Forgangsröðum í þágu menntunar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 24. október 2016 00:00 Síðastliðna daga hefur mikið verið rætt um bága stöðu háskólanna undir yfirskriftinni Háskólar í hættu. Meðal þess sem fram hefur komið er að framlög á hvern nemanda í íslenskum háskólum er um það bil helmingi lægri en framlög á hvern nemanda í sambærilegum háskólum á Norðurlöndunum. Þessi munur gerir það að verkum að íslensku skólarnir ná ekki að endurnýja tæki og þróa kennsluhætti jafn hratt og hægt er að gera annars staðar á Norðurlöndunum. Það er óásættanlegt því ábyrgð háskólanna felst m.a. í því að undirbúa nemendur sem hefja störf á síbreytilegum atvinnumarkaði að námi loknu, þeir nemendur þurfa að hafa aðgang að nýjasta tæknibúnaði og þekkja nýjustu vísindi hvert á sínu sviði. Skortur á fjármunum veldur því að kennt er í stærri hópum og kennarar fá minna svigrúm til þess að þróa kennsluhætti og það námsframboð sem boðið er upp á. Allt bitnar þetta á gæðum námsins sem íslenskir háskólar bjóða upp á. Það er einnig ákaflega sorglegt að sama umræða á sér stað á vettvangi framhalds- og grunnskólanna, breytingar á starfsmati og hagræðingaraðgerðir í kjölfar kreppunar hafa orðið til þess að viðvarandi skortur er á fjármagni í grunn- og framhaldsskólum, tæki eru ekki endurnýjuð, stoðþjónustu við nemendur er ábótavant og hætt er við því að við þessar aðstæður verði þróun nýrra námsaðferða ófullnægjandi. Það hefur lengi ríkt þverpólítísk sátt um að fjárfesting í menntakerfinu sé jákvæð fjárfesting fyrir samfélagið sem borgar sig margfalt til baka. Ég skora því á alla flokka sem nú eru í framboði til Alþingis að heita því að gera markvisst átak eftir kosningar í því að efla öll menntakerfi landsins. Setja þarf fram aðgerðaráætlun og gera ráð fyrir auknum fjármunum þar sem þeirra er mest þörf. Skólakerfi á Íslandi ætti að byggja á einstaklingsmiðaðri nálgun og fjölbreyttu námsúrvali þar sem nemendur hafa tækifæri til að þroskast og njóta framúrskarandi menntunar á þeim sviðum sem þeir kjósa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðna daga hefur mikið verið rætt um bága stöðu háskólanna undir yfirskriftinni Háskólar í hættu. Meðal þess sem fram hefur komið er að framlög á hvern nemanda í íslenskum háskólum er um það bil helmingi lægri en framlög á hvern nemanda í sambærilegum háskólum á Norðurlöndunum. Þessi munur gerir það að verkum að íslensku skólarnir ná ekki að endurnýja tæki og þróa kennsluhætti jafn hratt og hægt er að gera annars staðar á Norðurlöndunum. Það er óásættanlegt því ábyrgð háskólanna felst m.a. í því að undirbúa nemendur sem hefja störf á síbreytilegum atvinnumarkaði að námi loknu, þeir nemendur þurfa að hafa aðgang að nýjasta tæknibúnaði og þekkja nýjustu vísindi hvert á sínu sviði. Skortur á fjármunum veldur því að kennt er í stærri hópum og kennarar fá minna svigrúm til þess að þróa kennsluhætti og það námsframboð sem boðið er upp á. Allt bitnar þetta á gæðum námsins sem íslenskir háskólar bjóða upp á. Það er einnig ákaflega sorglegt að sama umræða á sér stað á vettvangi framhalds- og grunnskólanna, breytingar á starfsmati og hagræðingaraðgerðir í kjölfar kreppunar hafa orðið til þess að viðvarandi skortur er á fjármagni í grunn- og framhaldsskólum, tæki eru ekki endurnýjuð, stoðþjónustu við nemendur er ábótavant og hætt er við því að við þessar aðstæður verði þróun nýrra námsaðferða ófullnægjandi. Það hefur lengi ríkt þverpólítísk sátt um að fjárfesting í menntakerfinu sé jákvæð fjárfesting fyrir samfélagið sem borgar sig margfalt til baka. Ég skora því á alla flokka sem nú eru í framboði til Alþingis að heita því að gera markvisst átak eftir kosningar í því að efla öll menntakerfi landsins. Setja þarf fram aðgerðaráætlun og gera ráð fyrir auknum fjármunum þar sem þeirra er mest þörf. Skólakerfi á Íslandi ætti að byggja á einstaklingsmiðaðri nálgun og fjölbreyttu námsúrvali þar sem nemendur hafa tækifæri til að þroskast og njóta framúrskarandi menntunar á þeim sviðum sem þeir kjósa.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun