Fjórfaldaði fjárfestinguna með sölunni á NOVA Hafliði Helgason skrifar 12. október 2016 06:00 Björgólfur Thor seldi NOVA í liðinni viku. vísir/gva Nova kom eins og stormsveipur inn á íslenskan símamarkað fyrir tæpum áratug. Björgólfur Thor Björgólfsson lagði til hugmyndina og fé til stofnunar félagsins. Eins og gengur voru ekki margir trúaðir á verkefnið í byrjun. Boðið var upp á ókeypis símtöl og margir klóruðu sér í hausnum yfir því hvernig félagið ætti að afla tekna. Nova var fjármagnað af eigandanum Novator frá byrjun sem nú áratug síðar selur félagið í góðu ásigkomulagi fyrir, að því að heimildir herma, um 16 milljarða króna til erlendra fjárfesta.Eins og barnauppeldi „Ég byrjaði sem frumkvöðull þegar við stofnuðum bjórfyrirtækið Bravo í Rússlandi,“ segi Björgólfur Thor og bætir því við að hann hafi með tímanum farið betur og betur að átta sig á því hvar styrkleikar hans liggja og nýta þá. „Ég er bestur í því að fá hugmyndir, finna gott fólk til að vinna með mér í að láta þær verða að veruleika og selja síðan. Ég nota stundum þá líkingu að það að fóstra svona hugmynd er eins og að ala upp barn. Fyrst ósjálfbjarga ungbarn, smábarn síðan ungling og svo einstakling sem er tilbúinn að fara út í lífið. Þá sleppir maður og snýr sér að næsta verkefni.“ Björgólfur segir að á tímabili hafi hann farið í ýmis fjárfestingarverkefni sem byggðu á greiningu verðkennitalna og tækifæra í skráðum fyrirtækjum í fullmótuðum rekstri. Það hafi ekki alltaf gengið vel. Hann hafi því fært sig að því sem honum finnst gaman og það sé að byggja frá grunni.Tekur minnst tíu ár Bjórverksmiðja Bravó var slíkt verkefni og ásamt Nova hefur Björgólfur Thor byggt upp farsímafyrirtæki í Póllandi og í Chile. „Það er merkilegt að í öllum fyrirtækjunum verður til sami kúltúrinn, sama stemning á skrifstofunni. Þessi fyrirtæki eru hvert í sínu heimshorninu, en öll að breyta stöðnuðum mörkuðum. Þetta er kjarninn í því að vera frumkvöðull og því vil ég fylgja umfram allt.“ Hann segir að lykillinn að stemningunni sé að allt byrji þetta á hugmyndavinnu. Fyrst sé að greina hvað hinir séu að gera og finna svo hvernig hægt sé að gera hlutina öðruvísi og betur. Björgólfur Thor segir mikilvægt að átta sig á því að þetta er vegferð sem tekur tíma. „Ég hef verið spurður að því hvert ég muni fara næst og ég svara því að ég viti það ekki, en ég viti að ég þurfi að vanda ákvörðunina vel, því þetta sé tíu ára skuldbinding. Bravo tók tíu ár og Nova tók tíu ár. Það er sennilega lágmarkstími á startup-verkefni.“ Framtakssjóðir (e. Private Equity) horfa oft til fjögurra eða fimm ára mest í sínum fjárfestingum. Novator hefur oft verið skilgreint sem slíkur sjóður, en í tilfelli Novator er tímaramminn yfirleitt rýmri. „Það þýðir að við getum tekið meiri áhættu í upphafi og varið tíma í hugmyndavinnu. Að sama skapi þýðir það að við getum ekki verið að skipta oft um skoðun á stefnunni. Maður verður að trúa á stefnuna og fylgja henni fast eftir.“Við dauðans dyr Hann bætir því við að þó að sýnin sé skýr þurfi alltaf að halda vöku sinni og spyrja sig gagnrýninna spurninga og hafa fólk í kringum sig sem sé óhrætt við að spyrja spurninga. „Ég held að ef einhver lykill sé til að velgengni, þá sé það hæfileikinn til að aðlagast hratt. Ekki það að vera klárastur, sterkastur eða fljótastur.“ Slíkar vegferðir eru ekki án erfiðleika og Björgólfur segir að fyrirtækin eigi það sammerkt að hafa farið í gegnum „near death experience“ og notar þar hugtak sem vísar til sjúklinga sem deyja og eru endurlífgaðir. „Alltaf þegar þetta gerist og útlitið er sem svartast, þá gerist eitthvað. Einhver hugmynd verður til og fyrirtækin verða miklu sterkari á eftir.“Lokaður inni í kofa Björgólfur Thor hefur ekki farið varhluta af efnahagslægðum og efnahagsáföllum í vegferð fyrirtækja sinna. Kreppa skall á með fullum þunga í Rússlandi 1998 og fjármálakreppuna sem reið yfir heiminn og hafði miklar afleiðingar hér á landi þarf ekki að fjölyrða um. „Kreppan 1998 reið Bravo næstum að fullu og sama hér með Nova 2008. Félagið var enn í taprekstri og þurfti meira eigið fé og sama gilti um Play í Póllandi.“ Staða Björgólfs Thors er sterk í dag, en útlitið var dökkt eftir að fjármálakreppan skall á árið 2008. Með stuðningi Deutsche Bank hafði hann keypt aðra hluthafa út úr Actavis árið 2007. Í slíkum viðskiptum reyna bankar að dreifa áhættu sinni með sölu lána til annarra fjármálafyrirtækja. Deutsche Bank tókst ekki að ljúka því áður en allar dyr lokuðust á fjármálamörkuðum. Á þessum tíma var Actavis stærsta einstaka áhætta bankans og mikið í húfi. Björgólfur Thor segist ekki geta hugsað þá hugsun til enda hvernig farið hefði ef Actavis hefði verið skráð á markað þegar óveðrið skall á og rekstraráætlanir brugðust. „Þetta var auðvitað mjög erfitt en eftir á að hyggja var það ekki alslæmt. Það voru hagsmunir okkar og bankans að láta þetta ganga; annaðhvort myndum við deyja saman eða bjarga hvor öðrum. Þetta var eins og að vera lokaður inni í kofa í þrjú ár sem manni finnst auðvitað ekki skemmtilegt, en er betra en að vera úti á víðavangi þegar svona fellibylur gengur yfir.“ Þegar upp var staðið hafði tekist að bjarga fyrirtækinu, bankinn fékk sitt og hann sjálfur stóð sterkur eftir. Deutsche Bank er aftur kominn í vandræði, en af öðrum ástæðum. „Þeir geta ekki kennt mér um í þetta skiptið, ég er búinn að gera upp allar skuldir við þá,“ segir Björgólfur.Björgólfur Thor og Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, geta fagnað góðum árangri.vísir/gvaEnn tækifæri í lyfjum Björgólfur Thor horfir áfram á lyfjageirann. „Ég þekki þann geira mjög vel og marga innan hans. Ég held að það liggi mikil tækifæri þar á næstu árum, einmitt vegna þess hve samþjöppunin hefur verið mikil. Ég er að skoða það og hef þegar stofnað lyfjafyrirtækið Xantis Pharma, með höfuðstöðvar í Sviss. Undirbúningsvinnan er því í fullum gangi, en ég reikna með að stóru skrefin verði tekin á næstu tveimur árum. Þarna er markaðurinn að breytast og þá þarf maður að hugsa hvað það hafi í för með sér og hvernig maður þurfi að hugsa öðruvísi, því þar liggja tækifærin.“ Björgólfur Thor segir að öll reynsla kalli á endurskoðun. Bókarskrif í kjölfar efnahagshrunsins hafi fengið sig til að líta í eigin barm. „Það var einn í tæknideild Nova sem sagði í söluferlinu í áreiðanleikakönnuninni hvað það væri frábært að fara svona í gegnum hlutina og um leið lærði maður hvernig maður hefði viljað gera hlutina öðruvísi. Það sama gildir um það þegar ég fór í gegnum ferilinn í bókarskrifum. Þar sá ég skýrt hvernig ég gerði suma hluti rétt og aðra hefði ég viljað gera öðruvísi eða hreinlega sleppa þeim.“Nenni ekki lengur veseni Hann segir að það hafi verið mikið þroskaferli. „Ég lærði meira um sjálfan mig og svo hef ég líka elst og vonandi þroskast.“ Staðan er orðin góð og þá vaknar spurningin hvers vegna að halda áfram? Hvað drífur menn áfram. „Ég held að þetta snúist um að ögra sér. Eins og skákmeistari leitar að því að finna nýja leiki og verðuga andstæðinga. En ég hef breyst. Fjárfestingarstefnan hefur breyst og í dag spyr ég mig fyrst: Er þetta skemmtilegt verkefni, með skemmtilegu fólki á skemmtilegu svæði? Við eigum takmarkaðan tíma á jörðinni og ég nenni ekki að eyða mínum tíma í leiðinleg verkefni með leiðinlegu fólki og miklu veseni, jafnvel þótt það sé hægt að hagnast á því. Þegar ég var yngri hefði ég tekið slaginn en ekki núna.“ Hann segist horfa meira á tímann sem hann geti varið með fjölskyldunni. „Eignasafnið vex ekki jafn hratt og áður, en það er meðvitað. Það er ekki vegna þess að það séu ekki tækifæri heldur er þetta meðvitað til að hafa meiri balans í lífinu. Ég er með börn á þeim aldri að þau vilja vera með mér og finnst það gaman. Ég veit að eftir tíu ár eða svo skipti ég þau minna máli og þá get ég aftur farið að vinna meira.“Suður-Ameríka í sigti Undanfarið hefur Novator verið í þremur greinum, lyfjageiranum, fjarskiptageiranum og svo í CCP og gagnaveri Verne Holding. Hann segir að jafnvel megi tala um þetta sem tvo geira, heilsu og stafræna veröld. „Ég vil vera á svæðum þar sem hagkerfi er að koma úr niðursveiflu og er að byrja að sýna einkenni þess að þau séu að rétta úr kútnum. Ég hef verið í 25 ár í Austur-Evrópu og mér finnst ég vera búinn með það svæði. Bandaríkin koma ekki til greina. Þar eru allt of margir sem kunna betur það sem ég kann. Þá er eftir Asía, Afríka og Suður-Ameríka. Ég er ekki spenntur fyrir Asíu. Þar er kúltúrinn erfiður og hentar mér ekki og Afríka er erfið, allt of mörg lönd og erfitt að ná stærðarhagkvæmni. Þá er Suður-Ameríka eftir og ég er þegar byrjaður þar með símafélagið Wom í Chile.“ Björgólfur Thor segir að menningin í Suður-Ameríku minni sig um margt á Austur-Evrópu. Margt sé líkt með Suður-Evrópu, Austur-Evrópu og Suður-Ameríku. „Þetta er spennandi svæði sem er að koma út úr erfiðu tímabili. Gallinn er að það er langt að fara til að heimsækja fyrirtækin.“ Í kjarna samstarfsmanna Björgólfs Thors í Novator eru ekki margir. Starfsmenn eru innan við tuttugu og hafa unnið lengi saman. „Ég var um tíma kominn með þrjár hæðir í London, þar sem við bættum við fólki með fjölgun verkefna. Maður réð fólk til að ráða við fleiri tækifæri og svo þurfti maður að finna fleiri tækifæri svo allir hefðu nóg að gera. Þetta var vítahringur. Nú er ég með þak á fjöldanum og vil ekki fara yfir tuttugu. Ef við ráðum ekki við verkefnin með þessum fjölda þá segi ég að við skulum frekar sleppa þeim og einbeita okkur að færri verkefnum.“ Björgólfur Thor segist afar ánægður með að erlendir fjárfestar hafi keypt félagið. „Þegar maður stofnar fyrirtæki og elur það upp er manni ekki sama hvert það fer. Þetta verður eins og barnið manns. Nova er fyrirtæki fólksins. Það hefur stuðlað að verðlækkun á fjarskiptamarkaði og margoft verið kosið vinsælasta fyrirtækið. Ég vil tryggja að það verði áfram þessi fríski leikmaður á markaðnum. Ég held að ef það hefði farið í svipað eignarhald og stór fyrirtæki á Íslandi, þá væri meiri hætta á að það staðnaði og færi í sama far og hinir.“Til Íslands úr vinnunni Hópmálsókn á hendur Björgólfi Thor var vísað frá í Hæstarétti í febrúar. Björgólfur segist þekkja þá menn, sem standi á bak við málsóknina. „Það er alveg á hreinu að þeir eru ekkert að fara að hætta þessari vitleysu. Ég get ekkert gert við slíkri þráhyggju, ég verð bara að láta þetta yfir mig ganga. Þetta eru minni háttar óþægindi og ég velti þessu nú ekkert mikið fyrir mér. Ég vil einbeita mér að því að byggja upp fyrirtæki og skapa störf.“ Við söluna á Nova hefur Björgólfur Thor sagt að hann hyggist ekki nota afraksturinn til fjárfestingar hérlendis. Sér hann þá ekki tækifæri hér? „Hér eru örugglega mörg tækifæri, bara ekki fyrir mig. Ég er mjög ánægður með að erlendir fjárfestar skuli hafa keypt Nova og ég vona að við fáum fleiri erlenda fjárfesta inn í verkefni hérlendis og stækki kerfið. Við erum lítil og einsleit og stutt á milli allra og mikil innri vensl. Ég þrífst ekki vel í því. Ég lít svo á að allur heimurinn sé undir í mínum fjárfestingum. Á Íslandi vil ég fjárfesta í ferðalögum, góðum mat og því að njóta landsins. Ég elska Ísland og Íslendinga en ég vil koma hingað úr vinnunni en ekki í hana.“Viðtalið birtist fyrst í Markaðnum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Björgólfur selur Nova Bandarískt eignastýringarfyrirtæki kaupir Nova. 7. október 2016 12:30 Björgólfur Thor: „Margir reyndu að svelta okkur“ Kaupverðið á Nova er trúnaðarmál, en samkvæmt heimildum er verðmiðinn um sextán milljarðar króna. 10. október 2016 16:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Nova kom eins og stormsveipur inn á íslenskan símamarkað fyrir tæpum áratug. Björgólfur Thor Björgólfsson lagði til hugmyndina og fé til stofnunar félagsins. Eins og gengur voru ekki margir trúaðir á verkefnið í byrjun. Boðið var upp á ókeypis símtöl og margir klóruðu sér í hausnum yfir því hvernig félagið ætti að afla tekna. Nova var fjármagnað af eigandanum Novator frá byrjun sem nú áratug síðar selur félagið í góðu ásigkomulagi fyrir, að því að heimildir herma, um 16 milljarða króna til erlendra fjárfesta.Eins og barnauppeldi „Ég byrjaði sem frumkvöðull þegar við stofnuðum bjórfyrirtækið Bravo í Rússlandi,“ segi Björgólfur Thor og bætir því við að hann hafi með tímanum farið betur og betur að átta sig á því hvar styrkleikar hans liggja og nýta þá. „Ég er bestur í því að fá hugmyndir, finna gott fólk til að vinna með mér í að láta þær verða að veruleika og selja síðan. Ég nota stundum þá líkingu að það að fóstra svona hugmynd er eins og að ala upp barn. Fyrst ósjálfbjarga ungbarn, smábarn síðan ungling og svo einstakling sem er tilbúinn að fara út í lífið. Þá sleppir maður og snýr sér að næsta verkefni.“ Björgólfur segir að á tímabili hafi hann farið í ýmis fjárfestingarverkefni sem byggðu á greiningu verðkennitalna og tækifæra í skráðum fyrirtækjum í fullmótuðum rekstri. Það hafi ekki alltaf gengið vel. Hann hafi því fært sig að því sem honum finnst gaman og það sé að byggja frá grunni.Tekur minnst tíu ár Bjórverksmiðja Bravó var slíkt verkefni og ásamt Nova hefur Björgólfur Thor byggt upp farsímafyrirtæki í Póllandi og í Chile. „Það er merkilegt að í öllum fyrirtækjunum verður til sami kúltúrinn, sama stemning á skrifstofunni. Þessi fyrirtæki eru hvert í sínu heimshorninu, en öll að breyta stöðnuðum mörkuðum. Þetta er kjarninn í því að vera frumkvöðull og því vil ég fylgja umfram allt.“ Hann segir að lykillinn að stemningunni sé að allt byrji þetta á hugmyndavinnu. Fyrst sé að greina hvað hinir séu að gera og finna svo hvernig hægt sé að gera hlutina öðruvísi og betur. Björgólfur Thor segir mikilvægt að átta sig á því að þetta er vegferð sem tekur tíma. „Ég hef verið spurður að því hvert ég muni fara næst og ég svara því að ég viti það ekki, en ég viti að ég þurfi að vanda ákvörðunina vel, því þetta sé tíu ára skuldbinding. Bravo tók tíu ár og Nova tók tíu ár. Það er sennilega lágmarkstími á startup-verkefni.“ Framtakssjóðir (e. Private Equity) horfa oft til fjögurra eða fimm ára mest í sínum fjárfestingum. Novator hefur oft verið skilgreint sem slíkur sjóður, en í tilfelli Novator er tímaramminn yfirleitt rýmri. „Það þýðir að við getum tekið meiri áhættu í upphafi og varið tíma í hugmyndavinnu. Að sama skapi þýðir það að við getum ekki verið að skipta oft um skoðun á stefnunni. Maður verður að trúa á stefnuna og fylgja henni fast eftir.“Við dauðans dyr Hann bætir því við að þó að sýnin sé skýr þurfi alltaf að halda vöku sinni og spyrja sig gagnrýninna spurninga og hafa fólk í kringum sig sem sé óhrætt við að spyrja spurninga. „Ég held að ef einhver lykill sé til að velgengni, þá sé það hæfileikinn til að aðlagast hratt. Ekki það að vera klárastur, sterkastur eða fljótastur.“ Slíkar vegferðir eru ekki án erfiðleika og Björgólfur segir að fyrirtækin eigi það sammerkt að hafa farið í gegnum „near death experience“ og notar þar hugtak sem vísar til sjúklinga sem deyja og eru endurlífgaðir. „Alltaf þegar þetta gerist og útlitið er sem svartast, þá gerist eitthvað. Einhver hugmynd verður til og fyrirtækin verða miklu sterkari á eftir.“Lokaður inni í kofa Björgólfur Thor hefur ekki farið varhluta af efnahagslægðum og efnahagsáföllum í vegferð fyrirtækja sinna. Kreppa skall á með fullum þunga í Rússlandi 1998 og fjármálakreppuna sem reið yfir heiminn og hafði miklar afleiðingar hér á landi þarf ekki að fjölyrða um. „Kreppan 1998 reið Bravo næstum að fullu og sama hér með Nova 2008. Félagið var enn í taprekstri og þurfti meira eigið fé og sama gilti um Play í Póllandi.“ Staða Björgólfs Thors er sterk í dag, en útlitið var dökkt eftir að fjármálakreppan skall á árið 2008. Með stuðningi Deutsche Bank hafði hann keypt aðra hluthafa út úr Actavis árið 2007. Í slíkum viðskiptum reyna bankar að dreifa áhættu sinni með sölu lána til annarra fjármálafyrirtækja. Deutsche Bank tókst ekki að ljúka því áður en allar dyr lokuðust á fjármálamörkuðum. Á þessum tíma var Actavis stærsta einstaka áhætta bankans og mikið í húfi. Björgólfur Thor segist ekki geta hugsað þá hugsun til enda hvernig farið hefði ef Actavis hefði verið skráð á markað þegar óveðrið skall á og rekstraráætlanir brugðust. „Þetta var auðvitað mjög erfitt en eftir á að hyggja var það ekki alslæmt. Það voru hagsmunir okkar og bankans að láta þetta ganga; annaðhvort myndum við deyja saman eða bjarga hvor öðrum. Þetta var eins og að vera lokaður inni í kofa í þrjú ár sem manni finnst auðvitað ekki skemmtilegt, en er betra en að vera úti á víðavangi þegar svona fellibylur gengur yfir.“ Þegar upp var staðið hafði tekist að bjarga fyrirtækinu, bankinn fékk sitt og hann sjálfur stóð sterkur eftir. Deutsche Bank er aftur kominn í vandræði, en af öðrum ástæðum. „Þeir geta ekki kennt mér um í þetta skiptið, ég er búinn að gera upp allar skuldir við þá,“ segir Björgólfur.Björgólfur Thor og Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, geta fagnað góðum árangri.vísir/gvaEnn tækifæri í lyfjum Björgólfur Thor horfir áfram á lyfjageirann. „Ég þekki þann geira mjög vel og marga innan hans. Ég held að það liggi mikil tækifæri þar á næstu árum, einmitt vegna þess hve samþjöppunin hefur verið mikil. Ég er að skoða það og hef þegar stofnað lyfjafyrirtækið Xantis Pharma, með höfuðstöðvar í Sviss. Undirbúningsvinnan er því í fullum gangi, en ég reikna með að stóru skrefin verði tekin á næstu tveimur árum. Þarna er markaðurinn að breytast og þá þarf maður að hugsa hvað það hafi í för með sér og hvernig maður þurfi að hugsa öðruvísi, því þar liggja tækifærin.“ Björgólfur Thor segir að öll reynsla kalli á endurskoðun. Bókarskrif í kjölfar efnahagshrunsins hafi fengið sig til að líta í eigin barm. „Það var einn í tæknideild Nova sem sagði í söluferlinu í áreiðanleikakönnuninni hvað það væri frábært að fara svona í gegnum hlutina og um leið lærði maður hvernig maður hefði viljað gera hlutina öðruvísi. Það sama gildir um það þegar ég fór í gegnum ferilinn í bókarskrifum. Þar sá ég skýrt hvernig ég gerði suma hluti rétt og aðra hefði ég viljað gera öðruvísi eða hreinlega sleppa þeim.“Nenni ekki lengur veseni Hann segir að það hafi verið mikið þroskaferli. „Ég lærði meira um sjálfan mig og svo hef ég líka elst og vonandi þroskast.“ Staðan er orðin góð og þá vaknar spurningin hvers vegna að halda áfram? Hvað drífur menn áfram. „Ég held að þetta snúist um að ögra sér. Eins og skákmeistari leitar að því að finna nýja leiki og verðuga andstæðinga. En ég hef breyst. Fjárfestingarstefnan hefur breyst og í dag spyr ég mig fyrst: Er þetta skemmtilegt verkefni, með skemmtilegu fólki á skemmtilegu svæði? Við eigum takmarkaðan tíma á jörðinni og ég nenni ekki að eyða mínum tíma í leiðinleg verkefni með leiðinlegu fólki og miklu veseni, jafnvel þótt það sé hægt að hagnast á því. Þegar ég var yngri hefði ég tekið slaginn en ekki núna.“ Hann segist horfa meira á tímann sem hann geti varið með fjölskyldunni. „Eignasafnið vex ekki jafn hratt og áður, en það er meðvitað. Það er ekki vegna þess að það séu ekki tækifæri heldur er þetta meðvitað til að hafa meiri balans í lífinu. Ég er með börn á þeim aldri að þau vilja vera með mér og finnst það gaman. Ég veit að eftir tíu ár eða svo skipti ég þau minna máli og þá get ég aftur farið að vinna meira.“Suður-Ameríka í sigti Undanfarið hefur Novator verið í þremur greinum, lyfjageiranum, fjarskiptageiranum og svo í CCP og gagnaveri Verne Holding. Hann segir að jafnvel megi tala um þetta sem tvo geira, heilsu og stafræna veröld. „Ég vil vera á svæðum þar sem hagkerfi er að koma úr niðursveiflu og er að byrja að sýna einkenni þess að þau séu að rétta úr kútnum. Ég hef verið í 25 ár í Austur-Evrópu og mér finnst ég vera búinn með það svæði. Bandaríkin koma ekki til greina. Þar eru allt of margir sem kunna betur það sem ég kann. Þá er eftir Asía, Afríka og Suður-Ameríka. Ég er ekki spenntur fyrir Asíu. Þar er kúltúrinn erfiður og hentar mér ekki og Afríka er erfið, allt of mörg lönd og erfitt að ná stærðarhagkvæmni. Þá er Suður-Ameríka eftir og ég er þegar byrjaður þar með símafélagið Wom í Chile.“ Björgólfur Thor segir að menningin í Suður-Ameríku minni sig um margt á Austur-Evrópu. Margt sé líkt með Suður-Evrópu, Austur-Evrópu og Suður-Ameríku. „Þetta er spennandi svæði sem er að koma út úr erfiðu tímabili. Gallinn er að það er langt að fara til að heimsækja fyrirtækin.“ Í kjarna samstarfsmanna Björgólfs Thors í Novator eru ekki margir. Starfsmenn eru innan við tuttugu og hafa unnið lengi saman. „Ég var um tíma kominn með þrjár hæðir í London, þar sem við bættum við fólki með fjölgun verkefna. Maður réð fólk til að ráða við fleiri tækifæri og svo þurfti maður að finna fleiri tækifæri svo allir hefðu nóg að gera. Þetta var vítahringur. Nú er ég með þak á fjöldanum og vil ekki fara yfir tuttugu. Ef við ráðum ekki við verkefnin með þessum fjölda þá segi ég að við skulum frekar sleppa þeim og einbeita okkur að færri verkefnum.“ Björgólfur Thor segist afar ánægður með að erlendir fjárfestar hafi keypt félagið. „Þegar maður stofnar fyrirtæki og elur það upp er manni ekki sama hvert það fer. Þetta verður eins og barnið manns. Nova er fyrirtæki fólksins. Það hefur stuðlað að verðlækkun á fjarskiptamarkaði og margoft verið kosið vinsælasta fyrirtækið. Ég vil tryggja að það verði áfram þessi fríski leikmaður á markaðnum. Ég held að ef það hefði farið í svipað eignarhald og stór fyrirtæki á Íslandi, þá væri meiri hætta á að það staðnaði og færi í sama far og hinir.“Til Íslands úr vinnunni Hópmálsókn á hendur Björgólfi Thor var vísað frá í Hæstarétti í febrúar. Björgólfur segist þekkja þá menn, sem standi á bak við málsóknina. „Það er alveg á hreinu að þeir eru ekkert að fara að hætta þessari vitleysu. Ég get ekkert gert við slíkri þráhyggju, ég verð bara að láta þetta yfir mig ganga. Þetta eru minni háttar óþægindi og ég velti þessu nú ekkert mikið fyrir mér. Ég vil einbeita mér að því að byggja upp fyrirtæki og skapa störf.“ Við söluna á Nova hefur Björgólfur Thor sagt að hann hyggist ekki nota afraksturinn til fjárfestingar hérlendis. Sér hann þá ekki tækifæri hér? „Hér eru örugglega mörg tækifæri, bara ekki fyrir mig. Ég er mjög ánægður með að erlendir fjárfestar skuli hafa keypt Nova og ég vona að við fáum fleiri erlenda fjárfesta inn í verkefni hérlendis og stækki kerfið. Við erum lítil og einsleit og stutt á milli allra og mikil innri vensl. Ég þrífst ekki vel í því. Ég lít svo á að allur heimurinn sé undir í mínum fjárfestingum. Á Íslandi vil ég fjárfesta í ferðalögum, góðum mat og því að njóta landsins. Ég elska Ísland og Íslendinga en ég vil koma hingað úr vinnunni en ekki í hana.“Viðtalið birtist fyrst í Markaðnum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Björgólfur selur Nova Bandarískt eignastýringarfyrirtæki kaupir Nova. 7. október 2016 12:30 Björgólfur Thor: „Margir reyndu að svelta okkur“ Kaupverðið á Nova er trúnaðarmál, en samkvæmt heimildum er verðmiðinn um sextán milljarðar króna. 10. október 2016 16:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Björgólfur Thor: „Margir reyndu að svelta okkur“ Kaupverðið á Nova er trúnaðarmál, en samkvæmt heimildum er verðmiðinn um sextán milljarðar króna. 10. október 2016 16:30