Stefndi í að Te & Kaffi í Kringlunni yrði sektað vegna Kvennafrídagsins Anton Egilsson skrifar 24. október 2016 22:55 Það varðar sektum að loka búðum í Kringlunni. Jafnvel þó það sé Kvennafrídagur. Vísir/Valli/Stefán/Ernir Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir að engum verslunum hafi þurft að loka í dag að hans vitund. Það sé ekki heimilt samkvæmt þeim skilmálum sem aðilar gangast undir sem koma inn í Kringluna. Te & Kaffi lokaði helmingi staða sinna á þriðja tímanum í dag í tilefni Kvennafrídagsins svo starfsmenn af kvenkyni gætu mætt á samstöðufund á Austurvelli. Til stóð að loka staðnum í Kringlunni í dag þar til forsvarsmenn kaffihúsakeðjunnar voru minntir á samning sinn við eigendur Kringlunnar. „Það er bara hluti af því að virða þær reglur sem gilda um það,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Loki verslanir í Kringlunni þurfa þær að greiða sektir. Þeim tókst þó öllum að halda starfsemi gangandi í dag þrátt fyrir samstöðufundinn. „Ég veit til þess að það var fullt af konum sem fóru úr Kringlunni í dag og sóttu samstöðufundinn. Það er þá eigenda og rekstraraðila að tryggja það að verslanir og þjónusta og veitingastaðir séu áfram opnir.“Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdarstjóri Kringlunnar.VísirNáðu að manna staðinn með strákumAðspurður segist Sigurjón hafa fengið eina tilkynningu frá rekstaraðila í Kringlunni að fyrirtækið hygðist loka fyrr í dag vegna Kvennafrídagsins. „En það varð ekkert úr því. Ég átti spjall við hann og rifjaði upp með honum hvaða reglur hann hefði gengist undir og hann svo sem áttaði sig á því og tryggði það að staðurinn hjá honum var áfram opinn.“ Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Te & Kaffi, segir að fyrirtækið hafi hvatt allar konur til að fara fyrr í dag og mæta á samstöðufundinn. Helmingi staðanna hafi verið lokað fyrr og það hafi verið uppleggið í Kringlunni líka, enda konur um 80% starfsmanna fyrirtækisins og hlutfallið enn hærra í Kringlunni. Þeir hafi hins vegar verið minntir á samninga sína við Kringluna og þurft að taka til sinna ráða. „Að lokum náðum við að manna staðinn með strákum,“ segir Halldór ánægður með að tekist hafi að leysa úr málinu. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir að engum verslunum hafi þurft að loka í dag að hans vitund. Það sé ekki heimilt samkvæmt þeim skilmálum sem aðilar gangast undir sem koma inn í Kringluna. Te & Kaffi lokaði helmingi staða sinna á þriðja tímanum í dag í tilefni Kvennafrídagsins svo starfsmenn af kvenkyni gætu mætt á samstöðufund á Austurvelli. Til stóð að loka staðnum í Kringlunni í dag þar til forsvarsmenn kaffihúsakeðjunnar voru minntir á samning sinn við eigendur Kringlunnar. „Það er bara hluti af því að virða þær reglur sem gilda um það,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Loki verslanir í Kringlunni þurfa þær að greiða sektir. Þeim tókst þó öllum að halda starfsemi gangandi í dag þrátt fyrir samstöðufundinn. „Ég veit til þess að það var fullt af konum sem fóru úr Kringlunni í dag og sóttu samstöðufundinn. Það er þá eigenda og rekstraraðila að tryggja það að verslanir og þjónusta og veitingastaðir séu áfram opnir.“Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdarstjóri Kringlunnar.VísirNáðu að manna staðinn með strákumAðspurður segist Sigurjón hafa fengið eina tilkynningu frá rekstaraðila í Kringlunni að fyrirtækið hygðist loka fyrr í dag vegna Kvennafrídagsins. „En það varð ekkert úr því. Ég átti spjall við hann og rifjaði upp með honum hvaða reglur hann hefði gengist undir og hann svo sem áttaði sig á því og tryggði það að staðurinn hjá honum var áfram opinn.“ Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Te & Kaffi, segir að fyrirtækið hafi hvatt allar konur til að fara fyrr í dag og mæta á samstöðufundinn. Helmingi staðanna hafi verið lokað fyrr og það hafi verið uppleggið í Kringlunni líka, enda konur um 80% starfsmanna fyrirtækisins og hlutfallið enn hærra í Kringlunni. Þeir hafi hins vegar verið minntir á samninga sína við Kringluna og þurft að taka til sinna ráða. „Að lokum náðum við að manna staðinn með strákum,“ segir Halldór ánægður með að tekist hafi að leysa úr málinu.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira