Lífið

Sjáðu afmælisþátt Stöðvar 2: Hlátursköst, skemmtilegar sögur og þátturinn fór langt fram úr áætlun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frábær skemmtun í beinni á sunnudagskvöldið.
Frábær skemmtun í beinni á sunnudagskvöldið. vísir/pétur fjeldsted
Á sunnudaginn voru þrjátíu ár síðan Stöð 2 hóf útsendingar. Sérstakur afmælisþáttur stöðvarinnar var því á dagskrá um kvöldið og stjórnaði Logi Bergmann Eiðsson veislunni.

Þátturinn var í opinni dagskrá og heppnaðist einstaklega vel. Gestir þáttarins voru allir tengdir Stöð 2 með einum eða öðrum hætti og má meðal annars nefna Pál Magnússon, Eddu Andrésdóttur, Helgu Brögu, Sigurjón Kjartansson, Pétur Jóhann, Sveppa, Steinda Jr., Auðunn Blöndal, Emmsjé Gauta, Eddu Björg, Örn Árnason, Gumma Ben, Sigrúnu Ósk, Lóu Pind, Kristján Má og marga fleiri.

Þátturinn var vel yfir tvær klukkustundir og fór Logi vel framyfir dagskrá Stöðvar 2.  Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.

Hér að neðan má sjá ljósmyndir sem Pétur Fjeldsted tók á sunnudagskvöldið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×