Stefnt að endurgerð Rambo Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2016 09:58 Rambo í Rambo: First Blood Part II. Unnið er að því að endurræsa kvikmyndaseríuna um hetjuna Rambo, án aðkomu Sylvester Stallone. Framleiðslufyrirtækið Nu Image/Millenium Films er sagt vera að leita að ungum leikara fyrir hlutverk stríðshetju sem hyggur á hefndir. Verkefnið ber nafnið Rambo: New Blood og verður henni leikstýrt af Ariel Vromen. Samkvæmt heimildum Hollywood Reporter verður hinn nýi Rambo líkari ofurnjósnaranum breska James Bond, en eins manns hernum John Rambo úr gömlu myndunum. Frekari upplýsingar um söguþráð myndarinnar liggja ekki fyrir.Rambo: First Blood kom út árið 1982 og skartaði Silvester Stallone í aðalhlutverki þar sem hann lék John Rambo. Sá var nýkominn heim til Bandaríkjanna eftir Víetnamstríðið og komst upp á kant við lögin í smábæ í Bandaríkjunum.Rambo: First Blood Part II kom út árið 1985. Þar náði John Rambo fram hefndum gegn fyrrum óvinum sínum í Víetnam og Rússum. Fyrri myndin fjallaði að miklu leyti um vandræði fyrrum hermanna í Víetnam þegar þeir sneru aftur heim en sú síðari var hasarmynd í gegn. First Blood Part II sló í gegn í kvikmyndahúsum og gerði Rambo að heimsþekktum karakter.Rambo III, sem kom út árið 1988 gekk ekki jafn vel meðal áhorfenda. Rambo var í dvala í tuttugu ár eða þangað til Sylvester Stallone endurvakti hann árið 2008 með myndinni Rambo. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Unnið er að því að endurræsa kvikmyndaseríuna um hetjuna Rambo, án aðkomu Sylvester Stallone. Framleiðslufyrirtækið Nu Image/Millenium Films er sagt vera að leita að ungum leikara fyrir hlutverk stríðshetju sem hyggur á hefndir. Verkefnið ber nafnið Rambo: New Blood og verður henni leikstýrt af Ariel Vromen. Samkvæmt heimildum Hollywood Reporter verður hinn nýi Rambo líkari ofurnjósnaranum breska James Bond, en eins manns hernum John Rambo úr gömlu myndunum. Frekari upplýsingar um söguþráð myndarinnar liggja ekki fyrir.Rambo: First Blood kom út árið 1982 og skartaði Silvester Stallone í aðalhlutverki þar sem hann lék John Rambo. Sá var nýkominn heim til Bandaríkjanna eftir Víetnamstríðið og komst upp á kant við lögin í smábæ í Bandaríkjunum.Rambo: First Blood Part II kom út árið 1985. Þar náði John Rambo fram hefndum gegn fyrrum óvinum sínum í Víetnam og Rússum. Fyrri myndin fjallaði að miklu leyti um vandræði fyrrum hermanna í Víetnam þegar þeir sneru aftur heim en sú síðari var hasarmynd í gegn. First Blood Part II sló í gegn í kvikmyndahúsum og gerði Rambo að heimsþekktum karakter.Rambo III, sem kom út árið 1988 gekk ekki jafn vel meðal áhorfenda. Rambo var í dvala í tuttugu ár eða þangað til Sylvester Stallone endurvakti hann árið 2008 með myndinni Rambo.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira