Duterte segist hættur að nota blótsyrði eftir samtal við guð 28. október 2016 08:25 Rodrigo Duterte. Vísir/AFP Hinn umdeildi forseti Filippseyja Rodrigo Duterte er enn á ný kominn í heimsfréttirnar fyrir undarleg ummæli á opinberum vettvangi. Duterte kom um daginn til heimaborgar sinnar Davao eftir flugferð frá Japan. Við lendingu lýsti hann því yfir að hann væri algjörlega hættur að nota blótsyrði, en hingað til hefur hann ekki vílað fyrir sér að kalla menn öllum illum nöfnum úr ræðustól og til að mynda hefur hann kallað sjálfan páfann tíkarson. Duterte heldur því hins vegar fram að sjálfur guð hafi birst sér í flugvélinni og hótaðþví að ef hann myndi ekki skrúfa fyrir fúkyrðaflauminn myndi flugvélin hrapa. Duterte segist því ekki hafa átt neinn annan leik í stöðunni en að lofa guði að hætta blótsyrðum. Páfinn í Róm er ekki sá eini sem hefur lent í filippseyska forsetanum. Hann hefur einnig kallað Obama Bandaríkjaforseta hóruson, kallað Evrópusambandið hóp hræsnara og þá hefur hann hótaðþví að draga Filippseyjar út úr Sameinuðu þjóðunum. Þessir aðilar eiga það allir sameiginlegt að hafa gagnrýnt Duterte harðlega fyrir hið blóðuga stríð gegn fíkniefnasölum sem hann hóf um leið og hann tók við embætti. Talið er að þúsundir grunaðra fíkniefnasala hafi verið teknir af lífi án dóms og laga síðustu misseri í landinu. Tengdar fréttir Hættur við að slíta pólitískum tengslum við Bandaríkin Rodrigo Duterte forseti Filippseyja tók til baka þá tilkynningu sína að hann hygðist slíta pólitísk tengsl við Bandaríkin. 22. október 2016 16:44 Sáttur með Hitler-líkingu Mannréttindasamtök hafa furðað sig á ummælum Rodrigos Duterte, forseta Filippseyja, sem stærir sig af því að láta drepa fíkniefnaneytendur og hefur ekkert á móti því að sér sé líkt við Hitler. 1. október 2016 07:00 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26 Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Hinn umdeildi forseti Filippseyja Rodrigo Duterte er enn á ný kominn í heimsfréttirnar fyrir undarleg ummæli á opinberum vettvangi. Duterte kom um daginn til heimaborgar sinnar Davao eftir flugferð frá Japan. Við lendingu lýsti hann því yfir að hann væri algjörlega hættur að nota blótsyrði, en hingað til hefur hann ekki vílað fyrir sér að kalla menn öllum illum nöfnum úr ræðustól og til að mynda hefur hann kallað sjálfan páfann tíkarson. Duterte heldur því hins vegar fram að sjálfur guð hafi birst sér í flugvélinni og hótaðþví að ef hann myndi ekki skrúfa fyrir fúkyrðaflauminn myndi flugvélin hrapa. Duterte segist því ekki hafa átt neinn annan leik í stöðunni en að lofa guði að hætta blótsyrðum. Páfinn í Róm er ekki sá eini sem hefur lent í filippseyska forsetanum. Hann hefur einnig kallað Obama Bandaríkjaforseta hóruson, kallað Evrópusambandið hóp hræsnara og þá hefur hann hótaðþví að draga Filippseyjar út úr Sameinuðu þjóðunum. Þessir aðilar eiga það allir sameiginlegt að hafa gagnrýnt Duterte harðlega fyrir hið blóðuga stríð gegn fíkniefnasölum sem hann hóf um leið og hann tók við embætti. Talið er að þúsundir grunaðra fíkniefnasala hafi verið teknir af lífi án dóms og laga síðustu misseri í landinu.
Tengdar fréttir Hættur við að slíta pólitískum tengslum við Bandaríkin Rodrigo Duterte forseti Filippseyja tók til baka þá tilkynningu sína að hann hygðist slíta pólitísk tengsl við Bandaríkin. 22. október 2016 16:44 Sáttur með Hitler-líkingu Mannréttindasamtök hafa furðað sig á ummælum Rodrigos Duterte, forseta Filippseyja, sem stærir sig af því að láta drepa fíkniefnaneytendur og hefur ekkert á móti því að sér sé líkt við Hitler. 1. október 2016 07:00 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26 Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Hættur við að slíta pólitískum tengslum við Bandaríkin Rodrigo Duterte forseti Filippseyja tók til baka þá tilkynningu sína að hann hygðist slíta pólitísk tengsl við Bandaríkin. 22. október 2016 16:44
Sáttur með Hitler-líkingu Mannréttindasamtök hafa furðað sig á ummælum Rodrigos Duterte, forseta Filippseyja, sem stærir sig af því að láta drepa fíkniefnaneytendur og hefur ekkert á móti því að sér sé líkt við Hitler. 1. október 2016 07:00
Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26
Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40