Ólöf sendir baráttukveðju af hliðarlínunni: Saknar þess að taka þátt í baráttunni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. október 2016 11:57 Ólöf Nordal þarf að fylgjast með kosningabaráttunni af hliðarlínunni vegna veikinda sinna. Vísir/GVA Ólöf Nordal, innanríkisráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir það óvenjulega stöðu að leiða lista en fylgjast með utan hringiðunnar. Hún birtir bréf til flokksfélaga á Facebook síðu sinni í dag. Samkvæmt frétt RÚV sendi hún félögum bréfið í gær. Ólöf hefur verið að berjast við krabbamein síðan árið 2014 og var lögð inn á spítala með lungnabólgu og sýkingu fyrr í mánuðinum. Í bréfi sínu segir Ólöf meðal annars að stjórnmálin séu margbrotnari en nokkru sinni fyrr. „Atburðarrás síðustu daga hefur skerpt verulega á línum. Á laugardag þurfa menn að velja milli óljósrar málefnastefnu á vinstri vængnum að forskrift Pírata eða áframhaldandi traustrar stefnu undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Það er alltaf þannig að flokkar þurfa að sækja fyrst umboð sitt til kjósenda áður en þeir taka sér völd á leynilegum stjórnarmyndunarfundum,“ skrifar Ólöf. Hún sendir jafnframt baráttukveðjur til flokksfélag á síðustu dögum kosningabaráttunnar. „ Okkar góðu verk á kjörtímabilinu tala sínu máli og ég trúi því að við eigum helling inni!“Færslu Ólafar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Ágætu félagar, Það er óvenjuleg staða að leiða lista í kosningum en þurfa að fylgjast með gangi mála utan hringiðunnar. Fyrir utan hvað ég sakna þess að taka ekki beinan þátt í baráttunni með félögum mínum í Reykjavík og hitta fólk víðs vegar af á landinu, er ekki laust við að maður öðlist annað sjónarhorn á baráttuna svona utan frá. Stjórnmálin eru margbrotnari en nokkur sinni fyrr. Atburðarrás síðustu daga hefur skerpt verulega á línum. Á laugardag þurfa menn að velja milli óljósrar málefnastefnu á vinstri vængnum að forskrift Pírata eða áframhaldandi traustrar stefnu undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Það er alltaf þannig að flokkar þurfa að sækja fyrst umboð sitt til kjósenda áður en þeir taka sér völd á leynilegum stjórnarmyndunarfundum. Höfum það hugfast að árangur og velferð eru ekki sjálfkrafa í áskrift; sá viðsnúningur sem orðið hefur efnahagsmálum á kjörtímabilinu, fjölskyldum og öllum til hagsbóta, er tilkominn vegna skýrrar stefnu og ábyrgrar stjórnunar. Það er af þeim ástæðum sem við gátum hafið endurreisn heilbrigðis- og velferðarkerfisins. Tækifæri dagsins í dag eru dásamlega fjölbreytileg. Það er þó ekki okkar stjórnmálamanna að úthluta þeim eða skammta. Við berum ábyrgð á að grunnstoðirnar séu stöðugar svo að þjóðin — hvert og eitt okkar — geti nýtt þær sem stökkpall eða undir öryggisnet. Þar eru menntun, heilbrigðis- og velferðarmál efst í forgangi. Að mennta börnin okkar og fróðleiksfúsa á öllum aldri í færni sem nýir tímar boða á að stýra þróun kennslumála. Það er ekki bara svo að við verðum að undirbúa og aðlaga námsmenn að breyttum tímum, kennarar og starfsfólk verða einnig að fylgja breytingum. Tækni á aldrei að trompa menntun. Við verðum að að mæta þörfum atvinnumarkaðarins með því að brúa bil menntunar og atvinnuþróunar. Til þess þarf aðgengi að námi með styrkjum fyrir þá sem það þurfa. Við þurfum að nýta okkur vel þekkinguna því hún deyr aldrei. Þekkingin hefur einnig það umfram ýmsar náttúruauðlindir að hún vex og verður verðmætari eftir því sem hún er meira notuð og fleiri deila henni. Það þarf að styðja við tækni og nýsköpun, að sá og vökva jarðveginn svo upp spretti hugmyndir sem verða af tækifærum, fyrirtækjum og ævintýrum sem ekkert okkar óraði fyrir. Á sama tíma skulum við hlúa að grunnatvinnuvegum okkar, bæði þeim hefðbundnari og nýrri og hætta að stilla þeim sem sem andstæðum. Þrjú ár í stjórn er skammur tími en engu síður hefur ótal mikilvægum málum verið siglt í höfn þ.á.m. stórfellt lækkun skulda ríkissjóðs, millidómsstigi komið á, skattar einfaldaðir og öldruðum tryggðar kjarabætur auk afnáms hafta og vörugjalda. Staðan er allt önnur en árið sem við settumst í stjórn, staða heimilanna er betri því bæði hefur eignastaða og kaupmáttur vænkast verulega. Við höfum uppskorið erfiði og aðhaldssemi síðustu ára. Nú stöndum við á traustum grunni og þá er mikilvægt að rétt sé á málum haldið svo hagsæld haldi. Við viljum ná enn betri árangri sem tryggir að Ísland verði áfram í fremstu röð þjóða í lífskjörum og lífsgæðum. Það eru því næg verkefni framundan og engin ástæða að fara í samkeppni um loforðaflaum. Árangur núverandi kjörtímabils er lagður fram og óskum við eftir endurnýjuðu umboði kjósenda til áframhaldandi góðra verka. Það er skammt til kosninga og mikilvægt að við stöndum saman, tölum við okkar fólk og hvetjum það til að kjósa — og tryggja Sjálfstæðisflokknum góða kosningu. Valið er skýrt, það stendur á milli upplausnar vinstristjórnar eða styrkrar forystu Sjálfstæðisflokks. Eins og fram hefur komið hef ég því miður ekki getað beitt mér eins og ég hefði viljað í þessari kosningabaráttu vegna alvarlegrar sýkingar sem hefur herjað á mig. Ég vil nota tækifærið og þakka innilega fyrir allar góðu kveðjurnar sem mér hafa borist frá ykkur. Þær hafa veitt mér mikinn styrk og hlýju. Að lokum sendi ég ykkur mínar bestu baráttukveðjur og hvatningu til að standa saman þessa síðustu daga. Okkar góðu verk á kjörtímabilinu tala sínu máli og ég trúi því að við eigum helling inni! Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Ólöf Nordal, innanríkisráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir það óvenjulega stöðu að leiða lista en fylgjast með utan hringiðunnar. Hún birtir bréf til flokksfélaga á Facebook síðu sinni í dag. Samkvæmt frétt RÚV sendi hún félögum bréfið í gær. Ólöf hefur verið að berjast við krabbamein síðan árið 2014 og var lögð inn á spítala með lungnabólgu og sýkingu fyrr í mánuðinum. Í bréfi sínu segir Ólöf meðal annars að stjórnmálin séu margbrotnari en nokkru sinni fyrr. „Atburðarrás síðustu daga hefur skerpt verulega á línum. Á laugardag þurfa menn að velja milli óljósrar málefnastefnu á vinstri vængnum að forskrift Pírata eða áframhaldandi traustrar stefnu undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Það er alltaf þannig að flokkar þurfa að sækja fyrst umboð sitt til kjósenda áður en þeir taka sér völd á leynilegum stjórnarmyndunarfundum,“ skrifar Ólöf. Hún sendir jafnframt baráttukveðjur til flokksfélag á síðustu dögum kosningabaráttunnar. „ Okkar góðu verk á kjörtímabilinu tala sínu máli og ég trúi því að við eigum helling inni!“Færslu Ólafar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Ágætu félagar, Það er óvenjuleg staða að leiða lista í kosningum en þurfa að fylgjast með gangi mála utan hringiðunnar. Fyrir utan hvað ég sakna þess að taka ekki beinan þátt í baráttunni með félögum mínum í Reykjavík og hitta fólk víðs vegar af á landinu, er ekki laust við að maður öðlist annað sjónarhorn á baráttuna svona utan frá. Stjórnmálin eru margbrotnari en nokkur sinni fyrr. Atburðarrás síðustu daga hefur skerpt verulega á línum. Á laugardag þurfa menn að velja milli óljósrar málefnastefnu á vinstri vængnum að forskrift Pírata eða áframhaldandi traustrar stefnu undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Það er alltaf þannig að flokkar þurfa að sækja fyrst umboð sitt til kjósenda áður en þeir taka sér völd á leynilegum stjórnarmyndunarfundum. Höfum það hugfast að árangur og velferð eru ekki sjálfkrafa í áskrift; sá viðsnúningur sem orðið hefur efnahagsmálum á kjörtímabilinu, fjölskyldum og öllum til hagsbóta, er tilkominn vegna skýrrar stefnu og ábyrgrar stjórnunar. Það er af þeim ástæðum sem við gátum hafið endurreisn heilbrigðis- og velferðarkerfisins. Tækifæri dagsins í dag eru dásamlega fjölbreytileg. Það er þó ekki okkar stjórnmálamanna að úthluta þeim eða skammta. Við berum ábyrgð á að grunnstoðirnar séu stöðugar svo að þjóðin — hvert og eitt okkar — geti nýtt þær sem stökkpall eða undir öryggisnet. Þar eru menntun, heilbrigðis- og velferðarmál efst í forgangi. Að mennta börnin okkar og fróðleiksfúsa á öllum aldri í færni sem nýir tímar boða á að stýra þróun kennslumála. Það er ekki bara svo að við verðum að undirbúa og aðlaga námsmenn að breyttum tímum, kennarar og starfsfólk verða einnig að fylgja breytingum. Tækni á aldrei að trompa menntun. Við verðum að að mæta þörfum atvinnumarkaðarins með því að brúa bil menntunar og atvinnuþróunar. Til þess þarf aðgengi að námi með styrkjum fyrir þá sem það þurfa. Við þurfum að nýta okkur vel þekkinguna því hún deyr aldrei. Þekkingin hefur einnig það umfram ýmsar náttúruauðlindir að hún vex og verður verðmætari eftir því sem hún er meira notuð og fleiri deila henni. Það þarf að styðja við tækni og nýsköpun, að sá og vökva jarðveginn svo upp spretti hugmyndir sem verða af tækifærum, fyrirtækjum og ævintýrum sem ekkert okkar óraði fyrir. Á sama tíma skulum við hlúa að grunnatvinnuvegum okkar, bæði þeim hefðbundnari og nýrri og hætta að stilla þeim sem sem andstæðum. Þrjú ár í stjórn er skammur tími en engu síður hefur ótal mikilvægum málum verið siglt í höfn þ.á.m. stórfellt lækkun skulda ríkissjóðs, millidómsstigi komið á, skattar einfaldaðir og öldruðum tryggðar kjarabætur auk afnáms hafta og vörugjalda. Staðan er allt önnur en árið sem við settumst í stjórn, staða heimilanna er betri því bæði hefur eignastaða og kaupmáttur vænkast verulega. Við höfum uppskorið erfiði og aðhaldssemi síðustu ára. Nú stöndum við á traustum grunni og þá er mikilvægt að rétt sé á málum haldið svo hagsæld haldi. Við viljum ná enn betri árangri sem tryggir að Ísland verði áfram í fremstu röð þjóða í lífskjörum og lífsgæðum. Það eru því næg verkefni framundan og engin ástæða að fara í samkeppni um loforðaflaum. Árangur núverandi kjörtímabils er lagður fram og óskum við eftir endurnýjuðu umboði kjósenda til áframhaldandi góðra verka. Það er skammt til kosninga og mikilvægt að við stöndum saman, tölum við okkar fólk og hvetjum það til að kjósa — og tryggja Sjálfstæðisflokknum góða kosningu. Valið er skýrt, það stendur á milli upplausnar vinstristjórnar eða styrkrar forystu Sjálfstæðisflokks. Eins og fram hefur komið hef ég því miður ekki getað beitt mér eins og ég hefði viljað í þessari kosningabaráttu vegna alvarlegrar sýkingar sem hefur herjað á mig. Ég vil nota tækifærið og þakka innilega fyrir allar góðu kveðjurnar sem mér hafa borist frá ykkur. Þær hafa veitt mér mikinn styrk og hlýju. Að lokum sendi ég ykkur mínar bestu baráttukveðjur og hvatningu til að standa saman þessa síðustu daga. Okkar góðu verk á kjörtímabilinu tala sínu máli og ég trúi því að við eigum helling inni!
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira