Hættulegt kosningarloforð Árni Árnason skrifar 13. október 2016 07:00 Þann draum að bjóða upp aflaheimildir og stórauka þannig tekjur ríkissjóðs má finna í stefnuskrám sumra stjórnmálaflokka fyrir komandi alþingiskosningar. Þessi hugmynd hljómar eflaust vel í eyrum þeirra sem ekki þekkja til þess kerfis sem nú er við lýði en þegar málið er betur skoðað kemur í ljós að draumurinn er tálsýn ein. Frá því að fiskstjórnunarkerfið var fyrst sett á, þar sem veiðiheimildum var úthlutað út frá viðmiðum veiðiáranna á undan, hefur mikið breyst, enda þróast kerfi eðli máls samkvæmt til hins betra eftir því sem árin líða. Sú ákvörðun Alþingis að lögfesta ákvæði sem heimilaði eigendum veiðiheimilda að selja þær frá sér hefur löngu náð markmiði sínu, þ.e. að vernda fiskistofnana við strendur Íslands og koma á stærðarhagkvæmni í greininni. Raunar hefur fyrrnefnt ákvæði haft slík jákvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg að aðrar greinar myndu gera vel að taka sér það til fyrirmyndar. Umræðan sem nú er í gangi um að afnema gjafakerfið (eins og sumir kjósa að kalla það) og færa þjóðinni auðlindina aftur er á villigötum. Sú útgerð eða trillukarl sem fékk úthlutun á sínum tíma og á ennþá þær veiðiheimildir sem þá voru veittar eru vandfundin. Veiðiheimildir hafa gengið kaupum og sölum frá upphafi. Sala á þeim veitti sumum, sem staðið höfðu ölduna svo áratugum skipti, leið út. Framsalið veitti mönnum jafnframt frelsi til að leita á ný mið.Miklar skuldbindingar Þær útgerðir sem starfandi eru í dag hafa farið í veigamiklar fjárfestingar til að ná til sín heimildum. Eitt tonn af þorski kostar um 2,4 milljónir. Meðalstór línubátur getur landað sirka 12 tonnum, sem segir okkur að heimildin fyrir einum róðri á góðri vertíð á slíkum bát kostar um 28,8 milljónir. Þá eru eftir greiðslur af bátnum sjálfum sem hlaupa á milljónum, launakostnaður, beita og annað tilfallandi. Þá er ekki sagan öll sögð, því verð á fiskmörkuðum ræður því hvaða tekjur hljótast af róðrinum. Að sjálfsögðu endurnýjast aflaheimildir einu sinni á ári, en talið er að kaupandi aflaheimilda geti verið allt að tíu ár að greiða fyrir þær. Skuldbindingar íslenskra útgerða eru miklar. Flestar útgerðir hafa lagt veiðiheimildir að veði hjá bönkum til að eiga möguleika á að starfa. Hvernig á ríkið að taka þær til baka? Hvernig á að tryggja að útgerðir standi í báða fætur án veiðiheimilda? Standa við skuldbindingar sínar og að auki að leigja af ríkinu heimildirnar á nýjan leik? Það að stjórnmálaflokkar leggi fram slík loforð er mjög ábyrgðarlaust. Í raun er verið að boða hrinu gjaldþrota innan sjávarútvegsins, sem gæti líklega orðið stærri skellur fyrir þjóðarbúið en bankahrunið, sem við hugsum enn með hryllingi til. Brýnt er að fólk kynni sér vel stöðu sjávarútvegsins og framkvæmd fiskveiðistjórnunarkerfisins því þær efnahagsógöngur sem blasa við ef draumar sumra stjórnmálaflokka verða að veruleika, munu reynast martröð fyrir þjóðina alla.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Þann draum að bjóða upp aflaheimildir og stórauka þannig tekjur ríkissjóðs má finna í stefnuskrám sumra stjórnmálaflokka fyrir komandi alþingiskosningar. Þessi hugmynd hljómar eflaust vel í eyrum þeirra sem ekki þekkja til þess kerfis sem nú er við lýði en þegar málið er betur skoðað kemur í ljós að draumurinn er tálsýn ein. Frá því að fiskstjórnunarkerfið var fyrst sett á, þar sem veiðiheimildum var úthlutað út frá viðmiðum veiðiáranna á undan, hefur mikið breyst, enda þróast kerfi eðli máls samkvæmt til hins betra eftir því sem árin líða. Sú ákvörðun Alþingis að lögfesta ákvæði sem heimilaði eigendum veiðiheimilda að selja þær frá sér hefur löngu náð markmiði sínu, þ.e. að vernda fiskistofnana við strendur Íslands og koma á stærðarhagkvæmni í greininni. Raunar hefur fyrrnefnt ákvæði haft slík jákvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg að aðrar greinar myndu gera vel að taka sér það til fyrirmyndar. Umræðan sem nú er í gangi um að afnema gjafakerfið (eins og sumir kjósa að kalla það) og færa þjóðinni auðlindina aftur er á villigötum. Sú útgerð eða trillukarl sem fékk úthlutun á sínum tíma og á ennþá þær veiðiheimildir sem þá voru veittar eru vandfundin. Veiðiheimildir hafa gengið kaupum og sölum frá upphafi. Sala á þeim veitti sumum, sem staðið höfðu ölduna svo áratugum skipti, leið út. Framsalið veitti mönnum jafnframt frelsi til að leita á ný mið.Miklar skuldbindingar Þær útgerðir sem starfandi eru í dag hafa farið í veigamiklar fjárfestingar til að ná til sín heimildum. Eitt tonn af þorski kostar um 2,4 milljónir. Meðalstór línubátur getur landað sirka 12 tonnum, sem segir okkur að heimildin fyrir einum róðri á góðri vertíð á slíkum bát kostar um 28,8 milljónir. Þá eru eftir greiðslur af bátnum sjálfum sem hlaupa á milljónum, launakostnaður, beita og annað tilfallandi. Þá er ekki sagan öll sögð, því verð á fiskmörkuðum ræður því hvaða tekjur hljótast af róðrinum. Að sjálfsögðu endurnýjast aflaheimildir einu sinni á ári, en talið er að kaupandi aflaheimilda geti verið allt að tíu ár að greiða fyrir þær. Skuldbindingar íslenskra útgerða eru miklar. Flestar útgerðir hafa lagt veiðiheimildir að veði hjá bönkum til að eiga möguleika á að starfa. Hvernig á ríkið að taka þær til baka? Hvernig á að tryggja að útgerðir standi í báða fætur án veiðiheimilda? Standa við skuldbindingar sínar og að auki að leigja af ríkinu heimildirnar á nýjan leik? Það að stjórnmálaflokkar leggi fram slík loforð er mjög ábyrgðarlaust. Í raun er verið að boða hrinu gjaldþrota innan sjávarútvegsins, sem gæti líklega orðið stærri skellur fyrir þjóðarbúið en bankahrunið, sem við hugsum enn með hryllingi til. Brýnt er að fólk kynni sér vel stöðu sjávarútvegsins og framkvæmd fiskveiðistjórnunarkerfisins því þær efnahagsógöngur sem blasa við ef draumar sumra stjórnmálaflokka verða að veruleika, munu reynast martröð fyrir þjóðina alla.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun