Tónlistarkonan Lily Allen brotnaði niður þegar hún heimsótti 13 ára afganskan flóttamann í fjóttamannabúðunum í Calais sem ganga oft undir nafninu Frumskógurinn.
Drengurinn er einn af þúsund ungum börnum sem berjast fyrir lífi sínu í Frumskóginum.
Faðir drengsins býr í Birmingham sem gefur honum rétt á því að ferðast til Bretlands og sækja þar um hæli.
„Í þrígang hafa Bretar stefnd lífi þínu í hættu. Við höfum sprengt upp landið þitt og gefið í hendurnar á Talibönum og núna erum við að stefna lífi þínu í hættu þegar þú ert að reyna komast inn okkar land,“ sagði Lily Allen. Þeir sem dvelja í flóttamannabúðunum í Calais eru flest allir að reyna komast til Englands.
„Ég biðst afsökunar fyrir hönd þjóðar minnar,“ sagði Allen og brotnaði niður en hér að neðan má sjá myndband af atvikinu.
Lífið