Svar til Halldórs Gunnarssonar um lífeyrismál Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 25. október 2016 07:00 19. október birti ég grein í Fréttablaðinu um lífeyrismál þar sem hulunni var svipt af þeirri hugmynd Flokks fólksins að peningar sem samsvöruðu skatti af lífeyrisiðgjöldum frá árinu 1988 lægju í lífeyrissjóðunum og hægt væri að ganga að þeim þar til að bæta kjör aldraðra og öryrkja o.fl. Halldór Gunnarsson, varaformaður Flokks fólksins, maldar í móinn í sama blaði daginn eftir og segir um lífeyrissjóðsiðgjöldin m.a.: „Fram til 1988 var greiddur skattur til ríkis og sveitarfélaga af þessu framlagi. Það ár var lögum breytt í þá veru að iðgjaldið var undanþegið skatti, en greiðsla sem samsvaraði skatti af iðgjaldinu var innt af hendi til lífeyrissjóðanna.“ Hann getur þess ekki hvaða aðili er svo rausnarlegur að inna þessa greiðslu af hendi né vísar hann á nein gögn um þessi stórmerki sem enginn annar virðist kannast við.Að færa peninga milli vasa Jafnvel þó að lífeyrissjóðirnir hefðu fengið þessar greiðslur væru þær væntanlega bara hluti af þessum ca. 3.500 milljörðum sem þeir eru sagðir eiga og duga ekki til að standa undir lífeyrisgreiðslum. Ef sjóðirnir eiga áfram að vera hluti af lífeyriskerfinu dugar lítt að skerða greiðslugetu þeirra sem er ónóg fyrir með því að taka úr þeim peninga til að greiða það sama með annars staðar frá. Það er eins og að færa peninga úr einum vasa í annan. Alþýðufylkingin tekur heils hugar undir kröfu um a.m.k. 300.000 króna ráðstöfunartekjur og hefur auk þess áform um frekari umbætur sem gera lífsbaráttuna ódýrari, t.d. með afléttingu vaxtaklyfja. En við tökum ekki undir hókus pókus tal sem byggt er á fullyrðingum úr lausu lofti.Félagsvæðing gegn markaðsvæðingu Ef Flokki fólksins er alvara með sínum kröfum um 300.000 króna ráðstöfunartekjur, ætti hann að taka undir baráttu Alþýðufylkingarinnar fyrir félagsvæðingu fjármálakerfisins og annarra innviða samfélagsins. Það er eina leiðin til að stokka upp tekjuskiptinguna í samfélaginu þannig að allir geti lifað góðu lífi. Vandinn við lífeyrissjóðina er ekki sá að þeir séu of stórir og mikill rekstrarkostnaður þeirra er jafnvel lítill hluti af vandanum. Hins vegar byggist markmið þeirra um að tryggja lífeyri á þeirri trú að hægt sé að græða endalaust á fjármagni án þess að neinn tapi á móti. Þegar lífeyrissjóðirnir græða á því að fyrirtæki í eigu þeirra græða, þá er það ýmist með því að halda launum niðri eða vöruverðinu háu. Einnig geta þeir grætt á skuldabréfum með háum vöxtum. Í báðum tilfellum tapar almenningur sem einnig eru sjóðfélagar lífeyrissjóðanna. Þegar lífeyrissjóðirnir tapa á verðbréfahruni tapa sjóðfélagarnir líka. Þetta er það sem fæst fyrir 12% skatt til lífeyrissjóðanna, sem nú á að hækka í 15,5%. Með félagslega reknu fjármálakerfi og þar með lífeyriskerfi sparast mikið fé sem nota má til að bæta kjör aldraðra og öryrkja og okkar hinna sem loksins getum hætt að tapa.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Sjá meira
19. október birti ég grein í Fréttablaðinu um lífeyrismál þar sem hulunni var svipt af þeirri hugmynd Flokks fólksins að peningar sem samsvöruðu skatti af lífeyrisiðgjöldum frá árinu 1988 lægju í lífeyrissjóðunum og hægt væri að ganga að þeim þar til að bæta kjör aldraðra og öryrkja o.fl. Halldór Gunnarsson, varaformaður Flokks fólksins, maldar í móinn í sama blaði daginn eftir og segir um lífeyrissjóðsiðgjöldin m.a.: „Fram til 1988 var greiddur skattur til ríkis og sveitarfélaga af þessu framlagi. Það ár var lögum breytt í þá veru að iðgjaldið var undanþegið skatti, en greiðsla sem samsvaraði skatti af iðgjaldinu var innt af hendi til lífeyrissjóðanna.“ Hann getur þess ekki hvaða aðili er svo rausnarlegur að inna þessa greiðslu af hendi né vísar hann á nein gögn um þessi stórmerki sem enginn annar virðist kannast við.Að færa peninga milli vasa Jafnvel þó að lífeyrissjóðirnir hefðu fengið þessar greiðslur væru þær væntanlega bara hluti af þessum ca. 3.500 milljörðum sem þeir eru sagðir eiga og duga ekki til að standa undir lífeyrisgreiðslum. Ef sjóðirnir eiga áfram að vera hluti af lífeyriskerfinu dugar lítt að skerða greiðslugetu þeirra sem er ónóg fyrir með því að taka úr þeim peninga til að greiða það sama með annars staðar frá. Það er eins og að færa peninga úr einum vasa í annan. Alþýðufylkingin tekur heils hugar undir kröfu um a.m.k. 300.000 króna ráðstöfunartekjur og hefur auk þess áform um frekari umbætur sem gera lífsbaráttuna ódýrari, t.d. með afléttingu vaxtaklyfja. En við tökum ekki undir hókus pókus tal sem byggt er á fullyrðingum úr lausu lofti.Félagsvæðing gegn markaðsvæðingu Ef Flokki fólksins er alvara með sínum kröfum um 300.000 króna ráðstöfunartekjur, ætti hann að taka undir baráttu Alþýðufylkingarinnar fyrir félagsvæðingu fjármálakerfisins og annarra innviða samfélagsins. Það er eina leiðin til að stokka upp tekjuskiptinguna í samfélaginu þannig að allir geti lifað góðu lífi. Vandinn við lífeyrissjóðina er ekki sá að þeir séu of stórir og mikill rekstrarkostnaður þeirra er jafnvel lítill hluti af vandanum. Hins vegar byggist markmið þeirra um að tryggja lífeyri á þeirri trú að hægt sé að græða endalaust á fjármagni án þess að neinn tapi á móti. Þegar lífeyrissjóðirnir græða á því að fyrirtæki í eigu þeirra græða, þá er það ýmist með því að halda launum niðri eða vöruverðinu háu. Einnig geta þeir grætt á skuldabréfum með háum vöxtum. Í báðum tilfellum tapar almenningur sem einnig eru sjóðfélagar lífeyrissjóðanna. Þegar lífeyrissjóðirnir tapa á verðbréfahruni tapa sjóðfélagarnir líka. Þetta er það sem fæst fyrir 12% skatt til lífeyrissjóðanna, sem nú á að hækka í 15,5%. Með félagslega reknu fjármálakerfi og þar með lífeyriskerfi sparast mikið fé sem nota má til að bæta kjör aldraðra og öryrkja og okkar hinna sem loksins getum hætt að tapa.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun