Jón fær varla frið eftir samstuðið við Batman Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. október 2016 07:00 Jón Halldórsson landpóstur lenti í orrahríð eftir myndbirtingu úr Djúpuvík. Mynd/Jón Halldórsson „Þessi skrif eru komin út um allan heim og ég hef varla fengið frið síðan,“ segir Jón Halldórsson, landpóstur og ljósmyndari, sem birti myndir úr Djúpuvík á meðan kvikmyndagerðarfólk við Hollywood-myndina Justice League var þar á svæðinu. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu fékk Jón harða gagnrýni, meðal annars frá aðalvarðstjóra lögreglunnar i Hólmavík, fyrir að hafa tekið myndirnar í Djúpuvík og birt á bloggsíðu sinni. Jón var sagður vera að skemma fyrir heimamönnum sem vildu gjarnan geta fengið fleiri slík verkefni á Strandir. Hann segir þessa gagnrýni ekki eins útbreidda og sumir vilji vera láta. „Þetta kvikmyndafólk sagði út um allan heim að allir í Árneshreppi hefðu haft samband við mig og beðið mig að taka út þessar myndir. Það er ekki rétt. Það hafði enginn sem á heima þarna fyrir norðan samband við mig – ekki einn,“ fullyrðir Jón. Eini maðurinn sem hafi beðið um slíkt hafi verið maður sem fór fyrir öryggisgæslu á kvikmyndasvæðinu. „Löggan hefur ekki haft samband við mig en ég sá hvað varðstjórinn sagði [í Fréttablaðinu] um að þetta væri óheppilegt. En á sama tíma og ég var þarna voru tugir manna að taka myndir út um bílgluggana. Ég er einhver meiri ógn en allir hinir. Það skil ég ekki. Í mínum huga er þetta bara stormur í vatnsglasi,“ segir Jón landpóstur.Ég var í fullum réttiMikil umræða varð í athugasemdakerfi Vísis við umfjöllun Fréttablaðsins undir yfirskriftinni Bréfberi ógn við Batmanmynd. Jón bar þar hönd fyrir höfuð sér. „Ég sem heimamaður hér á Ströndum og 100 prósent Íslendingur og áhugamaður um að taka skammlausar myndir hátt í 40 ár tel mig vita hvað má og hvað ekki má. Ef á að banna myndatökur svo sem þessum í Reykjarfirði þá er það ekki hægt nema með lögregluvaldi og reglugerð sem hefur verið birt í Lögbirtingarblaðinu. Það var ekki gert og það er bara ekki hægt að rakka mig ofan í drullusvaðið vegna þeirra mistaka. Ég var í fullum rétti sem fullvalda íslenskur þegn þarna að taka myndir af fallegri sveit sem ég og örugglega allir í heiminum elska alveg í tætlur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ben Affleck og Momoa í góðum gír á Íslandi Svo virðist sem að haldið hafi verið partý í gær. 15. október 2016 07:04 Bréfberi ógn við Batmanmynd Aðalvarðstjóri í lögreglunni segir póstburðarmann spilla fyrir Strandamönnum með birtingu mynda af tökustað Hollywoodmyndar í Djúpuvík. Pósturinn segir sér hafa verið skipað að fjarlægja myndir af netinu. 14. október 2016 07:00 Hollywood-ljóminn farinn af Djúpavík: Stjörnurnar farnar eftir að hafa sungið og trallað á milli langra vinnudaga á Ströndum Einkaþoturnar farnar og starfsfólki fækkað úr um það bil 300 niður í rúmlega 20. 17. október 2016 11:51 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
„Þessi skrif eru komin út um allan heim og ég hef varla fengið frið síðan,“ segir Jón Halldórsson, landpóstur og ljósmyndari, sem birti myndir úr Djúpuvík á meðan kvikmyndagerðarfólk við Hollywood-myndina Justice League var þar á svæðinu. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu fékk Jón harða gagnrýni, meðal annars frá aðalvarðstjóra lögreglunnar i Hólmavík, fyrir að hafa tekið myndirnar í Djúpuvík og birt á bloggsíðu sinni. Jón var sagður vera að skemma fyrir heimamönnum sem vildu gjarnan geta fengið fleiri slík verkefni á Strandir. Hann segir þessa gagnrýni ekki eins útbreidda og sumir vilji vera láta. „Þetta kvikmyndafólk sagði út um allan heim að allir í Árneshreppi hefðu haft samband við mig og beðið mig að taka út þessar myndir. Það er ekki rétt. Það hafði enginn sem á heima þarna fyrir norðan samband við mig – ekki einn,“ fullyrðir Jón. Eini maðurinn sem hafi beðið um slíkt hafi verið maður sem fór fyrir öryggisgæslu á kvikmyndasvæðinu. „Löggan hefur ekki haft samband við mig en ég sá hvað varðstjórinn sagði [í Fréttablaðinu] um að þetta væri óheppilegt. En á sama tíma og ég var þarna voru tugir manna að taka myndir út um bílgluggana. Ég er einhver meiri ógn en allir hinir. Það skil ég ekki. Í mínum huga er þetta bara stormur í vatnsglasi,“ segir Jón landpóstur.Ég var í fullum réttiMikil umræða varð í athugasemdakerfi Vísis við umfjöllun Fréttablaðsins undir yfirskriftinni Bréfberi ógn við Batmanmynd. Jón bar þar hönd fyrir höfuð sér. „Ég sem heimamaður hér á Ströndum og 100 prósent Íslendingur og áhugamaður um að taka skammlausar myndir hátt í 40 ár tel mig vita hvað má og hvað ekki má. Ef á að banna myndatökur svo sem þessum í Reykjarfirði þá er það ekki hægt nema með lögregluvaldi og reglugerð sem hefur verið birt í Lögbirtingarblaðinu. Það var ekki gert og það er bara ekki hægt að rakka mig ofan í drullusvaðið vegna þeirra mistaka. Ég var í fullum rétti sem fullvalda íslenskur þegn þarna að taka myndir af fallegri sveit sem ég og örugglega allir í heiminum elska alveg í tætlur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Ben Affleck og Momoa í góðum gír á Íslandi Svo virðist sem að haldið hafi verið partý í gær. 15. október 2016 07:04 Bréfberi ógn við Batmanmynd Aðalvarðstjóri í lögreglunni segir póstburðarmann spilla fyrir Strandamönnum með birtingu mynda af tökustað Hollywoodmyndar í Djúpuvík. Pósturinn segir sér hafa verið skipað að fjarlægja myndir af netinu. 14. október 2016 07:00 Hollywood-ljóminn farinn af Djúpavík: Stjörnurnar farnar eftir að hafa sungið og trallað á milli langra vinnudaga á Ströndum Einkaþoturnar farnar og starfsfólki fækkað úr um það bil 300 niður í rúmlega 20. 17. október 2016 11:51 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Ben Affleck og Momoa í góðum gír á Íslandi Svo virðist sem að haldið hafi verið partý í gær. 15. október 2016 07:04
Bréfberi ógn við Batmanmynd Aðalvarðstjóri í lögreglunni segir póstburðarmann spilla fyrir Strandamönnum með birtingu mynda af tökustað Hollywoodmyndar í Djúpuvík. Pósturinn segir sér hafa verið skipað að fjarlægja myndir af netinu. 14. október 2016 07:00
Hollywood-ljóminn farinn af Djúpavík: Stjörnurnar farnar eftir að hafa sungið og trallað á milli langra vinnudaga á Ströndum Einkaþoturnar farnar og starfsfólki fækkað úr um það bil 300 niður í rúmlega 20. 17. október 2016 11:51