Skoðun

Hver borgar?

Birgir Guðjónsson skrifar
Heilbrigðismálin eru enn bitbein í kosningabaráttu og einfaldar lausnir boðaðar án nokkurs rökstuðnings.

Nokkrir stjórnmálaflokkar boða gjaldfrjálsa þ.e. „fría“ heilbrigðisþjónustu. Kári vill 11% af þjóðartekjum í heilbrigðisþjónustuna.

Fjármálaspeki mín er ekki mikil en hugstæð er setning/frasi sem oft heyrðist í dvöl minni í Bandaríkjunum og almenningur þekkti vel þ.e. „there is no free lunch“, sem einfaldlega má þýða: það er enginn frír (ókeypis) hádegisverður. Einhver verður alltaf að borga, yfirleitt er það neytandinn eftir öðrum leiðum.

Ef þessir boðberar ætla að afnema alla gjaldtöku í heilbrigðisþjónustu er þeim skylt að benda á hvar eigi að draga úr öðrum útgjöldum. Alls staðar virðist vanta meira fé, svo sem í menntakerfið, löggæslu og vegamál, hvar á að draga úr? Minni menntun eða löggæslu, verri vegir?

Sama er að segja um 11% hans Kára, hvar á að draga úr öðrum framlögum? Kári hefur vissulega nokkra reynslu af fjármálum með gjaldþroti fyrirtækis upp á um 40 milljarða kr. (313,9 miljónir bandaríkjadala, (skv. Wikipedia)) eftir mikil hlutabréfakaup almennings, án þess að yfirlýstum markmiðum hafi verið náð. Var 800 milljóna kr. skannagjöf friðþæging? Það dugar lítið að ætla sér að ráða og reka menn úr stjórnmálum.

Þegar kallað er eftir ítarlegum upplýsingum um fjármál forsetafjölskyldu mætti líta sér nær.

Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×