Erlent

Höfðar mál vegna frétta um tryggingasvindl

Samúel Karl Ólason skrifar
Kim Kardashian.
Kim Kardashian. Vísir/AFP
Kim Kardashian hefur höfðað mál gegn miðlinum Mediatakeout.com. Það gerði hún vegna frétta um að hún hefði logið til um vopnað rán í París til þess að svíkja fé út úr tryggingafélagi sínu. Kardashian segir fréttirnar vera lygar.

Í kærunni segir að MTO hafi málað Kardashian sem sökudólg án nokkurra sannanna.

Í frétt TMZ um málið segir að um þrjár fréttir sé að ræða. Hún fór fram á að fréttirnar yrðu fjarlægðar og að MTO bæðist afsökunar en fékk engin svör. Því hafi ákvörðun verið tekin um að kæra.

Þá segir í kærunni að fréttirnar hafi byggt á ummælum fólks á samfélagsmiðlum og svo virðist sem ummælin hafi verið valin af handahófi.


Tengdar fréttir

Kim Kardashian rænd: Hvað gerðist í París?

Ljóst er að ræningjarnir komust í burtu með skargripi sem metnir eru á hundruð milljóna og er þeirra leitað. Margt er á huldu varðandi ránið en hér er farið yfir það sem er vitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×