11% eða ekki 11%? Vésteinn Valgarðsson skrifar 25. október 2016 00:00 Kári Stefánsson krefst þess, og tæpir 90.000 Íslendingar með honum, að 11% vergrar landsframleiðslu verði varið í heilbrigðiskerfið. Nú skal ég síðastur manna mótmæla stórauknum framlögum til heilbrigðiskerfisins. En þessi tala er ekki heilög án fyrirvara. Í Bandaríkjunum getur efnaðra fólk keypt sér bestu heilbrigðisþjónustu í heimi. Fátækt fólk fær ömurlega heilbrigðisþjónustu. Er það vegna þess að of litlum peningum sé varið í kerfið? Árið 2014 eyddu Bandaríkjamenn um 17% vergrar landframleiðslu í heilbrigðiskerfið. Mun meira en Íslendingar. Með mun verri árangri. Munurinn liggur í rekstrinum. Í Bandaríkjunum er heilbrigðisþjónustan að mjög miklu leyti einkarekin og í gróðaskyni. Einkarekstur er eins og sníkill á kerfinu. Að auka framlögin er eins og að éta meira og meira, þótt maður sé með bandorm. Það er eins og að hella meira og meira í kerald sem aldrei fyllist, því botninn er suður í Borgarfirði. Já, auðvitað þarf að stórauka framlög til heilbrigðismála. En það þarf líka að tryggja að þeir peningar fari í að bæta heilsu fólks en ekki í að skapa gróða fyrir einkarekin heilbrigðisfyrirtæki. Sjúkratryggingar Íslands voru stofnaðar 2008. Tilgangur þeirra er að auðvelda markaðsvæðingu íslenska heilbrigðiskerfisins. Það gera þær með því að borga þeim sem framkvæmir aðgerðina. Það þýðir að aðgerðir einkarekinna læknastofa eru borgaðar úr sama vasanum og borgar aðgerðir á t.d. Landspítalanum. Þótt þær séu dýrari. Og þótt þær séu unnar af sömu læknunum. Þetta fyrirkomulag grefur m.ö.o. undan Landspítalanum. Tekur frá honum bæði peninga og vinnutíma sérfræðilækna, sem láta nægja að vera í hlutastarfi á spítalanum en vinna á arðbærari, einkarekinni stofu þess á milli. Það þarf að stoppa í þetta gat um leið og framlögin eru aukin. Það þarf að leggja Sjúkratrygginar Íslands niður. Aukum framlög til heilbrigðiskerfisins og aukum gagnið sem þau framlög gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Kári Stefánsson krefst þess, og tæpir 90.000 Íslendingar með honum, að 11% vergrar landsframleiðslu verði varið í heilbrigðiskerfið. Nú skal ég síðastur manna mótmæla stórauknum framlögum til heilbrigðiskerfisins. En þessi tala er ekki heilög án fyrirvara. Í Bandaríkjunum getur efnaðra fólk keypt sér bestu heilbrigðisþjónustu í heimi. Fátækt fólk fær ömurlega heilbrigðisþjónustu. Er það vegna þess að of litlum peningum sé varið í kerfið? Árið 2014 eyddu Bandaríkjamenn um 17% vergrar landframleiðslu í heilbrigðiskerfið. Mun meira en Íslendingar. Með mun verri árangri. Munurinn liggur í rekstrinum. Í Bandaríkjunum er heilbrigðisþjónustan að mjög miklu leyti einkarekin og í gróðaskyni. Einkarekstur er eins og sníkill á kerfinu. Að auka framlögin er eins og að éta meira og meira, þótt maður sé með bandorm. Það er eins og að hella meira og meira í kerald sem aldrei fyllist, því botninn er suður í Borgarfirði. Já, auðvitað þarf að stórauka framlög til heilbrigðismála. En það þarf líka að tryggja að þeir peningar fari í að bæta heilsu fólks en ekki í að skapa gróða fyrir einkarekin heilbrigðisfyrirtæki. Sjúkratryggingar Íslands voru stofnaðar 2008. Tilgangur þeirra er að auðvelda markaðsvæðingu íslenska heilbrigðiskerfisins. Það gera þær með því að borga þeim sem framkvæmir aðgerðina. Það þýðir að aðgerðir einkarekinna læknastofa eru borgaðar úr sama vasanum og borgar aðgerðir á t.d. Landspítalanum. Þótt þær séu dýrari. Og þótt þær séu unnar af sömu læknunum. Þetta fyrirkomulag grefur m.ö.o. undan Landspítalanum. Tekur frá honum bæði peninga og vinnutíma sérfræðilækna, sem láta nægja að vera í hlutastarfi á spítalanum en vinna á arðbærari, einkarekinni stofu þess á milli. Það þarf að stoppa í þetta gat um leið og framlögin eru aukin. Það þarf að leggja Sjúkratrygginar Íslands niður. Aukum framlög til heilbrigðiskerfisins og aukum gagnið sem þau framlög gera.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar