BBC birti nýverið stiklu fyrir Planet Earth 2 og er óhætt að segja að hún sé mjög flott. Undir stiklunni ómar lagið Hoppípolla eftir Sigur Rós.
Samkvæmt Independent voru þættirnir teknir upp á fjögurra ára tímabili í 64 löndum. Framleiðendurnir notuðust við nýjasta nýtt í háskerputækni til að gera upplifunina sem besta fyrir áhorfendur.