Reyna allt svo Eyjólfur verði ekki sendur burt Snærós Sindradóttir skrifar 26. október 2016 07:00 Elva Christina og sonur hennar, Eyjólfur Kristinn Elvuson, komu hingað til lands í sumar þegar norsk yfirvöld höfðu svipt Elvu forræði yfir drengnum. Hún hafði þá verið í neyslu fíkniefna. Hér á landi hefur hún farið í regluleg próf sem benda til þess að hún sé ekki lengur í neyslu. vísir/anton brink Barnaverndaryfirvöld á Íslandi leggja allt kapp á að Eyjólfur Kristinn Elvuson, fimm ára drengur, verði ekki sendur til Noregs á fósturheimili. Komið var saman á Austurvelli í gær til að mótmæla yfirvofandi brottflutningi. Forsaga málsins er sú að norsk barnaverndaryfirvöld sviptu Elvu Christinu forsjá yfir drengnum, en hún var búsett þar í landi ásamt móður sinni. Þegar úrskurður yfirvalda kom tók fjölskyldan saman föggur sínar og flúði til Íslands. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í málinu í byrjun mánaðarins. Tvennum sögum fer af því hvað úrskurðurinn þýðir en sagt hefur verið frá því í fjölmiðlum að senda eigi drenginn til Noregs á fósturheimili næstu þrettán árin. Dómurinn þýði að móðir drengsins, Elva Christina, komi aðeins til með að hitta drenginn tvisvar á ári undir eftirliti. Starfsfólk Barnaverndarstofu sem Fréttablaðið ræddi við segir málið ekki svo klippt og skorið. Úrskurður héraðsdóms merki að norsk barnaverndaryfirvöld fari með forsjá drengsins og hann eigi að vera í umsjá þeirra. Hins vegar sé ekkert í dómnum sem komi í veg fyrir að norsk barnaverndaryfirvöld velji barninu fósturheimili hér á landi. Heimildir Fréttablaðsins herma að viðræður séu þegar hafnar við norsk yfirvöld og bjartsýni ríki á niðurstöðu málsins. Dómur héraðsdóms byggir á Haag-samningnum um einkaréttarleg áhrif af brottnámi barna til flutnings á milli landa. Á vefsíðu Barnaverndarstofu kemur fram að markmið samningsins sé fyrst og fremst að leysa úr því ef annað foreldri barns flytur barn með ólögmætum hætti til annars lands. Honum hefur verið beitt þegar um forræðisdeilu foreldra er að ræða en þeir starfsmenn Barnaverndarstofu sem Fréttablaðið ræddi við minntust þess ekki að samningnum hefði verið beitt til að senda íslenskt barn út til erlendra barnaverndaryfirvalda. Það væri ekki venjan. Oddgeir Einarsson, lögmaður móður drengsins, segir úrskurð héraðsdóms skýran um að afhenda eigi barnið norskum barnaverndaryfirvöldum. Fyrir liggi norskur úrskurður um að barnið eigi að vista á fósturheimili. Málið sé er til meðferðar hjá Hæstarétti Íslands sem eigi eftir að dæma í málinu. „Ég hef ekkert fast í hendi um að það náist samningur þarna á milli. Ef maður horfir á þetta burt séð frá öllum lagaákvæðum þá er þarna strákur sem er fæddur á Íslandi, talar íslensku og á íslenska foreldra, hann er á leikskóla hérna og gengur vel og barnaverndaryfirvöld í Reykjavík hafa haft eftirlit með heimilinu. Manni finnst þetta öskra á að þetta eigi ekki að geta gerst. Það sé ekki í samræmi við mannréttindi stráksins og friðhelgi fjölskyldu hans.“ Oddgeir segir mikinn fjölda af ættingjum hér á landi geta tekið við drengnum. Faðir drengsins, sem er búsettur í Danmörku, undirbýr nú mál gegn norska ríkinu til að fá forræði drengsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Senda á drenginn út til Noregs eigi síðar en 4. desember Blásið hefur verið til samstöðufundar og búið er að áfrýja málinu til hæstaréttar. 21. október 2016 14:20 „Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30 Útilokar ekki að íslensk barnaverndaryfirvöld hlutist til um mál sonar Elvu Christinu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu útilokar ekki að barnaverndaryfirvöld hér á landi hlutist til um mál fimm ára gamals íslensks drengs en í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að afhenda skuli norskum barnaverndaryfirvöldum drenginn. 5. október 2016 19:29 Dómarinn telur drengnum engin hætta búin í Noregi Í dómi þar sem Elvu Christinu er gert að senda son sinn fimm ára til Noregs er ekki litið til vilja drengsins. 7. október 2016 13:30 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Barnaverndaryfirvöld á Íslandi leggja allt kapp á að Eyjólfur Kristinn Elvuson, fimm ára drengur, verði ekki sendur til Noregs á fósturheimili. Komið var saman á Austurvelli í gær til að mótmæla yfirvofandi brottflutningi. Forsaga málsins er sú að norsk barnaverndaryfirvöld sviptu Elvu Christinu forsjá yfir drengnum, en hún var búsett þar í landi ásamt móður sinni. Þegar úrskurður yfirvalda kom tók fjölskyldan saman föggur sínar og flúði til Íslands. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í málinu í byrjun mánaðarins. Tvennum sögum fer af því hvað úrskurðurinn þýðir en sagt hefur verið frá því í fjölmiðlum að senda eigi drenginn til Noregs á fósturheimili næstu þrettán árin. Dómurinn þýði að móðir drengsins, Elva Christina, komi aðeins til með að hitta drenginn tvisvar á ári undir eftirliti. Starfsfólk Barnaverndarstofu sem Fréttablaðið ræddi við segir málið ekki svo klippt og skorið. Úrskurður héraðsdóms merki að norsk barnaverndaryfirvöld fari með forsjá drengsins og hann eigi að vera í umsjá þeirra. Hins vegar sé ekkert í dómnum sem komi í veg fyrir að norsk barnaverndaryfirvöld velji barninu fósturheimili hér á landi. Heimildir Fréttablaðsins herma að viðræður séu þegar hafnar við norsk yfirvöld og bjartsýni ríki á niðurstöðu málsins. Dómur héraðsdóms byggir á Haag-samningnum um einkaréttarleg áhrif af brottnámi barna til flutnings á milli landa. Á vefsíðu Barnaverndarstofu kemur fram að markmið samningsins sé fyrst og fremst að leysa úr því ef annað foreldri barns flytur barn með ólögmætum hætti til annars lands. Honum hefur verið beitt þegar um forræðisdeilu foreldra er að ræða en þeir starfsmenn Barnaverndarstofu sem Fréttablaðið ræddi við minntust þess ekki að samningnum hefði verið beitt til að senda íslenskt barn út til erlendra barnaverndaryfirvalda. Það væri ekki venjan. Oddgeir Einarsson, lögmaður móður drengsins, segir úrskurð héraðsdóms skýran um að afhenda eigi barnið norskum barnaverndaryfirvöldum. Fyrir liggi norskur úrskurður um að barnið eigi að vista á fósturheimili. Málið sé er til meðferðar hjá Hæstarétti Íslands sem eigi eftir að dæma í málinu. „Ég hef ekkert fast í hendi um að það náist samningur þarna á milli. Ef maður horfir á þetta burt séð frá öllum lagaákvæðum þá er þarna strákur sem er fæddur á Íslandi, talar íslensku og á íslenska foreldra, hann er á leikskóla hérna og gengur vel og barnaverndaryfirvöld í Reykjavík hafa haft eftirlit með heimilinu. Manni finnst þetta öskra á að þetta eigi ekki að geta gerst. Það sé ekki í samræmi við mannréttindi stráksins og friðhelgi fjölskyldu hans.“ Oddgeir segir mikinn fjölda af ættingjum hér á landi geta tekið við drengnum. Faðir drengsins, sem er búsettur í Danmörku, undirbýr nú mál gegn norska ríkinu til að fá forræði drengsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Senda á drenginn út til Noregs eigi síðar en 4. desember Blásið hefur verið til samstöðufundar og búið er að áfrýja málinu til hæstaréttar. 21. október 2016 14:20 „Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30 Útilokar ekki að íslensk barnaverndaryfirvöld hlutist til um mál sonar Elvu Christinu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu útilokar ekki að barnaverndaryfirvöld hér á landi hlutist til um mál fimm ára gamals íslensks drengs en í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að afhenda skuli norskum barnaverndaryfirvöldum drenginn. 5. október 2016 19:29 Dómarinn telur drengnum engin hætta búin í Noregi Í dómi þar sem Elvu Christinu er gert að senda son sinn fimm ára til Noregs er ekki litið til vilja drengsins. 7. október 2016 13:30 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Senda á drenginn út til Noregs eigi síðar en 4. desember Blásið hefur verið til samstöðufundar og búið er að áfrýja málinu til hæstaréttar. 21. október 2016 14:20
„Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30
Útilokar ekki að íslensk barnaverndaryfirvöld hlutist til um mál sonar Elvu Christinu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu útilokar ekki að barnaverndaryfirvöld hér á landi hlutist til um mál fimm ára gamals íslensks drengs en í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að afhenda skuli norskum barnaverndaryfirvöldum drenginn. 5. október 2016 19:29
Dómarinn telur drengnum engin hætta búin í Noregi Í dómi þar sem Elvu Christinu er gert að senda son sinn fimm ára til Noregs er ekki litið til vilja drengsins. 7. október 2016 13:30