Leyfðu skollitaða hárinu að njóta sín Ritstjórn skrifar 27. október 2016 13:15 Blake Lively er með ljósskollitað hár. Það er töluvert dekkra undir heldur en það er ofan á kollinum. Myndir/Getty Margir Íslendingar ættu að kannast við að vera með allt frá skollituðu hári til músalitsins. ÞAð er algengt að konur liti á sér hárið til þess að ýkja litina eða einfaldlega fela þá. Almenningsálit getur oft verið neikvætt gagnvart þessum hárlitum en vonandi fer bráðum að verða breyting á. Það er sjálfsagt að prófa sig áfram með nýjum hárlitum og hárgreiðslum en nú er kominn tími til að gamla góða skollitaða hárið fái að njóta sín. Það er mismunandi eftir manneskjum hversu dökkur eða ljós liturinn er. Við höfum tekið saman nokkrar stjörnur sem geta flokkast með skollitað hár. Réttast er að taka fram að flestar þeirra eru líklega með einhvern lit í hárinu en við efumst ekki um að náttúrulegi hárliturinn spili stórt hlutverk í heildar útkomunni.Fyrirsætan Lily Donaldson er ljóshærð með dökku ívafi.Jennifer Lopes er með dökk skollitað hár með ljósum endum.Jennifer Aniston er þekkt fyrir sitt fallega skollitaða hár. Hún er oft með ljósari strípur í því en leyfir því að dekkjast inn á milli.Doutzen Kroes heldur enn í upprunalega litinn með aðeins ljósari tón.Þekktustu skollituðu lokkar heims eru án efa í eigu Gisele Bundchen.Gigi Hadid hefur á seinasta árinu leyft hárinu sínu að ná sínum upprunalega lit. Mest lesið Tískan á Secret Solstice: Litríkir pelsar Glamour Stjörnurnar á Coachella Glamour Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman Glamour Yoko Ono, Amy Schumer og Patti Smith í Pirelli-dagatalinu Glamour Dr. McDreamy orðinn förðunarmódel? Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Paris Hilton hannar hárvörur fyrir þýska lágvöruverslun Glamour Geislaði í hvítum draumakjól Glamour Moschino Barbie er mætt Glamour Skandinavísk snyrtivörulína kemur í verslanir í dag Glamour
Margir Íslendingar ættu að kannast við að vera með allt frá skollituðu hári til músalitsins. ÞAð er algengt að konur liti á sér hárið til þess að ýkja litina eða einfaldlega fela þá. Almenningsálit getur oft verið neikvætt gagnvart þessum hárlitum en vonandi fer bráðum að verða breyting á. Það er sjálfsagt að prófa sig áfram með nýjum hárlitum og hárgreiðslum en nú er kominn tími til að gamla góða skollitaða hárið fái að njóta sín. Það er mismunandi eftir manneskjum hversu dökkur eða ljós liturinn er. Við höfum tekið saman nokkrar stjörnur sem geta flokkast með skollitað hár. Réttast er að taka fram að flestar þeirra eru líklega með einhvern lit í hárinu en við efumst ekki um að náttúrulegi hárliturinn spili stórt hlutverk í heildar útkomunni.Fyrirsætan Lily Donaldson er ljóshærð með dökku ívafi.Jennifer Lopes er með dökk skollitað hár með ljósum endum.Jennifer Aniston er þekkt fyrir sitt fallega skollitaða hár. Hún er oft með ljósari strípur í því en leyfir því að dekkjast inn á milli.Doutzen Kroes heldur enn í upprunalega litinn með aðeins ljósari tón.Þekktustu skollituðu lokkar heims eru án efa í eigu Gisele Bundchen.Gigi Hadid hefur á seinasta árinu leyft hárinu sínu að ná sínum upprunalega lit.
Mest lesið Tískan á Secret Solstice: Litríkir pelsar Glamour Stjörnurnar á Coachella Glamour Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman Glamour Yoko Ono, Amy Schumer og Patti Smith í Pirelli-dagatalinu Glamour Dr. McDreamy orðinn förðunarmódel? Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Paris Hilton hannar hárvörur fyrir þýska lágvöruverslun Glamour Geislaði í hvítum draumakjól Glamour Moschino Barbie er mætt Glamour Skandinavísk snyrtivörulína kemur í verslanir í dag Glamour