Stefndi í að Te & Kaffi í Kringlunni yrði sektað vegna Kvennafrídagsins Anton Egilsson skrifar 24. október 2016 22:55 Það varðar sektum að loka búðum í Kringlunni. Jafnvel þó það sé Kvennafrídagur. Vísir/Valli/Stefán/Ernir Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir að engum verslunum hafi þurft að loka í dag að hans vitund. Það sé ekki heimilt samkvæmt þeim skilmálum sem aðilar gangast undir sem koma inn í Kringluna. Te & Kaffi lokaði helmingi staða sinna á þriðja tímanum í dag í tilefni Kvennafrídagsins svo starfsmenn af kvenkyni gætu mætt á samstöðufund á Austurvelli. Til stóð að loka staðnum í Kringlunni í dag þar til forsvarsmenn kaffihúsakeðjunnar voru minntir á samning sinn við eigendur Kringlunnar. „Það er bara hluti af því að virða þær reglur sem gilda um það,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Loki verslanir í Kringlunni þurfa þær að greiða sektir. Þeim tókst þó öllum að halda starfsemi gangandi í dag þrátt fyrir samstöðufundinn. „Ég veit til þess að það var fullt af konum sem fóru úr Kringlunni í dag og sóttu samstöðufundinn. Það er þá eigenda og rekstraraðila að tryggja það að verslanir og þjónusta og veitingastaðir séu áfram opnir.“Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdarstjóri Kringlunnar.VísirNáðu að manna staðinn með strákumAðspurður segist Sigurjón hafa fengið eina tilkynningu frá rekstaraðila í Kringlunni að fyrirtækið hygðist loka fyrr í dag vegna Kvennafrídagsins. „En það varð ekkert úr því. Ég átti spjall við hann og rifjaði upp með honum hvaða reglur hann hefði gengist undir og hann svo sem áttaði sig á því og tryggði það að staðurinn hjá honum var áfram opinn.“ Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Te & Kaffi, segir að fyrirtækið hafi hvatt allar konur til að fara fyrr í dag og mæta á samstöðufundinn. Helmingi staðanna hafi verið lokað fyrr og það hafi verið uppleggið í Kringlunni líka, enda konur um 80% starfsmanna fyrirtækisins og hlutfallið enn hærra í Kringlunni. Þeir hafi hins vegar verið minntir á samninga sína við Kringluna og þurft að taka til sinna ráða. „Að lokum náðum við að manna staðinn með strákum,“ segir Halldór ánægður með að tekist hafi að leysa úr málinu. Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir að engum verslunum hafi þurft að loka í dag að hans vitund. Það sé ekki heimilt samkvæmt þeim skilmálum sem aðilar gangast undir sem koma inn í Kringluna. Te & Kaffi lokaði helmingi staða sinna á þriðja tímanum í dag í tilefni Kvennafrídagsins svo starfsmenn af kvenkyni gætu mætt á samstöðufund á Austurvelli. Til stóð að loka staðnum í Kringlunni í dag þar til forsvarsmenn kaffihúsakeðjunnar voru minntir á samning sinn við eigendur Kringlunnar. „Það er bara hluti af því að virða þær reglur sem gilda um það,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Loki verslanir í Kringlunni þurfa þær að greiða sektir. Þeim tókst þó öllum að halda starfsemi gangandi í dag þrátt fyrir samstöðufundinn. „Ég veit til þess að það var fullt af konum sem fóru úr Kringlunni í dag og sóttu samstöðufundinn. Það er þá eigenda og rekstraraðila að tryggja það að verslanir og þjónusta og veitingastaðir séu áfram opnir.“Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdarstjóri Kringlunnar.VísirNáðu að manna staðinn með strákumAðspurður segist Sigurjón hafa fengið eina tilkynningu frá rekstaraðila í Kringlunni að fyrirtækið hygðist loka fyrr í dag vegna Kvennafrídagsins. „En það varð ekkert úr því. Ég átti spjall við hann og rifjaði upp með honum hvaða reglur hann hefði gengist undir og hann svo sem áttaði sig á því og tryggði það að staðurinn hjá honum var áfram opinn.“ Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Te & Kaffi, segir að fyrirtækið hafi hvatt allar konur til að fara fyrr í dag og mæta á samstöðufundinn. Helmingi staðanna hafi verið lokað fyrr og það hafi verið uppleggið í Kringlunni líka, enda konur um 80% starfsmanna fyrirtækisins og hlutfallið enn hærra í Kringlunni. Þeir hafi hins vegar verið minntir á samninga sína við Kringluna og þurft að taka til sinna ráða. „Að lokum náðum við að manna staðinn með strákum,“ segir Halldór ánægður með að tekist hafi að leysa úr málinu.
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira