Hannes Þór Halldórsson hélt hreinu í 2-0 sigri Randers á Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrn í dag.
Mikael Ishak kom Randers yfir á 25. mínútu áður en Marvin Pourie, fyrrum leikmaður dönsku meistarana í FCK, tvöfaldaði forystuna eftir hlé.
Ólafur Kristjánsson þjálfar lið Randers sem situr í fjórða sæti deildarinnar með 26 stig, en bæði Midtjylland og Bröndby sem eru í sætunum fyrir ofan eru einnig með 26 stig.
Arnór Ingvi Traustason spilaði síðasta hálftímann þegar Rapid Vín avnn 2-1 sigur á Admira Moedling í austurrísku úrvalsdeildinni.
rapid er í fimmta sæti deildarinnar með 20 stig, níu stigum á eftir toppliði Sturm Graz sem á leik til góða.
Fótbolti