Jón fær varla frið eftir samstuðið við Batman Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. október 2016 07:00 Jón Halldórsson landpóstur lenti í orrahríð eftir myndbirtingu úr Djúpuvík. Mynd/Jón Halldórsson „Þessi skrif eru komin út um allan heim og ég hef varla fengið frið síðan,“ segir Jón Halldórsson, landpóstur og ljósmyndari, sem birti myndir úr Djúpuvík á meðan kvikmyndagerðarfólk við Hollywood-myndina Justice League var þar á svæðinu. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu fékk Jón harða gagnrýni, meðal annars frá aðalvarðstjóra lögreglunnar i Hólmavík, fyrir að hafa tekið myndirnar í Djúpuvík og birt á bloggsíðu sinni. Jón var sagður vera að skemma fyrir heimamönnum sem vildu gjarnan geta fengið fleiri slík verkefni á Strandir. Hann segir þessa gagnrýni ekki eins útbreidda og sumir vilji vera láta. „Þetta kvikmyndafólk sagði út um allan heim að allir í Árneshreppi hefðu haft samband við mig og beðið mig að taka út þessar myndir. Það er ekki rétt. Það hafði enginn sem á heima þarna fyrir norðan samband við mig – ekki einn,“ fullyrðir Jón. Eini maðurinn sem hafi beðið um slíkt hafi verið maður sem fór fyrir öryggisgæslu á kvikmyndasvæðinu. „Löggan hefur ekki haft samband við mig en ég sá hvað varðstjórinn sagði [í Fréttablaðinu] um að þetta væri óheppilegt. En á sama tíma og ég var þarna voru tugir manna að taka myndir út um bílgluggana. Ég er einhver meiri ógn en allir hinir. Það skil ég ekki. Í mínum huga er þetta bara stormur í vatnsglasi,“ segir Jón landpóstur.Ég var í fullum réttiMikil umræða varð í athugasemdakerfi Vísis við umfjöllun Fréttablaðsins undir yfirskriftinni Bréfberi ógn við Batmanmynd. Jón bar þar hönd fyrir höfuð sér. „Ég sem heimamaður hér á Ströndum og 100 prósent Íslendingur og áhugamaður um að taka skammlausar myndir hátt í 40 ár tel mig vita hvað má og hvað ekki má. Ef á að banna myndatökur svo sem þessum í Reykjarfirði þá er það ekki hægt nema með lögregluvaldi og reglugerð sem hefur verið birt í Lögbirtingarblaðinu. Það var ekki gert og það er bara ekki hægt að rakka mig ofan í drullusvaðið vegna þeirra mistaka. Ég var í fullum rétti sem fullvalda íslenskur þegn þarna að taka myndir af fallegri sveit sem ég og örugglega allir í heiminum elska alveg í tætlur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ben Affleck og Momoa í góðum gír á Íslandi Svo virðist sem að haldið hafi verið partý í gær. 15. október 2016 07:04 Bréfberi ógn við Batmanmynd Aðalvarðstjóri í lögreglunni segir póstburðarmann spilla fyrir Strandamönnum með birtingu mynda af tökustað Hollywoodmyndar í Djúpuvík. Pósturinn segir sér hafa verið skipað að fjarlægja myndir af netinu. 14. október 2016 07:00 Hollywood-ljóminn farinn af Djúpavík: Stjörnurnar farnar eftir að hafa sungið og trallað á milli langra vinnudaga á Ströndum Einkaþoturnar farnar og starfsfólki fækkað úr um það bil 300 niður í rúmlega 20. 17. október 2016 11:51 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
„Þessi skrif eru komin út um allan heim og ég hef varla fengið frið síðan,“ segir Jón Halldórsson, landpóstur og ljósmyndari, sem birti myndir úr Djúpuvík á meðan kvikmyndagerðarfólk við Hollywood-myndina Justice League var þar á svæðinu. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu fékk Jón harða gagnrýni, meðal annars frá aðalvarðstjóra lögreglunnar i Hólmavík, fyrir að hafa tekið myndirnar í Djúpuvík og birt á bloggsíðu sinni. Jón var sagður vera að skemma fyrir heimamönnum sem vildu gjarnan geta fengið fleiri slík verkefni á Strandir. Hann segir þessa gagnrýni ekki eins útbreidda og sumir vilji vera láta. „Þetta kvikmyndafólk sagði út um allan heim að allir í Árneshreppi hefðu haft samband við mig og beðið mig að taka út þessar myndir. Það er ekki rétt. Það hafði enginn sem á heima þarna fyrir norðan samband við mig – ekki einn,“ fullyrðir Jón. Eini maðurinn sem hafi beðið um slíkt hafi verið maður sem fór fyrir öryggisgæslu á kvikmyndasvæðinu. „Löggan hefur ekki haft samband við mig en ég sá hvað varðstjórinn sagði [í Fréttablaðinu] um að þetta væri óheppilegt. En á sama tíma og ég var þarna voru tugir manna að taka myndir út um bílgluggana. Ég er einhver meiri ógn en allir hinir. Það skil ég ekki. Í mínum huga er þetta bara stormur í vatnsglasi,“ segir Jón landpóstur.Ég var í fullum réttiMikil umræða varð í athugasemdakerfi Vísis við umfjöllun Fréttablaðsins undir yfirskriftinni Bréfberi ógn við Batmanmynd. Jón bar þar hönd fyrir höfuð sér. „Ég sem heimamaður hér á Ströndum og 100 prósent Íslendingur og áhugamaður um að taka skammlausar myndir hátt í 40 ár tel mig vita hvað má og hvað ekki má. Ef á að banna myndatökur svo sem þessum í Reykjarfirði þá er það ekki hægt nema með lögregluvaldi og reglugerð sem hefur verið birt í Lögbirtingarblaðinu. Það var ekki gert og það er bara ekki hægt að rakka mig ofan í drullusvaðið vegna þeirra mistaka. Ég var í fullum rétti sem fullvalda íslenskur þegn þarna að taka myndir af fallegri sveit sem ég og örugglega allir í heiminum elska alveg í tætlur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Ben Affleck og Momoa í góðum gír á Íslandi Svo virðist sem að haldið hafi verið partý í gær. 15. október 2016 07:04 Bréfberi ógn við Batmanmynd Aðalvarðstjóri í lögreglunni segir póstburðarmann spilla fyrir Strandamönnum með birtingu mynda af tökustað Hollywoodmyndar í Djúpuvík. Pósturinn segir sér hafa verið skipað að fjarlægja myndir af netinu. 14. október 2016 07:00 Hollywood-ljóminn farinn af Djúpavík: Stjörnurnar farnar eftir að hafa sungið og trallað á milli langra vinnudaga á Ströndum Einkaþoturnar farnar og starfsfólki fækkað úr um það bil 300 niður í rúmlega 20. 17. október 2016 11:51 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Ben Affleck og Momoa í góðum gír á Íslandi Svo virðist sem að haldið hafi verið partý í gær. 15. október 2016 07:04
Bréfberi ógn við Batmanmynd Aðalvarðstjóri í lögreglunni segir póstburðarmann spilla fyrir Strandamönnum með birtingu mynda af tökustað Hollywoodmyndar í Djúpuvík. Pósturinn segir sér hafa verið skipað að fjarlægja myndir af netinu. 14. október 2016 07:00
Hollywood-ljóminn farinn af Djúpavík: Stjörnurnar farnar eftir að hafa sungið og trallað á milli langra vinnudaga á Ströndum Einkaþoturnar farnar og starfsfólki fækkað úr um það bil 300 niður í rúmlega 20. 17. október 2016 11:51