Lekinn ekki sú sprengja sem Trump-liðar vonuðust eftir Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2016 08:45 Vísir/GEtty Leki tölvupósta frá framboði Hillary Clinton virðist ekki hafa verið sú „sprengja“ sem Trump-liðar vonuðust eftir. Meðal þess helsta sem fram hefur komið er að starfsmenn framboðsins urðu þreyttir á framferði Chelsea dóttur Clinton, og kölluðu hana dekraða, Hillary Clinton flutti ræður á Wall Street og bandamenn hennar vonuðust til þess að Donald Trump yrði forsetaefni Repúblikanaflokksins.Wikileaks birtu á dögunum fjöldann allan af tölvupóstum sem þeir segja að séu frá formanni forsetaframboðs Hillary Clinton, John Podesta. Þar má finna ræður sem Clinton flutti fyrir forsvarsmenn fjármálafyrirtækja á Wall Street. Þá virðist einnig sem að starfsmenn Demókrataflokksins hafi lekið spurningum til framboðs Clinton fyrir kappræður hennar við Bernie Sanders. Á vef Quartz er farið yfir það að í eðlilegum heimi myndi gagnaleki sem þessi reynast hverju forsetaframboði mjög erfiður. Svo virðist þó sem að Donald Trump og hans fólk hafi ekki mikinn áhuga á að nýta sér tölvupóstana að fullu. Ummæli Trump frá árinu 2005 um konur hafa verið mest á milli tannanna á fólki og hefur gagnalekinn að nokkru leyti fallið í skuggann af þeim. Hann hélt því þó fram í gær að tölvupóstarnir sýndu fram á að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði starfað með framboði Clinton til að „hylja yfir glæpi hennar“. Hann sagði ráðuneytið hafa veitt starfsmönnum Clinton upplýsingar um rannsókn FBI vegna tölvupósta hennar. Á kosningafundi endurtók Trump að hann myndi skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka Hillary Clinton og sækja hana til saka. Blaðamenn CNN hafa lesið póstana og segja engar sannanir vera fyrir því að ráðuneytið hafi hjálpað Clinton. Tölvupóstarnir sem um ræðir hafi snúið að fyrirspurnum vegna lögsóknar og rannsókna Alríkislögreglunnar hafi ekkert verið rædd. Í ræðum Clinton á Wall Street birtist nokkuð andstæð mynd en hún byggði í baráttu sinni gegn Bernie Sanders í forvali Demókrataflokksins. Þar talaði hún ljúflega um frjáls alþjóðaviðskipti og lækkun atvinnuleysisbóta, svo eitthvað sé nefnt.Brian Fallon, talsmaður framboðs Clinton, deildi við Wikileaks á Twitter í gær þar sem hann sakaði samtökin um að vera munnstykki rússneskra yfirvalda sem séu að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa sakað yfirvöld Rússlands um tölvuárásir og gagnaleka sem ætlað er að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.Podesta hefur nú sakað framboð Trump um að vera í samstarfi með Wikileaks og Rússum. Hann benti á að Roger Stone, einn af helstu bandamönnum Trump, hefði tíst um komandi gagnaleka í ágúst. Hann hefði greinilega verið í samskiptum við forsvarsmenn Wikileaks. „Ég hef verið viðloðinn stjórnmál í nærri því fimm áratugi en þetta er í fyrsta sinn sem ég hef þurft að takast á við rússnesku leyniþjónustuna. Þeir virðast vera að gera allt sem þeir geta fyrir andstæðing okkar,“ sagði Podesta. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Leki tölvupósta frá framboði Hillary Clinton virðist ekki hafa verið sú „sprengja“ sem Trump-liðar vonuðust eftir. Meðal þess helsta sem fram hefur komið er að starfsmenn framboðsins urðu þreyttir á framferði Chelsea dóttur Clinton, og kölluðu hana dekraða, Hillary Clinton flutti ræður á Wall Street og bandamenn hennar vonuðust til þess að Donald Trump yrði forsetaefni Repúblikanaflokksins.Wikileaks birtu á dögunum fjöldann allan af tölvupóstum sem þeir segja að séu frá formanni forsetaframboðs Hillary Clinton, John Podesta. Þar má finna ræður sem Clinton flutti fyrir forsvarsmenn fjármálafyrirtækja á Wall Street. Þá virðist einnig sem að starfsmenn Demókrataflokksins hafi lekið spurningum til framboðs Clinton fyrir kappræður hennar við Bernie Sanders. Á vef Quartz er farið yfir það að í eðlilegum heimi myndi gagnaleki sem þessi reynast hverju forsetaframboði mjög erfiður. Svo virðist þó sem að Donald Trump og hans fólk hafi ekki mikinn áhuga á að nýta sér tölvupóstana að fullu. Ummæli Trump frá árinu 2005 um konur hafa verið mest á milli tannanna á fólki og hefur gagnalekinn að nokkru leyti fallið í skuggann af þeim. Hann hélt því þó fram í gær að tölvupóstarnir sýndu fram á að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði starfað með framboði Clinton til að „hylja yfir glæpi hennar“. Hann sagði ráðuneytið hafa veitt starfsmönnum Clinton upplýsingar um rannsókn FBI vegna tölvupósta hennar. Á kosningafundi endurtók Trump að hann myndi skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka Hillary Clinton og sækja hana til saka. Blaðamenn CNN hafa lesið póstana og segja engar sannanir vera fyrir því að ráðuneytið hafi hjálpað Clinton. Tölvupóstarnir sem um ræðir hafi snúið að fyrirspurnum vegna lögsóknar og rannsókna Alríkislögreglunnar hafi ekkert verið rædd. Í ræðum Clinton á Wall Street birtist nokkuð andstæð mynd en hún byggði í baráttu sinni gegn Bernie Sanders í forvali Demókrataflokksins. Þar talaði hún ljúflega um frjáls alþjóðaviðskipti og lækkun atvinnuleysisbóta, svo eitthvað sé nefnt.Brian Fallon, talsmaður framboðs Clinton, deildi við Wikileaks á Twitter í gær þar sem hann sakaði samtökin um að vera munnstykki rússneskra yfirvalda sem séu að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa sakað yfirvöld Rússlands um tölvuárásir og gagnaleka sem ætlað er að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.Podesta hefur nú sakað framboð Trump um að vera í samstarfi með Wikileaks og Rússum. Hann benti á að Roger Stone, einn af helstu bandamönnum Trump, hefði tíst um komandi gagnaleka í ágúst. Hann hefði greinilega verið í samskiptum við forsvarsmenn Wikileaks. „Ég hef verið viðloðinn stjórnmál í nærri því fimm áratugi en þetta er í fyrsta sinn sem ég hef þurft að takast á við rússnesku leyniþjónustuna. Þeir virðast vera að gera allt sem þeir geta fyrir andstæðing okkar,“ sagði Podesta.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira