Innlent

Lýstu yfir vilja til að nýta forkaupsrétt

Samúel Karl Ólason skrifar
Eignin sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar vilja að Þingvallnefnd nýti forkaupsrétt á var auglýst til sölu í sumar.
Eignin sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar vilja að Þingvallnefnd nýti forkaupsrétt á var auglýst til sölu í sumar.
Þingvallanefnd hefur lýst yfir vilja til að nýta forkaupsrétt á Valhallarstíg nyrðri 7 en segir nauðsynlegt að skoða frekari annmarka á málinu og álitamál sem hafa komið upp og það verði skoðað betur. Þá liggur fyrir að ekki eru til fjárveitingar fyrir kaupum á lóðinni og biður nefndin Forsætisráðuneytið að kanna hvort að mögulega væri hægt að finna fjármagn til að nýta forkaupsréttinn.

Á lóðinni er grunnur að 159 fermetra sumarhúsi í eigu Boga Pálssonar sem kenndur er við Toyota. Þar áður hafa meðal annars athafnakonan Sonja Zorilla og forsetinn fyrrverandi, Vigdís Finnbogadóttir, átt Valhallarstíg nyrðri 7. Eignin er metin á um 85 milljónir króna.

Sjá einnig: Grunnur að bústað í þjóðgarðinum á Þingvöllum falur á 85 milljónir.

Samkvæmt Sigrúnu Magnúsdóttur, formanni nefndarinnar, að hafði áður verið ákveðið að nýta ekki réttinn þar sem fjárveiting var ekki til staðar.

Sjá einnig: Talsverð óvissa með nýtingu forkaupsréttar.

„Síðan þegar verið er að kanna þetta mál að þá ber kannski ekki saman sem var samþykkt í Þingvallanefnd árið 2007 og 2010,“ segir Sigrún. „Gögn sem að talið var að væri verið að samþykkja út frá, ber kannski ekki alveg saman við það sem að liggur fyrir hjá byggingafulltrúa.“

Því beinir nefndin því til ráðuneytisins að málið sé skoðað nánar.

Um er að ræða sameiginlega niðurstöðu allrar nefndarinnar og Sigrún segist kát með að það hafi verið sérstaklega ánægjulegt þar sem um síðasta fund nefndarinnar á þessu kjörtímabili var að ræða.

Hér má skoða eignina á fasteignavef Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×