Framleiðsluhlé á Mustang vegna dræmrar sölu Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2016 10:22 Ford Mustang. Sala Ford Mustang féll um 32% í september nýliðnum og samkeppnisbíllinn Chevrolet Camaro seldist meira í mánuðinum en Mustang. Viðbrögð Ford við þessu eru að stöðva framleiðslu á Mustang í Flat Rock verksmiðju sinni í Michigan, þar sem sportbíllinn er framleiddur, í eina viku. Stöðvunin hófst 10. október og stendur til 17. október. Þar mætir enginn til vinnu þessa vikuna en starfsmenn fá samt greidd full laun og er um að ræða 3.702 starfsmenn. Í september seldust 6.429 Mustang bílar en 6.577 Camaro bílar og fór sala hans upp um ríflega 1.300 bíla á milli mánaða. Síðast þegar Camaro seldist meira í einum mánuði en Mustang var í október árið 2014. Það sem veldur helst góðri sölu á Camaro eru vænir afslættir sem í boði eru og námu þeir að meðaltali 3.409 dollurum í september á meðan afslættir á Mustang voru að meðaltali 2.602 dollarar. Á þessu ári hafa selst 87.258 Mustang bílar, en 54.535 Camaro bílar svo það ber enn mikið í milli í sölu á þessum bílum. Sala Mustang hefur fallið um 9% á milli ára en sala Camaro hefur fallið enn meira, eða um 11,3%. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent
Sala Ford Mustang féll um 32% í september nýliðnum og samkeppnisbíllinn Chevrolet Camaro seldist meira í mánuðinum en Mustang. Viðbrögð Ford við þessu eru að stöðva framleiðslu á Mustang í Flat Rock verksmiðju sinni í Michigan, þar sem sportbíllinn er framleiddur, í eina viku. Stöðvunin hófst 10. október og stendur til 17. október. Þar mætir enginn til vinnu þessa vikuna en starfsmenn fá samt greidd full laun og er um að ræða 3.702 starfsmenn. Í september seldust 6.429 Mustang bílar en 6.577 Camaro bílar og fór sala hans upp um ríflega 1.300 bíla á milli mánaða. Síðast þegar Camaro seldist meira í einum mánuði en Mustang var í október árið 2014. Það sem veldur helst góðri sölu á Camaro eru vænir afslættir sem í boði eru og námu þeir að meðaltali 3.409 dollurum í september á meðan afslættir á Mustang voru að meðaltali 2.602 dollarar. Á þessu ári hafa selst 87.258 Mustang bílar, en 54.535 Camaro bílar svo það ber enn mikið í milli í sölu á þessum bílum. Sala Mustang hefur fallið um 9% á milli ára en sala Camaro hefur fallið enn meira, eða um 11,3%.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent