. Það er hægt að hafa alvarlega sjúkdóma án einkenna og sumir þeirra geta þróast hratt ef þeir eru ekki meðhöndlaðir. Þess vegna er mikilvægt að fara reglulega í augnskoðun til augnlæknis og fá meðhöndlun áður en skaðinn er skeður. Þeir sem reykja eru 3-4 sinnum líklegri til að fá aldursbundna augnbotnahrörnun. Með því að hætta að reykja minnka líkurnar á því að þróa með sér aldursbundna augnbotnahrörnun.Heilbrigður lífsstíll Hreyfing og hollur matur er mikilvægur þáttur í sjónvernd. Neysla fæðu sem innheldur andoxunarík vítamín er góð fyrir heilsuna almennt og einnig augun. Ofþyngd, kyrrseta og hár blóðþrýstingur eru áhættuþættir sem geta valdið sjúkdómum í augum og ber þar helst að nefna sykursýki. Þeir sem hafa þurra aldursbundna augnbotnahrörnun skulu ráðfæra sig við augnlækni um vítamín fyrir augun. Verndið augun frá sólarljósi. Það er vel þekkt að skaðlegir geislar sólarinnar geta valdið bruna á mannslíkamanum. Augun eru þar engin undantekning. Útfjólubláir geislar sólarinnar geta flýtt fyrir skýmyndun í augasteinum. Notkun hatta og sólgleraugna með að minnsta kosti 98% vörn verndar viðkvæma húðina í kringum augun og augun sjálf frá ysta lagi til sjónhimnunnar í augnbotninum. Allir sem fara í augnsteinaskipti ættu að setja upp sólgleraugu sama dag til að hlífa ljósnæmu skynfrumunum í augnbotninum við skyndilegri birtubreytingu sem verður þegar geislar sólarinnar flæða aftur óhindrað inn í augun. Það er æskilegt að nota viðurkennd öryggisgleraugu við íþróttaiðkun þar sem hætta er á að fá t.d. bolta í augun. Einnig eru öryggisgleraugu nauðsynleg þegar unnið er með verkfæri þar smáhlutir geta skotist í augun og þegar skotið er upp flugeldum. Þá má ekki gleyma hreinlæti. Það margborgar sig að vera hreinn á höndunum áður en fingur fer upp í augað ef hann á annað borð á erindi þangað. Það dregur úr sýkingarhættu. Það er að mörgu að huga og að lokum má benda á að heilbrigður lífstíll gerir einnig alla endurhæfingu léttari ef sjónin skyldi skerðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Estella D. Björnsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi sjónverndardagurinn er haldinn annan fimmtudag í október ár hvert. Tilgangur dagsins er að beina sjónum almennings að blindu og sjónskerðingu, endurhæfingu blindra og sjónskertra og vörnum gegn sjónmissi. Á Íslandi eru um 1500 manns á skrá hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Af þeim eru um 10% 0 - 18 ára, 20% eru 19 - 66 ára og 70% eru 67 ára og eldri. Helstu orsakir blindu og sjónskerðingar hérlendis eru: Aldurstengd augnbotnahrörnun (AMD) er langalgengast en um 54% sjónskertra glíma við AMD. RP eða Retinitis Pigmentosa er arfgengur hrörnunarsjúkdómur í sjónhimnu og algengasta orsök sjónskerðingar hjá ungu fólki. RP getur í sumum tilfellum leitt til alblindu. Um 6% blindra og sjónskertra eru með RP. Gláka er safn sjúkdóma sem orsakast af skemmdum á sjóntaug og einkennast af minnkandi sjón og blindu ef ekkert er að gert. Gláka er oft einkennalaus á byrjunarstigi. Rúm 6% allra blindra og sjónskertra eru með gláku. Listi annarra orsaka blindu og sjónskerðingar er langur en til dæmis má nefna ýmsa aðra sjúkdóma, slys og meðfæddar orsakir. Má þar meðal annars nefna sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma. En hvað getur almenningur gert til að hlúa að sjóninni? Það er ýmislegt sem hægt er að hafa í huga varðandi sjónvernd. Fyrst má nefna reglulegar augnskoðanir. Það er hægt að hafa alvarlega sjúkdóma án einkenna og sumir þeirra geta þróast hratt ef þeir eru ekki meðhöndlaðir. Þess vegna er mikilvægt að fara reglulega í augnskoðun til augnlæknis og fá meðhöndlun áður en skaðinn er skeður. Þeir sem reykja eru 3-4 sinnum líklegri til að fá aldursbundna augnbotnahrörnun. Með því að hætta að reykja minnka líkurnar á því að þróa með sér aldursbundna augnbotnahrörnun.Heilbrigður lífsstíll Hreyfing og hollur matur er mikilvægur þáttur í sjónvernd. Neysla fæðu sem innheldur andoxunarík vítamín er góð fyrir heilsuna almennt og einnig augun. Ofþyngd, kyrrseta og hár blóðþrýstingur eru áhættuþættir sem geta valdið sjúkdómum í augum og ber þar helst að nefna sykursýki. Þeir sem hafa þurra aldursbundna augnbotnahrörnun skulu ráðfæra sig við augnlækni um vítamín fyrir augun. Verndið augun frá sólarljósi. Það er vel þekkt að skaðlegir geislar sólarinnar geta valdið bruna á mannslíkamanum. Augun eru þar engin undantekning. Útfjólubláir geislar sólarinnar geta flýtt fyrir skýmyndun í augasteinum. Notkun hatta og sólgleraugna með að minnsta kosti 98% vörn verndar viðkvæma húðina í kringum augun og augun sjálf frá ysta lagi til sjónhimnunnar í augnbotninum. Allir sem fara í augnsteinaskipti ættu að setja upp sólgleraugu sama dag til að hlífa ljósnæmu skynfrumunum í augnbotninum við skyndilegri birtubreytingu sem verður þegar geislar sólarinnar flæða aftur óhindrað inn í augun. Það er æskilegt að nota viðurkennd öryggisgleraugu við íþróttaiðkun þar sem hætta er á að fá t.d. bolta í augun. Einnig eru öryggisgleraugu nauðsynleg þegar unnið er með verkfæri þar smáhlutir geta skotist í augun og þegar skotið er upp flugeldum. Þá má ekki gleyma hreinlæti. Það margborgar sig að vera hreinn á höndunum áður en fingur fer upp í augað ef hann á annað borð á erindi þangað. Það dregur úr sýkingarhættu. Það er að mörgu að huga og að lokum má benda á að heilbrigður lífstíll gerir einnig alla endurhæfingu léttari ef sjónin skyldi skerðast.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun