Vilja fara um Teigsskóg vegna þessa hengiflugs Kristján Már Unnarsson skrifar 26. október 2016 20:30 Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. Aðrir valkostir eru minnst fjórum milljörðum króna dýrari, samkvæmt nýrri matsskýrslu, sem komin er í formlega kynningu. Illræmdir kaflar vegarins yfir Ódrjúgsháls og Hjallaháls eru helsta ástæða eindreginnar og almennrar kröfu meðal Vestfirðinga um nýtt vegarstæði um Teigsskóg. Á Ódrjúgshálsi eru beygjurnar svo varasamar að mælt er með því að menn aki ekki nema á 20 kílómetra hraða. Þar er eins gott að ekið sé varlega því ef mönnum fipast þar aksturinn tekur við snarbratt hengiflugið, eins og sjá má í meðfylgjandi frétt Stöðvar 2. Það er um samtals 33 kílómetra af svona malarvegi sem deilt hefur verið undanfarin tólf ár hvernig eigi að losna við. Þetta er ein af meginsamgönguæðum landsins, sjálfur Vestfjarðavegur, aðalleiðin til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals. Frægt varð fyrir fimm árum þegar reiðir íbúar strunsuðu út af fundi Ögmundar Jónassonar, þáverandi vegamálaráðherra, í mótmælaskyni við að hann skyldi hafna því að nýr vegur færi um Teigsskóg.Húsmæður á Vestfjörðum mótmæltu Ögmundi Jónassyni með búsáhöldum á frægum fundi á Patreksfirði haustið 2011.Mynd/Egill AðalsteinssonEn nú er sem sagt komið að enn einni tilrauninni til að þrýsta þjóðveginum í gegnum skóginn, og stefnt að því að framkvæmdir hefjist næsta vor. Almenningur hefur nú sex vikur til að koma á framfæri athugasemdum við þá niðurstöðu Vegagerðarinnar að leið um Teigsskóg sé besti valkosturinn af þeim fimm sem teknir voru til skoðunar í nýbirtri matsskýrslu. Flestir fela í sér neikvæð umhverfisáhrif, síst þó jarðgöng, en Vegagerðin bendir á að göng séu af fjárhagsástæðum ekki á dagskrá næsta áratuginn, - hið minnsta. Leið um Teigsskóg felur í sér 22 kílómetra styttingu og er talin kosta 6,4 milljarða króna, næsti valkostur kostar 10,4 milljarða.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, skoðuðu Teigsskóg fyrir þremur árum.Vísir/Daníel Tengdar fréttir Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9. nóvember 2011 18:56 Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. Aðrir valkostir eru minnst fjórum milljörðum króna dýrari, samkvæmt nýrri matsskýrslu, sem komin er í formlega kynningu. Illræmdir kaflar vegarins yfir Ódrjúgsháls og Hjallaháls eru helsta ástæða eindreginnar og almennrar kröfu meðal Vestfirðinga um nýtt vegarstæði um Teigsskóg. Á Ódrjúgshálsi eru beygjurnar svo varasamar að mælt er með því að menn aki ekki nema á 20 kílómetra hraða. Þar er eins gott að ekið sé varlega því ef mönnum fipast þar aksturinn tekur við snarbratt hengiflugið, eins og sjá má í meðfylgjandi frétt Stöðvar 2. Það er um samtals 33 kílómetra af svona malarvegi sem deilt hefur verið undanfarin tólf ár hvernig eigi að losna við. Þetta er ein af meginsamgönguæðum landsins, sjálfur Vestfjarðavegur, aðalleiðin til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals. Frægt varð fyrir fimm árum þegar reiðir íbúar strunsuðu út af fundi Ögmundar Jónassonar, þáverandi vegamálaráðherra, í mótmælaskyni við að hann skyldi hafna því að nýr vegur færi um Teigsskóg.Húsmæður á Vestfjörðum mótmæltu Ögmundi Jónassyni með búsáhöldum á frægum fundi á Patreksfirði haustið 2011.Mynd/Egill AðalsteinssonEn nú er sem sagt komið að enn einni tilrauninni til að þrýsta þjóðveginum í gegnum skóginn, og stefnt að því að framkvæmdir hefjist næsta vor. Almenningur hefur nú sex vikur til að koma á framfæri athugasemdum við þá niðurstöðu Vegagerðarinnar að leið um Teigsskóg sé besti valkosturinn af þeim fimm sem teknir voru til skoðunar í nýbirtri matsskýrslu. Flestir fela í sér neikvæð umhverfisáhrif, síst þó jarðgöng, en Vegagerðin bendir á að göng séu af fjárhagsástæðum ekki á dagskrá næsta áratuginn, - hið minnsta. Leið um Teigsskóg felur í sér 22 kílómetra styttingu og er talin kosta 6,4 milljarða króna, næsti valkostur kostar 10,4 milljarða.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, skoðuðu Teigsskóg fyrir þremur árum.Vísir/Daníel
Tengdar fréttir Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9. nóvember 2011 18:56 Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9. nóvember 2011 18:56
Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45