Drifkraftur sköpunargleðinnar Friðrik Rafnsson skrifar 28. október 2016 07:00 Enda þótt margoft og vel hafi verið sýnt fram á það undanfarin ár í lærðum skýrslum og úttektum að menningar- og listalífið í landinu sé ekki bara mannbætandi heldur verulega arðbært fer furðulega lítið fyrir umræðu um menningarmál nú í aðdraganda alþingiskosninga. Þó vitum við að menning hverrar þjóðar er undirstaða sjálfsskilnings hennar og sjálfsmyndar sem hún hefur þróað og fágað í gegnum aldirnar og gert henni kleift að laga sig að sífellt nýjum og breyttum tímum. Grímulaus græðgi og sérhagsmunagæsla varð til þess að íslenskt samfélag var um skeið á barmi gjaldþrots og hefur gengið í gegnum miklar þolraunir undanfarin ár. Landið virðist heldur vera að rísa en samfélagssáttmálinn er viðkvæmur, sérhagsmunaöflin eru söm við sig, og því er brýnna nú en nokkru sinni fyrr að styrkja undirstöður samfélagsins, m.a. með því að efla og hlúa sem best að lista- og menningarstarfsemi í öllum sínum fjölbreyttu myndum. Stefna fráfarandi ríkisstjórnar og meirihluta á Alþingi, fulltrúa sérhagsmunanna, hefur því miður verið ærið fjandsamleg menningarstarfi í landinu. Lista- og menningarstofnarnir hafa verið fjársveltar og metnaðarleysið algert. Þannig eru lykilstofnanir eins og Listasafn Íslands, Listaháskóli Íslands og Þjóðleikhúsið skelfilega fjársvelt og ein helsta menningarstofnun landsins, RÚV, hefur þurft að róa lífróður og draga saman reksturinn undanfarin ár, oft í afar sterkum pólitískum mótbyr. Það þekki ég vel af eigin raun sem stjórnarmaður í RÚV. Sá fjölbreytti hópur sem býður sig fram fyrir Bjarta framtíð er undantekningarlaust áhugafólk um menningarmál og margt af því er virkt á því sviði á einn eða annan hátt. Þar er stórpönkarinn og lestrarhesturinn Óttarr Proppé fremstur meðal jafningja. Áhugi á menningu er því ekki bara til staðar á tyllidögum hjá frambjóðendum Bjartrar framtíðar heldur sjálfsagður hluti af hversdagslífinu. Hér er ekki rúm til að útlista menningarstefnu Bjartrar framtíðar í smáatriðum en hún felst meðal annars í því að efla listkennslu á öllum skólastigum, standa vörð um höfundarréttinn, lækka skatta á menningarstarfsemi, þar á meðal á bækur, stórauka fjárveitingar til skapandi greina á öllum sviðum um allt land og efla menningarsamstarf okkar við aðrar þjóðir, enda er menningin besta leiðin til að byggja upp traust og vináttu milli þjóða. Einu gildir hvaða mælistika er notuð, efnahagsleg eða menningarleg, við græðum öll á því að virkja og örva enn betur sköpunargleðina og -kraftinn sem býr í þjóðinni og búa þannig til fjölbreyttara, skemmtilegra, manneskjulegra og auðugra samfélag.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Enda þótt margoft og vel hafi verið sýnt fram á það undanfarin ár í lærðum skýrslum og úttektum að menningar- og listalífið í landinu sé ekki bara mannbætandi heldur verulega arðbært fer furðulega lítið fyrir umræðu um menningarmál nú í aðdraganda alþingiskosninga. Þó vitum við að menning hverrar þjóðar er undirstaða sjálfsskilnings hennar og sjálfsmyndar sem hún hefur þróað og fágað í gegnum aldirnar og gert henni kleift að laga sig að sífellt nýjum og breyttum tímum. Grímulaus græðgi og sérhagsmunagæsla varð til þess að íslenskt samfélag var um skeið á barmi gjaldþrots og hefur gengið í gegnum miklar þolraunir undanfarin ár. Landið virðist heldur vera að rísa en samfélagssáttmálinn er viðkvæmur, sérhagsmunaöflin eru söm við sig, og því er brýnna nú en nokkru sinni fyrr að styrkja undirstöður samfélagsins, m.a. með því að efla og hlúa sem best að lista- og menningarstarfsemi í öllum sínum fjölbreyttu myndum. Stefna fráfarandi ríkisstjórnar og meirihluta á Alþingi, fulltrúa sérhagsmunanna, hefur því miður verið ærið fjandsamleg menningarstarfi í landinu. Lista- og menningarstofnarnir hafa verið fjársveltar og metnaðarleysið algert. Þannig eru lykilstofnanir eins og Listasafn Íslands, Listaháskóli Íslands og Þjóðleikhúsið skelfilega fjársvelt og ein helsta menningarstofnun landsins, RÚV, hefur þurft að róa lífróður og draga saman reksturinn undanfarin ár, oft í afar sterkum pólitískum mótbyr. Það þekki ég vel af eigin raun sem stjórnarmaður í RÚV. Sá fjölbreytti hópur sem býður sig fram fyrir Bjarta framtíð er undantekningarlaust áhugafólk um menningarmál og margt af því er virkt á því sviði á einn eða annan hátt. Þar er stórpönkarinn og lestrarhesturinn Óttarr Proppé fremstur meðal jafningja. Áhugi á menningu er því ekki bara til staðar á tyllidögum hjá frambjóðendum Bjartrar framtíðar heldur sjálfsagður hluti af hversdagslífinu. Hér er ekki rúm til að útlista menningarstefnu Bjartrar framtíðar í smáatriðum en hún felst meðal annars í því að efla listkennslu á öllum skólastigum, standa vörð um höfundarréttinn, lækka skatta á menningarstarfsemi, þar á meðal á bækur, stórauka fjárveitingar til skapandi greina á öllum sviðum um allt land og efla menningarsamstarf okkar við aðrar þjóðir, enda er menningin besta leiðin til að byggja upp traust og vináttu milli þjóða. Einu gildir hvaða mælistika er notuð, efnahagsleg eða menningarleg, við græðum öll á því að virkja og örva enn betur sköpunargleðina og -kraftinn sem býr í þjóðinni og búa þannig til fjölbreyttara, skemmtilegra, manneskjulegra og auðugra samfélag.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar