Forgangsmál – staða eldri borgara Lilja Alfreðsdóttir skrifar 27. október 2016 07:00 Málefni aldraðra standa upp úr í þessari kosningabaráttu. Ég hef farið víða í kosningabaráttunni, gengið í hús í Breiðholtinu og fundað út um allan bæ. Málefni eldri borgara koma upp í nánast öllum samtölum. Hvort sem það tengist lífeyrismálum, húsnæðismálum eða heilbrigðisþjónustu. Frásagnir fjölda fólks hafa komið við mig. Það hefur opnað augu mín enn frekar fyrir því að stærsta mál þessara kosninga eru þeir málaflokkar sem snúa að öldruðum. Eitt fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að leiðrétta þá skerðingu sem eldri borgarar höfðu orðið fyrir. Lífeyrisréttindi hafa einnig verið aukin og margt hefur áunnist á kjörtímabilinu. Þessar breytingar sem kynntar voru nýverið leiða til mikillar hækkunar á bótum almannatrygginga á næstu tveimur árum. Til dæmis munu bætur eldri borgara sem býr einn og hefur engar aðrar tekjur hækka um 22% á næstu tveimur árum. Hins vegar er það svo að fjöldi fólks býr við bág kjör og kvíðir framtíðinni. Þetta er sorglegt og sér í lagi þar sem þetta er fólkið sem hefur byggt landið okkar upp og veitt okkur þeim sem yngri eru tækifæri sem þau gátu ekki látið sig dreyma um. Á þessu kjörtímabili voru stóru málin leiðrétting húsnæðislána og losun fjármagnshafta. Í báðum tilfellum var lagt upp með vel skilgreind markmið og áætlun teiknuð upp um hvernig væri hægt að ná þeim. Ég legg til að sama aðferðafræði verði viðhöfð til að ná mun betur utan um stöðu eldri borgara. Ég legg til að okkar helstu sérfræðingar í þessum málaflokki verði kallaðir til verks með það að markmiði að bæta stöðu eldri borgara. Í fyrsta lagi þarf að auka kaupmátt þeirra sem verst standa, í öðru lagi þarf að fara með skipulegri hætti í húsnæðismál aldraðra, og í þriðja lagi þarf að halda áfram að auka fé í hjúkrunarrými. Allt þetta er gerlegt ef viljinn er fyrir hendi. Ég hef viljann og mun beita mér fyrir því á næsta kjörtímabili, að þessi mál fái þá athygli sem nauðsynleg er.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Málefni aldraðra standa upp úr í þessari kosningabaráttu. Ég hef farið víða í kosningabaráttunni, gengið í hús í Breiðholtinu og fundað út um allan bæ. Málefni eldri borgara koma upp í nánast öllum samtölum. Hvort sem það tengist lífeyrismálum, húsnæðismálum eða heilbrigðisþjónustu. Frásagnir fjölda fólks hafa komið við mig. Það hefur opnað augu mín enn frekar fyrir því að stærsta mál þessara kosninga eru þeir málaflokkar sem snúa að öldruðum. Eitt fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að leiðrétta þá skerðingu sem eldri borgarar höfðu orðið fyrir. Lífeyrisréttindi hafa einnig verið aukin og margt hefur áunnist á kjörtímabilinu. Þessar breytingar sem kynntar voru nýverið leiða til mikillar hækkunar á bótum almannatrygginga á næstu tveimur árum. Til dæmis munu bætur eldri borgara sem býr einn og hefur engar aðrar tekjur hækka um 22% á næstu tveimur árum. Hins vegar er það svo að fjöldi fólks býr við bág kjör og kvíðir framtíðinni. Þetta er sorglegt og sér í lagi þar sem þetta er fólkið sem hefur byggt landið okkar upp og veitt okkur þeim sem yngri eru tækifæri sem þau gátu ekki látið sig dreyma um. Á þessu kjörtímabili voru stóru málin leiðrétting húsnæðislána og losun fjármagnshafta. Í báðum tilfellum var lagt upp með vel skilgreind markmið og áætlun teiknuð upp um hvernig væri hægt að ná þeim. Ég legg til að sama aðferðafræði verði viðhöfð til að ná mun betur utan um stöðu eldri borgara. Ég legg til að okkar helstu sérfræðingar í þessum málaflokki verði kallaðir til verks með það að markmiði að bæta stöðu eldri borgara. Í fyrsta lagi þarf að auka kaupmátt þeirra sem verst standa, í öðru lagi þarf að fara með skipulegri hætti í húsnæðismál aldraðra, og í þriðja lagi þarf að halda áfram að auka fé í hjúkrunarrými. Allt þetta er gerlegt ef viljinn er fyrir hendi. Ég hef viljann og mun beita mér fyrir því á næsta kjörtímabili, að þessi mál fái þá athygli sem nauðsynleg er.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun