Formenn stjórnarflokkanna bjartsýnir á að sitja áfram í stjórn Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2016 19:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, stýrði sínum fyrsta ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag og staðfesti þar nýlega samþykkt lög frá Alþingi. Eftir rúma viku bíður hans að veita einhverjum leiðtoga sjö stjórnmálaflokka umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Þetta var líka síðasti ríkisráðsfundur núverandi ríkisstjórnar fram að kosningum. En á laugardaginn eftir viku kemur í ljós hverjir eru líklegir til að mæta til reglulegra funda hjá forseta Íslands. Ríkisráðsfundir eru hefbundnar samkomur þar sem einstakir ráðherrar bera lagafrumvörp upp við forseta til endurstaðfestingar en þetta er líka formlegur vettvangur til samtals forsetans við ráðherra. Forseti hverju sinni á hins vegar reglulega trúnaðrsamtöl við forsætisráðherra og eftir atvikum aðra ráðherra og stjórnmálamenn. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur verið forsætisráðherra í 28 vikur og ekki víst að hann verði það að loknum kosningum eftir viku.Hvernig var það að vera á síðasta ríkisráðsfundi fyrir kosningar. Þú hefur ekki verið forsætisráðherra í langan tíma?„Við vorum einmitt að rifja það upp hér í upphafi ríkisráðsfundar, af því forsetinn var auðvitað á sínum fyrsta, að þegar við komum í ríkisstjórn árið 2013 hafði ekkert okkar áður setið ríkisráðsfund. Þannig að það eru margir reglulega að læra nýja hluti í íslensku samfélagi,“ segir Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn hefur að undanfönu mælst með minna en tíu prósent í skoðanakönnunum og líkur á að þingmönnum flokksins fækki úr nítján í átta til níu. Forsætisráðherra segist hins vegar vona að kjósendur kynni sér vel stefnumál flokksins. „Og þess vegna geng ég bjartsýnn inn í þessa viku. En það er rétt að við höfum legið heldur lágt, reyndar allt kjörtímabilið. En vika er langur tími í pólitík og ég er algerlega tilbúinn til að vinna áfram þess vegna sem forsætisráðherra ef það endar þannig,“ segir forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er bjartsýnn á að hann eigi eftir að sitja ríkisráðsfundi eftir kosningar. „Já ég trúi því og að við munum nýta síðustu dagana vel. Mér finnst fínt að kosningabaráttan er aðeins að kristallst í tvo valkosti,“ segir Bjarni. „Ég er bara algerlega á öndverðum meiði við þá sem eru að boða miklar kollsteypur á stjórnarskrá, inngöngu í Evrópusambandið, upptöku nýs gjaldmiðils og annað þess háttar. En á endanum verða kjósendur að velja hvaða leið á að fara.“Þú heldur semsagt að þú getir fengið einhvern í stjórn með ykkur og Framsóknarmönnum um þessi sjónarmið? „Ég held að í öllum flokkum sé fólk sem skilur að okkur ber skylda til að verja lýðræðislega fengna niðurstöðu. Við munum vinna með það sem við fáum í þessum kosningum til að gera sem allra best fyrir land og þjóð,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, stýrði sínum fyrsta ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag og staðfesti þar nýlega samþykkt lög frá Alþingi. Eftir rúma viku bíður hans að veita einhverjum leiðtoga sjö stjórnmálaflokka umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Þetta var líka síðasti ríkisráðsfundur núverandi ríkisstjórnar fram að kosningum. En á laugardaginn eftir viku kemur í ljós hverjir eru líklegir til að mæta til reglulegra funda hjá forseta Íslands. Ríkisráðsfundir eru hefbundnar samkomur þar sem einstakir ráðherrar bera lagafrumvörp upp við forseta til endurstaðfestingar en þetta er líka formlegur vettvangur til samtals forsetans við ráðherra. Forseti hverju sinni á hins vegar reglulega trúnaðrsamtöl við forsætisráðherra og eftir atvikum aðra ráðherra og stjórnmálamenn. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur verið forsætisráðherra í 28 vikur og ekki víst að hann verði það að loknum kosningum eftir viku.Hvernig var það að vera á síðasta ríkisráðsfundi fyrir kosningar. Þú hefur ekki verið forsætisráðherra í langan tíma?„Við vorum einmitt að rifja það upp hér í upphafi ríkisráðsfundar, af því forsetinn var auðvitað á sínum fyrsta, að þegar við komum í ríkisstjórn árið 2013 hafði ekkert okkar áður setið ríkisráðsfund. Þannig að það eru margir reglulega að læra nýja hluti í íslensku samfélagi,“ segir Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn hefur að undanfönu mælst með minna en tíu prósent í skoðanakönnunum og líkur á að þingmönnum flokksins fækki úr nítján í átta til níu. Forsætisráðherra segist hins vegar vona að kjósendur kynni sér vel stefnumál flokksins. „Og þess vegna geng ég bjartsýnn inn í þessa viku. En það er rétt að við höfum legið heldur lágt, reyndar allt kjörtímabilið. En vika er langur tími í pólitík og ég er algerlega tilbúinn til að vinna áfram þess vegna sem forsætisráðherra ef það endar þannig,“ segir forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er bjartsýnn á að hann eigi eftir að sitja ríkisráðsfundi eftir kosningar. „Já ég trúi því og að við munum nýta síðustu dagana vel. Mér finnst fínt að kosningabaráttan er aðeins að kristallst í tvo valkosti,“ segir Bjarni. „Ég er bara algerlega á öndverðum meiði við þá sem eru að boða miklar kollsteypur á stjórnarskrá, inngöngu í Evrópusambandið, upptöku nýs gjaldmiðils og annað þess háttar. En á endanum verða kjósendur að velja hvaða leið á að fara.“Þú heldur semsagt að þú getir fengið einhvern í stjórn með ykkur og Framsóknarmönnum um þessi sjónarmið? „Ég held að í öllum flokkum sé fólk sem skilur að okkur ber skylda til að verja lýðræðislega fengna niðurstöðu. Við munum vinna með það sem við fáum í þessum kosningum til að gera sem allra best fyrir land og þjóð,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira