Látum spárnar rætast! Eiríkur Þór Theodórsson skrifar 26. október 2016 09:00 Nú styttist í að landsmenn fái ómetanlegt tækifæri til að kjósa sér nýja ríkisstjórn. Væntanlega verða þessar kosningar mjög sögulegar, alla vega gefa þær kjósendum möguleika á að gera þær það. Í skoðanakönnunum kemur fram mikill vilji fólks til að breyta núverandi stjórnarháttum og fólk hafnar rótgrónum flokkum. Miklar breytingar eru að verða á fylgi ýmissa stjórnmálaflokka og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn missa stöðugt fylgi. Allt stefnir í að Píratar vinni stórsigur í komandi kosningum. Þeir hafa margfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og haldið traustu fylgi í langan tíma. Þessar ótrúlegu skoðanakannanir og sviptingar á fylgi í íslenskri pólitík segja manni að kjósendur vilji breytingar og að þeir vilji sjá aðra og nýja flokka í meirihluta. En mun þetta fylgi í könnunum skila sér á kjörstað? Sjálfur hefur undirritaður nokkrar áhyggjur af kosningaþáttöku fólks í þessum Alþingiskosningum, sérstaklega þátttöku yngra fólksins. Kosningaþáttaka hefur dalað síðan 1991, en þá var hún 87,6% og þótt hún sé enn ein sú mesta í Evrópu var hún 6% minni í kosningum 2013 eða 81,5% . Einnig er þáttaka fólks undir þrítugu áhyggjuefni. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum, 2014, voru einungis tæp 50% kjósenda undir þrítugu sem mættu á kjörstað. Í rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, gerð eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar, kemur fram að helstu ástæður þess að ungt fólk kjósi ekki, er að það „nennti ekki að kjósa“. Það er verulegt áhyggjuefni að ungt fólk hafi svo lítinn áhuga á kosningum að það hreinlega ,„nenni ekki að kjósa.“ Auðvitað er einnig kosið um málefni ungs fólks í þessum kosningum og sú stefna sem verður tekin á þingi hefur gríðarleg áhrif á stöðu ungs fólks til framtíðar. Við þurfum að endurbyggja traust almennings á Alþingi og störfum þess og undirritaður telur að aukið traust muni nást með nýju fólki, nýjum hugsunarhætti og gagnsærri stjórnsýslu. Undirritaður vonar að störf Pírata og nýjar hugmyndir er varða unga fólkið hafi aukið áhuga og þáttöku ungs fólks í stjórnmálum og óhjákvæmilega muni það leiða til þess að fleiri „nenni að kjósa.“ Undirritaður hvetur ungt fólk til að nýta sér rétt sinn og mæta til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar ef fólk hefur ekki tök á að mæta á kjörstað næsta laugardag. Nú er nefnilega komin ný ástæða til að nýta kosningaréttinn og hafa áhrif á framtíðina með því að velja P fyrir PÍRATA.Eiríkur Þór Theodórsson, frambjóðandi í 3. sæti Pírata í norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Nú styttist í að landsmenn fái ómetanlegt tækifæri til að kjósa sér nýja ríkisstjórn. Væntanlega verða þessar kosningar mjög sögulegar, alla vega gefa þær kjósendum möguleika á að gera þær það. Í skoðanakönnunum kemur fram mikill vilji fólks til að breyta núverandi stjórnarháttum og fólk hafnar rótgrónum flokkum. Miklar breytingar eru að verða á fylgi ýmissa stjórnmálaflokka og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn missa stöðugt fylgi. Allt stefnir í að Píratar vinni stórsigur í komandi kosningum. Þeir hafa margfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og haldið traustu fylgi í langan tíma. Þessar ótrúlegu skoðanakannanir og sviptingar á fylgi í íslenskri pólitík segja manni að kjósendur vilji breytingar og að þeir vilji sjá aðra og nýja flokka í meirihluta. En mun þetta fylgi í könnunum skila sér á kjörstað? Sjálfur hefur undirritaður nokkrar áhyggjur af kosningaþáttöku fólks í þessum Alþingiskosningum, sérstaklega þátttöku yngra fólksins. Kosningaþáttaka hefur dalað síðan 1991, en þá var hún 87,6% og þótt hún sé enn ein sú mesta í Evrópu var hún 6% minni í kosningum 2013 eða 81,5% . Einnig er þáttaka fólks undir þrítugu áhyggjuefni. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum, 2014, voru einungis tæp 50% kjósenda undir þrítugu sem mættu á kjörstað. Í rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, gerð eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar, kemur fram að helstu ástæður þess að ungt fólk kjósi ekki, er að það „nennti ekki að kjósa“. Það er verulegt áhyggjuefni að ungt fólk hafi svo lítinn áhuga á kosningum að það hreinlega ,„nenni ekki að kjósa.“ Auðvitað er einnig kosið um málefni ungs fólks í þessum kosningum og sú stefna sem verður tekin á þingi hefur gríðarleg áhrif á stöðu ungs fólks til framtíðar. Við þurfum að endurbyggja traust almennings á Alþingi og störfum þess og undirritaður telur að aukið traust muni nást með nýju fólki, nýjum hugsunarhætti og gagnsærri stjórnsýslu. Undirritaður vonar að störf Pírata og nýjar hugmyndir er varða unga fólkið hafi aukið áhuga og þáttöku ungs fólks í stjórnmálum og óhjákvæmilega muni það leiða til þess að fleiri „nenni að kjósa.“ Undirritaður hvetur ungt fólk til að nýta sér rétt sinn og mæta til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar ef fólk hefur ekki tök á að mæta á kjörstað næsta laugardag. Nú er nefnilega komin ný ástæða til að nýta kosningaréttinn og hafa áhrif á framtíðina með því að velja P fyrir PÍRATA.Eiríkur Þór Theodórsson, frambjóðandi í 3. sæti Pírata í norðvesturkjördæmi
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun