Snorri Steinn: Risakafla í lífi mínu að ljúka Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. október 2016 06:00 Takk og bless. Snorri Steinn yfirgefur nú landsliðið eftir afar gifturíkan landsliðsferil sem spannaði heil fimmtán ár. vísir/eva „Þegar maður hefur verið í þessu svona lengi, þá er þetta ekki bara fluga sem maður fær í höfuðið og slær til. Þetta er búið að gerjast í mér í þó nokkurn tíma,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, en hann tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. Snorri er annar silfurdrengjanna frá Peking sem leggur landsliðsskóna á hilluna á skömmum tíma en Alexander Petersson tók einnig ákvörðun um að hætta með landsliðinu á dögunum. Snorri spilaði sinn fyrsta landsleik gegn Noregi þann 2. nóvember árið 2001. Landsliðsferill hans spannar því nærri 15 ár og eina 257 landsleiki. Á ferlinum fór Snorri á 14 stórmót með landsliðinu og vann til tvennra verðlauna; á ÓL árið 2008 og á EM í Austurríki árið 2010. „Auðvitað var þetta gríðarlega erfið ákvörðun og líklega með erfiðari ákvörðunum sem ég hef tekið sem handboltamaður. Það er engin ein ástæða fyrir því að ég hætti núna. Það er hitt og þetta. Einhvern tímann kemur tími á þetta hjá öllum og mér fannst þetta vera fínn tímapunktur fyrir mig til þess að stíga til hliðar. Tilfinningin og hjartað sagði mér að gera þetta og það er oft gott að fylgja því,“ segir Snorri Steinn og getur ekki neitað því að verða svolítið meyr er hann hugsar til þess að eiga aldrei aftur eftir að spila fyrir landsliðið. „Það er óhætt að segja það og ég er ekkert feiminn við það. Það er að ljúka risakafla hjá mér og það er ekkert leyndarmál að landsliðið hefur gefið mér mínar skemmtilegustu og erfiðustu stundir ferilsins. Áður fyrr þoldi maður ekki einhverja hluti í landsliðinu en þegar þetta er búið þá þykir manni vænt um allan tímann í heild sinni. Mér þykir alveg jafn vænt um verstu stundirnar og þær bestu. Ég á eftir að sakna allra þessara stunda og ég held að það sé óeðlilegt að sakna þeirra ekki. Ég vona að ég eigi eftir að sakna þeirra. Að ég hafi ekki eytt fimmtán árum í eitthvað sem ég mun ekki sakna.“graf/fréttablaðiðSnorri viðurkennir að tilhugsunin um að horfa á landsliðið á næstunni og geta ekkert gert uppi í sófa heima hjá sér sé óneitanlega sérstök. „Það verður erfitt. Ég held að það sé enginn tímapunktur auðveldur til að hætta. Ég held að fyrstu leikirnir og stórmótin sem ég missi af verði skrítinn tími. Ég á örugglega eftir að horfa á þetta meira sem leikmaður og það eru örugglega einhver mót í að ég fari að horfa á landsliðið sem handboltaunnandi í sófanum með bjór,“ segir Snorri Steinn léttur, en hvað stendur upp úr á landsliðsferlinum? „Það eru auðvitað þessir tveir verðlaunapeningar sem munu standa upp úr. Þegar maður finnur að þetta er búið þá verður maður svolítið meyr og fer að þykja vænt um alls konar hluti. Ég ætla ekki að þylja upp marga hluti núna þó svo að hver nótt með Robba hafi verið gulls ígildi,“ segir Snorri Steinn kíminn en þar á hann við línumanninn Róbert Gunnarsson sem hefur verið herbergisfélagi hans í landsliðinu um árabil. Leikstjórnandinn magnaði er orðinn 35 ára gamall og mun ekki leggja handboltaskóna á hilluna alveg strax. Hann er leikmaður hjá Nimes í Frakklandi þar sem hann hefur spilað ótrúlega vel. „Ég á eitt og hálft ár eftir af samningi mínum við félagið og við fjölskyldan erum farin að horfa heim. Þetta er búinn að vera langur tími ytra og verða 15 ár ef ég klára samninginn hérna,“ segir Snorri Steinn sem hefur þegar tekið ákvörðun um framhaldið er hann kemur heim. „Það er ekkert leyndarmál að ég ætla mér út í þjálfun. Mér finnst það spennandi tilhugsun. Svo verður að koma í ljós hvað verður úr því. Kannski verð ég ömurlegur þjálfari. Ef ég spila einhvern leik eftir að ég kem heim þá verður það með Val. Ef ég þjálfa eitthvert annað lið þá mun ég ekki spila fyrir það. Bara þjálfa það. Ég þori alveg að segja það og stend vonandi við það. Þetta eru bara vangaveltur sem ég er samt ekki að spá mikið í núna. Það var nógu erfitt að hætta með landsliðinu.“ Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Miklar breytingar hjá handboltalandsliðinu | Þrír nýliðar og enginn Snobbi í liðinu Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið hópinn sinn fyrir leiki á móti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM 2018 en þeir fara fram í landsleikjahléinu í byrjun næsta mánaðar. 24. október 2016 13:05 Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun Það heldur áfram að kvarnast úr íslenska handboltalandsliðinu en Snorri Steinn Guðjónsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 24. október 2016 13:09 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
„Þegar maður hefur verið í þessu svona lengi, þá er þetta ekki bara fluga sem maður fær í höfuðið og slær til. Þetta er búið að gerjast í mér í þó nokkurn tíma,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, en hann tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. Snorri er annar silfurdrengjanna frá Peking sem leggur landsliðsskóna á hilluna á skömmum tíma en Alexander Petersson tók einnig ákvörðun um að hætta með landsliðinu á dögunum. Snorri spilaði sinn fyrsta landsleik gegn Noregi þann 2. nóvember árið 2001. Landsliðsferill hans spannar því nærri 15 ár og eina 257 landsleiki. Á ferlinum fór Snorri á 14 stórmót með landsliðinu og vann til tvennra verðlauna; á ÓL árið 2008 og á EM í Austurríki árið 2010. „Auðvitað var þetta gríðarlega erfið ákvörðun og líklega með erfiðari ákvörðunum sem ég hef tekið sem handboltamaður. Það er engin ein ástæða fyrir því að ég hætti núna. Það er hitt og þetta. Einhvern tímann kemur tími á þetta hjá öllum og mér fannst þetta vera fínn tímapunktur fyrir mig til þess að stíga til hliðar. Tilfinningin og hjartað sagði mér að gera þetta og það er oft gott að fylgja því,“ segir Snorri Steinn og getur ekki neitað því að verða svolítið meyr er hann hugsar til þess að eiga aldrei aftur eftir að spila fyrir landsliðið. „Það er óhætt að segja það og ég er ekkert feiminn við það. Það er að ljúka risakafla hjá mér og það er ekkert leyndarmál að landsliðið hefur gefið mér mínar skemmtilegustu og erfiðustu stundir ferilsins. Áður fyrr þoldi maður ekki einhverja hluti í landsliðinu en þegar þetta er búið þá þykir manni vænt um allan tímann í heild sinni. Mér þykir alveg jafn vænt um verstu stundirnar og þær bestu. Ég á eftir að sakna allra þessara stunda og ég held að það sé óeðlilegt að sakna þeirra ekki. Ég vona að ég eigi eftir að sakna þeirra. Að ég hafi ekki eytt fimmtán árum í eitthvað sem ég mun ekki sakna.“graf/fréttablaðiðSnorri viðurkennir að tilhugsunin um að horfa á landsliðið á næstunni og geta ekkert gert uppi í sófa heima hjá sér sé óneitanlega sérstök. „Það verður erfitt. Ég held að það sé enginn tímapunktur auðveldur til að hætta. Ég held að fyrstu leikirnir og stórmótin sem ég missi af verði skrítinn tími. Ég á örugglega eftir að horfa á þetta meira sem leikmaður og það eru örugglega einhver mót í að ég fari að horfa á landsliðið sem handboltaunnandi í sófanum með bjór,“ segir Snorri Steinn léttur, en hvað stendur upp úr á landsliðsferlinum? „Það eru auðvitað þessir tveir verðlaunapeningar sem munu standa upp úr. Þegar maður finnur að þetta er búið þá verður maður svolítið meyr og fer að þykja vænt um alls konar hluti. Ég ætla ekki að þylja upp marga hluti núna þó svo að hver nótt með Robba hafi verið gulls ígildi,“ segir Snorri Steinn kíminn en þar á hann við línumanninn Róbert Gunnarsson sem hefur verið herbergisfélagi hans í landsliðinu um árabil. Leikstjórnandinn magnaði er orðinn 35 ára gamall og mun ekki leggja handboltaskóna á hilluna alveg strax. Hann er leikmaður hjá Nimes í Frakklandi þar sem hann hefur spilað ótrúlega vel. „Ég á eitt og hálft ár eftir af samningi mínum við félagið og við fjölskyldan erum farin að horfa heim. Þetta er búinn að vera langur tími ytra og verða 15 ár ef ég klára samninginn hérna,“ segir Snorri Steinn sem hefur þegar tekið ákvörðun um framhaldið er hann kemur heim. „Það er ekkert leyndarmál að ég ætla mér út í þjálfun. Mér finnst það spennandi tilhugsun. Svo verður að koma í ljós hvað verður úr því. Kannski verð ég ömurlegur þjálfari. Ef ég spila einhvern leik eftir að ég kem heim þá verður það með Val. Ef ég þjálfa eitthvert annað lið þá mun ég ekki spila fyrir það. Bara þjálfa það. Ég þori alveg að segja það og stend vonandi við það. Þetta eru bara vangaveltur sem ég er samt ekki að spá mikið í núna. Það var nógu erfitt að hætta með landsliðinu.“
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Miklar breytingar hjá handboltalandsliðinu | Þrír nýliðar og enginn Snobbi í liðinu Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið hópinn sinn fyrir leiki á móti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM 2018 en þeir fara fram í landsleikjahléinu í byrjun næsta mánaðar. 24. október 2016 13:05 Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun Það heldur áfram að kvarnast úr íslenska handboltalandsliðinu en Snorri Steinn Guðjónsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 24. október 2016 13:09 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Miklar breytingar hjá handboltalandsliðinu | Þrír nýliðar og enginn Snobbi í liðinu Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið hópinn sinn fyrir leiki á móti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM 2018 en þeir fara fram í landsleikjahléinu í byrjun næsta mánaðar. 24. október 2016 13:05
Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun Það heldur áfram að kvarnast úr íslenska handboltalandsliðinu en Snorri Steinn Guðjónsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 24. október 2016 13:09