Af þessu hef ég áhyggjur Árni Gunnarsson skrifar 26. október 2016 10:00 „Það er eitthvað alvarlega bogið við þá hugsun, að menn geti valið að sinna eða sinna ekki stjórnmálum. Hver einasti hugsandi þegn landsins sinnir stjórnmálum hvern einasta dag, kemst ekki hjá því með neinu móti að hafa áhyggjur af þjóðarhag og hugsa um það, hvað honum og fjölskyldu hans sé fyrir bestu sem íbúum þessa ríkis.“ (Páll Skúlason) Ég hef áhyggjur: -Þegar ég sé langar biðraðir fólks, sem bíður eftir matargjöfum. -Þegar ég sé gömlum heilabiluðum manni þvælt á milli heilbrigðisstofnana. -Þegar ég sé fólk liggja í sjúkrarúmum á göngum sjúkrahúsa. -Þegar í sjúkrahúsum eru langir biðlistar eftir aðgerðum. -Þegar ég veit að margir aldraðir eiga ekki fyrir nauðþurftum áður en mánuður er liðinn frá útborgun ellilauna. -Þegar mér er kunnugt um fjárhagslega örðugleika öryrkja. -Þegar ég þekki ungt skuldumvafið fólk, sem ræður ekki við að greiða afborganir af íbúðalánum vegna hárra vaxta og verðtryggingar. -Þegar ég les tölur um nokkur þúsund fátækra barna, sem fá ekki notið hins sama og börn frá efnameiri heimilum. -Þegar ég veit að skólar og heilbrigðisstofnanir ná ekki að starfa og þróast eðlilega vegna peningaskorts. -Þegar ég veit að lítill hluti þjóðarinnar á langstærstan hlut allra eigna og hefur margfaldar tekjur samanborið við mikinn meirihluta almennings. -Þegar örfáir menn njóta arðsins af þjóðareignum. -Þegar náttúran fær ekki notið vafans í ágreiningi um framkvæmdir og í afstöðu til mengunarmála. -Þegar ég verð vitni að linnulítilli spillingu. -Þegar fasismi og populismi ná að festa rætur. -Þegar mér er ljóst, að jafnaðarstefnan hefur ekki átt hljómgrunn meðal þeirra, sem stjórna. Stjórnmálasagan sýnir og sannar, að þeim þjóðum vegnar best, þar sem jafnaðarstefnan hefur ráðið ferð. Í kosningunum á laugardag er mikilvægt að stöðva þróun ójafnaðar. Þess vegna ætla ég að greiða Samfylkingunni, Jafnaðarmannaflokki Íslands, atkvæði mitt, -enda veit ég, að formaður flokksins er stálheiðarleg kona og traustur jafnaðarmaður.Árni Gunnarsson er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Skoðun Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
„Það er eitthvað alvarlega bogið við þá hugsun, að menn geti valið að sinna eða sinna ekki stjórnmálum. Hver einasti hugsandi þegn landsins sinnir stjórnmálum hvern einasta dag, kemst ekki hjá því með neinu móti að hafa áhyggjur af þjóðarhag og hugsa um það, hvað honum og fjölskyldu hans sé fyrir bestu sem íbúum þessa ríkis.“ (Páll Skúlason) Ég hef áhyggjur: -Þegar ég sé langar biðraðir fólks, sem bíður eftir matargjöfum. -Þegar ég sé gömlum heilabiluðum manni þvælt á milli heilbrigðisstofnana. -Þegar ég sé fólk liggja í sjúkrarúmum á göngum sjúkrahúsa. -Þegar í sjúkrahúsum eru langir biðlistar eftir aðgerðum. -Þegar ég veit að margir aldraðir eiga ekki fyrir nauðþurftum áður en mánuður er liðinn frá útborgun ellilauna. -Þegar mér er kunnugt um fjárhagslega örðugleika öryrkja. -Þegar ég þekki ungt skuldumvafið fólk, sem ræður ekki við að greiða afborganir af íbúðalánum vegna hárra vaxta og verðtryggingar. -Þegar ég les tölur um nokkur þúsund fátækra barna, sem fá ekki notið hins sama og börn frá efnameiri heimilum. -Þegar ég veit að skólar og heilbrigðisstofnanir ná ekki að starfa og þróast eðlilega vegna peningaskorts. -Þegar ég veit að lítill hluti þjóðarinnar á langstærstan hlut allra eigna og hefur margfaldar tekjur samanborið við mikinn meirihluta almennings. -Þegar örfáir menn njóta arðsins af þjóðareignum. -Þegar náttúran fær ekki notið vafans í ágreiningi um framkvæmdir og í afstöðu til mengunarmála. -Þegar ég verð vitni að linnulítilli spillingu. -Þegar fasismi og populismi ná að festa rætur. -Þegar mér er ljóst, að jafnaðarstefnan hefur ekki átt hljómgrunn meðal þeirra, sem stjórna. Stjórnmálasagan sýnir og sannar, að þeim þjóðum vegnar best, þar sem jafnaðarstefnan hefur ráðið ferð. Í kosningunum á laugardag er mikilvægt að stöðva þróun ójafnaðar. Þess vegna ætla ég að greiða Samfylkingunni, Jafnaðarmannaflokki Íslands, atkvæði mitt, -enda veit ég, að formaður flokksins er stálheiðarleg kona og traustur jafnaðarmaður.Árni Gunnarsson er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar