Kaup AT&T á Time Warner staðfest Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2016 10:27 Vísir/EPA Fjarskiptafyrirtækið AT&T ætlar að kaupa Time Warner á 84,5 milljarða dala eða tæplega tíu þúsund milljarða króna. Kaupsamningurinn var samþykktur í gærkvöldi og er þetta stærsti kaupsamningur ársins. Með kaupunum mun AT&T fá fjölda sjónvarpsstöðva eins og HBO og CNN, kvikmyndaver TW og margt fleira. Fjarskiptafyrirtæki hafa á undanförnum árum snúið sér að því að sjá bæði um dreifingu efnis á netinu og framleiðslu þess. Samkeppnisyfirvöld Bandaríkjanna eiga þó eftir að samþykkja samrunann.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hafa þingmenn í Bandaríkjunum áhyggjur af stærð fjölmiðlarisa og þá sérstaklega eftir að Comcast keypti NBC Universal árið 2013. „Samruni af þessari stærðargráðu kallar á umfangsmikið mat og skoðun,“ segir öldungaþingmaðurinn Richard Blumenthal. „Ég mun skoða hann gaumgæfilega og hvað hann þýðir fyrir neytendur og veski þeirra.“ Þá sagði Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, í gær að hann myndi koma í veg fyrir samrunann yrði hann kjörinn forseti og koma slíta Comcast og NBC aftur í sundur. Hér að neðan má sjá tilkynningu frá Randall Stephenson, framkvæmdastjóra AT&T, vegna kaupanna. Donald Trump Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjarskiptafyrirtækið AT&T ætlar að kaupa Time Warner á 84,5 milljarða dala eða tæplega tíu þúsund milljarða króna. Kaupsamningurinn var samþykktur í gærkvöldi og er þetta stærsti kaupsamningur ársins. Með kaupunum mun AT&T fá fjölda sjónvarpsstöðva eins og HBO og CNN, kvikmyndaver TW og margt fleira. Fjarskiptafyrirtæki hafa á undanförnum árum snúið sér að því að sjá bæði um dreifingu efnis á netinu og framleiðslu þess. Samkeppnisyfirvöld Bandaríkjanna eiga þó eftir að samþykkja samrunann.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hafa þingmenn í Bandaríkjunum áhyggjur af stærð fjölmiðlarisa og þá sérstaklega eftir að Comcast keypti NBC Universal árið 2013. „Samruni af þessari stærðargráðu kallar á umfangsmikið mat og skoðun,“ segir öldungaþingmaðurinn Richard Blumenthal. „Ég mun skoða hann gaumgæfilega og hvað hann þýðir fyrir neytendur og veski þeirra.“ Þá sagði Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, í gær að hann myndi koma í veg fyrir samrunann yrði hann kjörinn forseti og koma slíta Comcast og NBC aftur í sundur. Hér að neðan má sjá tilkynningu frá Randall Stephenson, framkvæmdastjóra AT&T, vegna kaupanna.
Donald Trump Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira