Góður jarðvegur fyrir hrylling á Íslandi Una Sighvatsdóttir skrifar 27. október 2016 20:00 Erlingur Óttar Thoroddsen kvikmyndagerðarmaður boðar fleiri íslenskar hrollvekjur í framtíðinni. Hrollvekjan Child Eater er fyrsta íslenska kvikmyndin sem framleidd er alfarið í Bandaríkjunum. Handritshöfundur og leikstjóri er einn og sami maðurinn, Erlingur Óttar Thoroddsen. Erlingur nam kvikmyndagerð við Columbia háskóla í New York en þetta er fyrsta myndin hans í fullri lengd. „Það er mjög erfitt að gera óháða mynd, en galdurinn er að vera ákveðinn og duglegur í því að fá fólk með sér. Þetta er eitthvað sem maður gerir ekki einn,“ segir Erlingur. Að gerð hennar myndarinnar kom fjöldi Íslendinga. Þótt leikarar og tökulið séu Bandarísk rennur því íslenskt blóð um æðar myndarinnar, að sögn Erlings.Stikluna úr Child Eater má sjá hér að neðan:Endurgerði stuttmyndina í fullri lengd Child Eater var upphaflega stuttmynd sem gekk svo vel að Erlingur ákvað að endurgera hana í fullri lengd. Sama aðalleikona, Cait Bliss, er í báðum útgáfum og hún er hér á landi til að kynna myndina. Cait segir það hafa verið frábæra reynslu að fá að umbreyta stuttmynd í fulla lengd. „Það er eitthvað sem mann langar alltaf að fá að gera en fær sjaldan tækifæri til þess. Með þessu fékk ég að kafa miklu dýpra í karakterinn en í stuttmyndinni. Það var spennandi að taka það sem var í raun beinagrind og gera það að fullsköpuðu, lifandi sköpunarverki," segir Cait.Étur börn eins og Grýla Myndin var heimsfrumsýnd í New York fyrir 10 dögum og hefur fengið góðar viðtökur í hryllingsheiminum. Framundan eru kvikmyndahátíðir í Skandinavíu og Suður-Ameríku, en Erlingur, sem býr í Bandaríkjunum segir sérlega gaman að koma með myndina til Íslands. Hér sé góður jarðvegur fyrir hrylling, ekki síst í skammdeginu. „Mér hefur alltaf fundist pínu furðulegt að það sé ekki meira gert af hrollvekjum á Íslandi. Og þó þessi sé amerísk þá er barnaætan í myndinni mjög undir áhrifum frá Grýlu og öllum þessum sögum. Ég reyndi að fara aftur í þennan sagnabanka, hvað var það sem hræddi mig, þegar ég var lítill.Hræðileg skemmtun Önnur, alíslensk hrollvekja er í burðarliðnum hjá Erlingi. Sú ber heitið Rökkur og var tekin hér á landi í vor en verður frumsýnd á næsta ári. Hann hlakkar til að sjá viðbrögð íslenskra áhorfenda við Child Eater, sem er frumsýnd í Bíó Paradís á morgun, á sjálfri Hrekkjavökunni. Raunar segir hann myndina, sem er gerð í anda hinna klassísku hryllingsmynda 9. áratugarins, vera týpíska hrekkjavökumynd. „Af því að hrekkjavaka snýst ekki bara um að láta hræða sig heldur líka skemmta sér og það var það sem við höfðum bak við eyrað þegar við gerðum myndina. Hún er ognvekjandi og við vonum að fólk öskri og verði hrætt en hún er líka skemmtileg, pínu eins og rússíbanareið.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hrollvekjan Child Eater er fyrsta íslenska kvikmyndin sem framleidd er alfarið í Bandaríkjunum. Handritshöfundur og leikstjóri er einn og sami maðurinn, Erlingur Óttar Thoroddsen. Erlingur nam kvikmyndagerð við Columbia háskóla í New York en þetta er fyrsta myndin hans í fullri lengd. „Það er mjög erfitt að gera óháða mynd, en galdurinn er að vera ákveðinn og duglegur í því að fá fólk með sér. Þetta er eitthvað sem maður gerir ekki einn,“ segir Erlingur. Að gerð hennar myndarinnar kom fjöldi Íslendinga. Þótt leikarar og tökulið séu Bandarísk rennur því íslenskt blóð um æðar myndarinnar, að sögn Erlings.Stikluna úr Child Eater má sjá hér að neðan:Endurgerði stuttmyndina í fullri lengd Child Eater var upphaflega stuttmynd sem gekk svo vel að Erlingur ákvað að endurgera hana í fullri lengd. Sama aðalleikona, Cait Bliss, er í báðum útgáfum og hún er hér á landi til að kynna myndina. Cait segir það hafa verið frábæra reynslu að fá að umbreyta stuttmynd í fulla lengd. „Það er eitthvað sem mann langar alltaf að fá að gera en fær sjaldan tækifæri til þess. Með þessu fékk ég að kafa miklu dýpra í karakterinn en í stuttmyndinni. Það var spennandi að taka það sem var í raun beinagrind og gera það að fullsköpuðu, lifandi sköpunarverki," segir Cait.Étur börn eins og Grýla Myndin var heimsfrumsýnd í New York fyrir 10 dögum og hefur fengið góðar viðtökur í hryllingsheiminum. Framundan eru kvikmyndahátíðir í Skandinavíu og Suður-Ameríku, en Erlingur, sem býr í Bandaríkjunum segir sérlega gaman að koma með myndina til Íslands. Hér sé góður jarðvegur fyrir hrylling, ekki síst í skammdeginu. „Mér hefur alltaf fundist pínu furðulegt að það sé ekki meira gert af hrollvekjum á Íslandi. Og þó þessi sé amerísk þá er barnaætan í myndinni mjög undir áhrifum frá Grýlu og öllum þessum sögum. Ég reyndi að fara aftur í þennan sagnabanka, hvað var það sem hræddi mig, þegar ég var lítill.Hræðileg skemmtun Önnur, alíslensk hrollvekja er í burðarliðnum hjá Erlingi. Sú ber heitið Rökkur og var tekin hér á landi í vor en verður frumsýnd á næsta ári. Hann hlakkar til að sjá viðbrögð íslenskra áhorfenda við Child Eater, sem er frumsýnd í Bíó Paradís á morgun, á sjálfri Hrekkjavökunni. Raunar segir hann myndina, sem er gerð í anda hinna klassísku hryllingsmynda 9. áratugarins, vera týpíska hrekkjavökumynd. „Af því að hrekkjavaka snýst ekki bara um að láta hræða sig heldur líka skemmta sér og það var það sem við höfðum bak við eyrað þegar við gerðum myndina. Hún er ognvekjandi og við vonum að fólk öskri og verði hrætt en hún er líka skemmtileg, pínu eins og rússíbanareið.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira