Bandaríski tæknirisinn Apple kynnti nýjustu vörur sínar á sérstakri kynningu fyrr í dag. Macbook Pro fartölva Apple fékk andlitslyftingu í fyrsta sinn í fjögur ár.
Apple kynnti til leiks LED snertiskjár liggur yfir lyklaborðinu þar sem F-takkarnir hafa hingað til verið staðsettir. Snertiskjárinn nefnist Touchbar og bregst hann við því hvað verið er að gera í tölvunni hverju sinni líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan en meðal þess sem hægt verður að nálgast hverju sinni eru emoji tákn.
Þá er fingrafaraskanni á snertiskjánum þannig að hægt verður að læsa og aflæsa tölvunni með fingrafari. Ýmsu öðri hefur verið bætt við en allt það helsta má sjá í myndbandinu hér að neðan.