Tryggjum stöðugleika Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 28. október 2016 07:00 Undanfarin ár hafa verið viðburðarík. Margt hefur breyst til hins betra í samfélaginu vegna víðtækra aðgerða sem ráðist var í á kjörtímabilinu, heimilum og þjóð til heilla. Þar fóru saman orð og efndir. Ber þar hæst Leiðréttinguna, afléttingu hafta og uppgjör slitabúa fallinna banka. Allt mál sem skiptu gríðarlegu máli fyrir velferð þjóðarinnar. Má fullyrða að efnahagslegt sjálfstæði okkar hafi verið endurheimt; við stóðum fast á rétti okkur þótt hart hafi verið að okkur sótt. Til þess þurfti kjark og óhefðbundnar leiðir. Framsóknarmenn hræðast ekki að taka á erfiðum málum. Við setjum okkur skýr markmið og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að ná í áfangastað. Framsóknarflokkurinn fagnar nú 100 ára afmæli en markmið hans hefur alltaf verið það sama; að bæta lífskjör allra sem hér búa.Lægri skatta á meðaltekjur Nú taka við ný verkefni. Við þurfum að efla enn frekar mátt hins almenna launamanns með því að lækka skatta á meðaltekjur. Við þurfum að endurskoða peningamálastefnuna því vextir eru of háir á Íslandi. Þeir voru háir í aðdraganda bankahrunsins, rétt eftir það og eru enn. Þessi tvö mál munu skila heimilum og atvinnulífi miklum ávinningi. En til þess að koma þeim á rekspöl þurfum við að halda áfram á braut framfara og ábyrgrar stjórnunar í efnahagsmálum og með því tryggja stöðugleika. Það gengur vel og nú er ekki rétti tíminn fyrir kollsteypu. Val kjósenda stendur um áframhaldandi trausta efnahagsstjórn og kraftmikið atvinnulíf öllum til heilla, eða endurnýjaða vinstri stjórn með stuðningi Pírata.Manngildi ofar auðgildi Fyrsta hreina vinstri stjórnin klauf þjóðina í herðar niður með umsókn að Evrópusambandinu og margt bendir til þess að nú eigi að endurtaka þann leik. Manngildi ofar auðgildi er leiðarstef Framsóknarflokksins. Því verður haldið til haga. Ég hvet kjósendur til að kjósa með sínum hagsmunum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Kenning Einsteins um vitfirru; Á hún við um krónuna? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa verið viðburðarík. Margt hefur breyst til hins betra í samfélaginu vegna víðtækra aðgerða sem ráðist var í á kjörtímabilinu, heimilum og þjóð til heilla. Þar fóru saman orð og efndir. Ber þar hæst Leiðréttinguna, afléttingu hafta og uppgjör slitabúa fallinna banka. Allt mál sem skiptu gríðarlegu máli fyrir velferð þjóðarinnar. Má fullyrða að efnahagslegt sjálfstæði okkar hafi verið endurheimt; við stóðum fast á rétti okkur þótt hart hafi verið að okkur sótt. Til þess þurfti kjark og óhefðbundnar leiðir. Framsóknarmenn hræðast ekki að taka á erfiðum málum. Við setjum okkur skýr markmið og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að ná í áfangastað. Framsóknarflokkurinn fagnar nú 100 ára afmæli en markmið hans hefur alltaf verið það sama; að bæta lífskjör allra sem hér búa.Lægri skatta á meðaltekjur Nú taka við ný verkefni. Við þurfum að efla enn frekar mátt hins almenna launamanns með því að lækka skatta á meðaltekjur. Við þurfum að endurskoða peningamálastefnuna því vextir eru of háir á Íslandi. Þeir voru háir í aðdraganda bankahrunsins, rétt eftir það og eru enn. Þessi tvö mál munu skila heimilum og atvinnulífi miklum ávinningi. En til þess að koma þeim á rekspöl þurfum við að halda áfram á braut framfara og ábyrgrar stjórnunar í efnahagsmálum og með því tryggja stöðugleika. Það gengur vel og nú er ekki rétti tíminn fyrir kollsteypu. Val kjósenda stendur um áframhaldandi trausta efnahagsstjórn og kraftmikið atvinnulíf öllum til heilla, eða endurnýjaða vinstri stjórn með stuðningi Pírata.Manngildi ofar auðgildi Fyrsta hreina vinstri stjórnin klauf þjóðina í herðar niður með umsókn að Evrópusambandinu og margt bendir til þess að nú eigi að endurtaka þann leik. Manngildi ofar auðgildi er leiðarstef Framsóknarflokksins. Því verður haldið til haga. Ég hvet kjósendur til að kjósa með sínum hagsmunum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar