Setti BMW-ástina inn í óviðrinu Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2016 16:54 BMW M3 bíllinn rétt komst inn um tvöfalda útidyrahurðina. Margir íbúar Flórída-ríkis í Bandaríkjunum undirbjuggu sig vel er áður en fellibylurinn Matthías gekk á land þar og hér sést einn þeirra. Hann var ekki einn af þeim sem þurfti að yfirgefa heimili sitt, en hann gekk frá hlutunum þannig að sem minnst tjón yrði af storminum. Hann brá til þess ráðs að aka bíl sínum, sem honum þykir greinilega mjög vænt um, inn í forstofuna á heimili sínu og þar voru þeir báðir í góðu yfirlæti uns storminum linnti. Það fylgir sögunni að eigandanum, Randy Jalilsup, hafi ekki þótt félagsskapurinn slæmur, enda er bíll hans af gerðinni BMW M3 (E30). Ekki fyrir nokkurn mun mátti hann til þess hugsa að bíll hans yrði fyrir skemmdum og því brá hann á þetta þjóðráð. Bíllinn er svo til eins breiður og tvöföld útidyrahurðin á húsi Randy, en hann komst þó inn samt og naut hann þess að eiga nótt með bílinn inni hjá sér og átti með honum rómantískan morgunverð þar sem Cherioos var á boðstólum, eins og sést á myndinni hér að neðan.Rómantískur morgunverður með BMW M3. Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent
Margir íbúar Flórída-ríkis í Bandaríkjunum undirbjuggu sig vel er áður en fellibylurinn Matthías gekk á land þar og hér sést einn þeirra. Hann var ekki einn af þeim sem þurfti að yfirgefa heimili sitt, en hann gekk frá hlutunum þannig að sem minnst tjón yrði af storminum. Hann brá til þess ráðs að aka bíl sínum, sem honum þykir greinilega mjög vænt um, inn í forstofuna á heimili sínu og þar voru þeir báðir í góðu yfirlæti uns storminum linnti. Það fylgir sögunni að eigandanum, Randy Jalilsup, hafi ekki þótt félagsskapurinn slæmur, enda er bíll hans af gerðinni BMW M3 (E30). Ekki fyrir nokkurn mun mátti hann til þess hugsa að bíll hans yrði fyrir skemmdum og því brá hann á þetta þjóðráð. Bíllinn er svo til eins breiður og tvöföld útidyrahurðin á húsi Randy, en hann komst þó inn samt og naut hann þess að eiga nótt með bílinn inni hjá sér og átti með honum rómantískan morgunverð þar sem Cherioos var á boðstólum, eins og sést á myndinni hér að neðan.Rómantískur morgunverður með BMW M3.
Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent