Úlfar í listrænum ham Sigríður Jónsdóttir skrifar 12. október 2016 10:15 Trommarinn Kolbeinn Orfeus í hlutverki sínu ásamt þeim Hannesi og Smára á Litla sviði Borgarleikhússins. Mynd/Grímur Bjarnason Leikhús Hannes & Smári eftir Halldóru Geirharðsdóttur, Jón Pál Eyjólfsson og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur Borgarleikhúsið í samstarfi við Leikfélag Akureyrar Leikendur: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Elma Stefanía Ágústsdóttir og Kolbeinn Orfeus Eiríksson Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson Leikmyndir og búningar: Brynja Björnsdóttir Lýsing: Magnús Helgi Kristjánsson Tónlist: Hannes og Smári Hljóð: Baldvin Þór Magnússon og Þórður G. Þorvaldsson Myndband: Jón Páll Eyjólfsson Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Leikhúsgestum er boðið upp á listræna samsuðu, samda og leikna af tónlistarmönnunum Hannesi og Smára, hliðarsjálfum leikkvennanna Halldóru Geirharðsdóttur og Ólafíu Hrannar Jónsdóttur á Litla sviði Borgarleikhússins um þessar mundir. Sýningin er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Leikfélags Akureyrar en hún var frumsýnd síðastliðinn föstudag í Reykjavík og fer á fjalirnar fyrir norðan þann 18. nóvember. Á sviðinu ríkir ringulreið nánast frá byrjun en þeir kumpánar gerðu ráð fyrir því að sýningin myndi enda á stóra sviði Borgarleikhússins, eðlilega. Stuttu fyrir frumsýningu steig trommarinn til hliðar vegna listræns ágreinings og í hans stað eru þeir búnir að ráða ellefu ára dreng; Eyjólfur Flóki var sá eini sem svaraði auglýsingu hljómsveitarinnar Úlfanna. Leikmyndin, hugvitsamlega hönnuð af Brynju Björnsdóttur, var því bókstaflega söxuð niður svo að hún passi á smærra svið. Drag, eða klæðaskipti, er í eðli sínu pólitísk athöfn, þá sérstaklega innan hinsegin heimsins. Með því að klæðast fötum gagnstæðs kyns geta einstaklingar tekið til sín vald sem þeim er vanalega neitað um, yfirleitt vegna kynhneigðar eða kyngervis síns, og á sama tíma gagnrýnt valdasamsetningu samfélagsins. Hannes og Smári sýna okkur þannig tilfinningarót karlmennskunnar en gagnrýna óskemmtilegar hliðar hennar á sama tíma. Söngtextar og tónlist eru alfarið eftir Halldóru og Ólafíu Hrönn en Jón Páll Eyjólfsson kemur að handritinu, ásamt leikkonunum tveimur. Óumdeilanlegt er að þær tvær eru miklar hæfileikakonur og leika hér á als oddi: spila á ýmis hljóðfæri, syngja og takast að lokum á loft. Persónusköpun þeirra er nákvæm allt frá smámælgi Smára til tómlegs augnaráðs Hannesar. Jón Páll hikar ekki við að hrista upp í sviðsetningunni með uppbrotum og óvæntum uppákomum. En enn og aftur, enn og aftur, er ekki nægilega vel hugsað um handrit sýninga í íslensku atvinnuleikhúsi. Brotakennt á það kannski að vera, líkt og sálarlíf aðalpersónanna, en það er ekki nægilega góð ástæða fyrir óhnýttum endum, ókláraðri persónusköpun og endasleppri niðurstöðu. Endurgerð þeirra á ónefndu atriði úr frægri rómantískri Hollywood-bíómynd er gjörsamlega óborganleg, þó Elma Stefanía Ágústsdóttir fái allt of lítið að gera. Sömuleiðis er ljóðahorn Smára óbærilega fyndið sem og gítarsóló Hannesar sem ætlar engan enda að taka. Kolbeinn Orfeus Eiríksson fær líka einn af bestu bröndurum kvöldins sem er svo óviðeigandi og svakalegur að ekki er hægt að endurtaka á prenti. Í þessum atriðum birtast möguleikarnir sem felast í karakterum Hannesar og Smára, hvernig hægt er að nota drag sem tvíeggja vopn á súran íslenskan veruleika. Leikgervi Árdísar Bjarnþórsdóttur verður að nefna sérstaklega en þau eru sett saman af kostgæfni og fagmennsku. Þess væri þó óskandi að hljóðið hefði verið í sama gæðaflokki en oft var frekar erfitt að heyra orðaskil í söngtextum Úlfanna, sem er algjör synd því þeir eru einn af hápunktum sýningarinnar. Bara ef hárbeittu augnablikin væru fleiri og betur skipulögð. Bara ef handritið væri þéttara og sterkara. Handritið hangir nefnilega varla saman nema á lyginni einni og sviðsverund leikkvennanna, enda eru þær þaulvanar og frábærar í sínum hlutverkum. Textann þyrfti að stytta hressilega og sömuleiðis skrúfa samfélagsádeiluna upp í ellefu. Niðurstaða: Þó nokkur bráðfyndin atriði bjarga ekki gölluðu handriti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. október. Leikhús Menning Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús Hannes & Smári eftir Halldóru Geirharðsdóttur, Jón Pál Eyjólfsson og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur Borgarleikhúsið í samstarfi við Leikfélag Akureyrar Leikendur: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Elma Stefanía Ágústsdóttir og Kolbeinn Orfeus Eiríksson Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson Leikmyndir og búningar: Brynja Björnsdóttir Lýsing: Magnús Helgi Kristjánsson Tónlist: Hannes og Smári Hljóð: Baldvin Þór Magnússon og Þórður G. Þorvaldsson Myndband: Jón Páll Eyjólfsson Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir Leikhúsgestum er boðið upp á listræna samsuðu, samda og leikna af tónlistarmönnunum Hannesi og Smára, hliðarsjálfum leikkvennanna Halldóru Geirharðsdóttur og Ólafíu Hrannar Jónsdóttur á Litla sviði Borgarleikhússins um þessar mundir. Sýningin er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Leikfélags Akureyrar en hún var frumsýnd síðastliðinn föstudag í Reykjavík og fer á fjalirnar fyrir norðan þann 18. nóvember. Á sviðinu ríkir ringulreið nánast frá byrjun en þeir kumpánar gerðu ráð fyrir því að sýningin myndi enda á stóra sviði Borgarleikhússins, eðlilega. Stuttu fyrir frumsýningu steig trommarinn til hliðar vegna listræns ágreinings og í hans stað eru þeir búnir að ráða ellefu ára dreng; Eyjólfur Flóki var sá eini sem svaraði auglýsingu hljómsveitarinnar Úlfanna. Leikmyndin, hugvitsamlega hönnuð af Brynju Björnsdóttur, var því bókstaflega söxuð niður svo að hún passi á smærra svið. Drag, eða klæðaskipti, er í eðli sínu pólitísk athöfn, þá sérstaklega innan hinsegin heimsins. Með því að klæðast fötum gagnstæðs kyns geta einstaklingar tekið til sín vald sem þeim er vanalega neitað um, yfirleitt vegna kynhneigðar eða kyngervis síns, og á sama tíma gagnrýnt valdasamsetningu samfélagsins. Hannes og Smári sýna okkur þannig tilfinningarót karlmennskunnar en gagnrýna óskemmtilegar hliðar hennar á sama tíma. Söngtextar og tónlist eru alfarið eftir Halldóru og Ólafíu Hrönn en Jón Páll Eyjólfsson kemur að handritinu, ásamt leikkonunum tveimur. Óumdeilanlegt er að þær tvær eru miklar hæfileikakonur og leika hér á als oddi: spila á ýmis hljóðfæri, syngja og takast að lokum á loft. Persónusköpun þeirra er nákvæm allt frá smámælgi Smára til tómlegs augnaráðs Hannesar. Jón Páll hikar ekki við að hrista upp í sviðsetningunni með uppbrotum og óvæntum uppákomum. En enn og aftur, enn og aftur, er ekki nægilega vel hugsað um handrit sýninga í íslensku atvinnuleikhúsi. Brotakennt á það kannski að vera, líkt og sálarlíf aðalpersónanna, en það er ekki nægilega góð ástæða fyrir óhnýttum endum, ókláraðri persónusköpun og endasleppri niðurstöðu. Endurgerð þeirra á ónefndu atriði úr frægri rómantískri Hollywood-bíómynd er gjörsamlega óborganleg, þó Elma Stefanía Ágústsdóttir fái allt of lítið að gera. Sömuleiðis er ljóðahorn Smára óbærilega fyndið sem og gítarsóló Hannesar sem ætlar engan enda að taka. Kolbeinn Orfeus Eiríksson fær líka einn af bestu bröndurum kvöldins sem er svo óviðeigandi og svakalegur að ekki er hægt að endurtaka á prenti. Í þessum atriðum birtast möguleikarnir sem felast í karakterum Hannesar og Smára, hvernig hægt er að nota drag sem tvíeggja vopn á súran íslenskan veruleika. Leikgervi Árdísar Bjarnþórsdóttur verður að nefna sérstaklega en þau eru sett saman af kostgæfni og fagmennsku. Þess væri þó óskandi að hljóðið hefði verið í sama gæðaflokki en oft var frekar erfitt að heyra orðaskil í söngtextum Úlfanna, sem er algjör synd því þeir eru einn af hápunktum sýningarinnar. Bara ef hárbeittu augnablikin væru fleiri og betur skipulögð. Bara ef handritið væri þéttara og sterkara. Handritið hangir nefnilega varla saman nema á lyginni einni og sviðsverund leikkvennanna, enda eru þær þaulvanar og frábærar í sínum hlutverkum. Textann þyrfti að stytta hressilega og sömuleiðis skrúfa samfélagsádeiluna upp í ellefu. Niðurstaða: Þó nokkur bráðfyndin atriði bjarga ekki gölluðu handriti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. október.
Leikhús Menning Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira