Ísland getur áfram verið í hópi tíu bestu Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. október 2016 06:00 Dagur hefur náð frábærum árangri með þýska landsliðið. vísir/getty Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, hefur átt stórt ár. Hann gerði ungt lið Þjóðverja að Evrópumeisturum í Póllandi í janúar og varð þjóðhetja á einni nóttu. Hann náði síðan í brons á Ólympíuleikunum en fyrir utan verðlaunin hefur árið verið annasamt hjá Valsmanninum. Dagur þeyttist um álfuna og víðar til að halda fyrirlestra en ýmis stórfyrirtæki eru áhugasöm um að heyra um stjórnunarhætti íslenska þjálfarans sem er orðinn gríðarlega vinsæll í heimalandinu. Þetta kom allt fram í einkaviðtali Guðjóns Guðmundssonar, íþróttafréttamanns 365, við Dag Sigurðsson sem var tekið í hádeginu á föstudaginn. Guðjón fékk dag til að leggja mat á íslenska landsliðið og framtíð þess en strákarnir okkar hafa verið í mikilli lægð undanfarin misseri eftir frábær ár þar á undan. Ísland féll úr keppni í 16 liða úrslitum HM í Katar og komst ekki upp úr riðli á EM í Póllandi í janúar. Kallað hefur verið eftir því að Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, yngi upp liðið og það var einnig í gangi þegar Aron Kristjánsson stýrði því að undan geir. Dagur þekkir það vel að yngja upp landslið en það gerði hann með þýska liðið í byrjun árs, meðal annars vegna meiðsla. Það er þó stór munur á því að yngja upp þýska liðið og það íslenska.Treystum þjálfurunum „Ég þekki þessa umræðu ágætlega. Menn eru fljótir að stökkva á þann vagn að það sé alltaf eitthvað grænna hinum megin,“ segir Dagur. „Ég endurnýjaði þýska liðið töluvert. Það má samt ekki gleyma því að þó þeir séu ekki með marga landsleiki á bakinu er um að ræða leikmenn sem spila í þýsku 1. deildinni. Því eru því vanir því að spila á móti þeim bestu og undir pressu. Þeir ungu leikmenn eru allir tiltölulega reynslumiklir.“ Dagur segist treysta Geir fullkomlega fyrir því að meta hvenær og hvernig hann endurnýjar íslenska landsliðið en ef það er eitthvað sem Dagur vill ekki er það að láta leikmennina sjálfa ráða því hvenær landsliðsferlum þeirra er lokið. Það sé einnig undir þjálfaranum komið. „Við eigum að treysta þjálfaranum fyrir því að taka að taka þessa ákvörðun. Það á ekki að láta leikmenn sem hafa spilað 200 plús landsleiki taka ákvörðun um hvort þeir hætti eða ekki. Við eigum bara að þakka fyrir á meðan þeir gefa kost á sér og þakka þeim svo fyrir þjónustuna þegar þeirra tími er liðinn,“ segr Dagur og bendir á Alexander Petersson sem tilkynnti í vikunni að hann mun ekki spila oftar með landsliðinu. „Alexander Petersson er búinn að vera töluvert meiddur og þá er hart að dæma hann ef hann stendur sig ekki í leik. Menn verða að sjá það, að það er þjálfarinn sem verður að taka þessa ákvörðun fyrir leikmennina hvort þeir haldi áfram með landsliðinu eða ekki,“ segir Dagur.Dagur fagnar með Fuchse Berlin.vísir/gettyÁfram í heimsklassa Ísland náði í silfur á Ólympíuleikunum í Peking og brons á HM í Austurríki. Það var líklegt til sigurs á ÓL 2012 og náði fimmta sætinu á EM 2014 með góðri frammistöðu. Liðið var á meðal þeirra 6-10 bestu í 7-8 ár en nú hefur fallið verið ansi mikið. Dagur er samt bjartsýnn á framtíðina hjá Íslandi og sér fram á að Íslandi geti verið á meðal þeirra tíu bestu. „Ég held að það sé alveg möguleiki. Við megum samt ekki gleyma að það þarf lítið til að þetta skoppi í báðar áttir. Það er stutt á milli fimmtán bestu þjóðanna. Nú þarf Ísland að ná upp góðum varnarleiki og það er enginn betri í það en Geir Sveinsson. Sóknarleikurinn er enn mjög sterkur og Ísland er með leikmann eins og Aron sem getur búið til mörk upp úr engu,“ segir Dagur. Í allri umræðunni um endurnýjun á íslenska liðinu bendir Dagur á mikilvægi reynslunnar hjá strákunum okkar. „Reynslan í íslenska liðinu er líka svo mikil að það er óþægilegt. Ég hef spilað nokkrum sinnum á móti því og þó maður skipti til dæmis um vörn veit maður að það tekur íslenska liðið enga stund að finna lausnir á henni. Þessi reynsla er mikils virði og því finnst mér ekkert skrítið að þjálfarar eins og Geir og Aron og fleiri vilji ekki henda þessu út þegar þeir koma inn,“ segir hann. Endurnýjun er líka erfið þegar leikmennirnir sem eru fyrir eru einfaldlega betri en þeir sem eru að koma inn. „Það þarf að fara í gegnum ákveðna endurnýjun en það verður að vera með leikmönnum sem eru tilbúnir. Það er ekki hægt að gefa sér tíma til að bíða eftir þeim í landsliðið,“ segir Dagur.Fara of snemma út Dagur vill að menn verði þolinmóðari þegar kemur að því að fara í atvinnumennsku. Hann segir ekki nóg að „hoppa yfir til Danmerkur og halda að maður sé kominn í alþjóðlegan klassa.“ Menn þurfa að vera orðnir stöðugir lykilmenn og burðarásar í liðum sínum hér heima áður en þeir fara út. Þetta þekkir hann af eigin reynslu. „Ef við horfum bara á okkur Ólaf Stefánsson. Við vorum orðnir 23 ára gamlir þegar við fórum út, búnir að vinna fimm Íslandsmeistaratitla og vera burðarásar í okkar liðum og spila yfir 50 landsleiki en samt fórum við bara í þýsku 2. deildina,“ segir Dagur og heldur áfram: „Menn vanmeta það að standa sem burðarás í sínu liði fyrst og taka svo skrefið út. Liðin úti eru ekki að leita að farþegum. Sumir halda að þjálfunin sé mikið betri úti en þjálfaratrölfræðin segir nú ýmislegt annað. Hún segir að bestu þjálfararnir eru hérna heima. Við getum treyst á það að leikmenn eru aldir vel upp,“ segir Dagur Sigurðsson. Handbolti Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, hefur átt stórt ár. Hann gerði ungt lið Þjóðverja að Evrópumeisturum í Póllandi í janúar og varð þjóðhetja á einni nóttu. Hann náði síðan í brons á Ólympíuleikunum en fyrir utan verðlaunin hefur árið verið annasamt hjá Valsmanninum. Dagur þeyttist um álfuna og víðar til að halda fyrirlestra en ýmis stórfyrirtæki eru áhugasöm um að heyra um stjórnunarhætti íslenska þjálfarans sem er orðinn gríðarlega vinsæll í heimalandinu. Þetta kom allt fram í einkaviðtali Guðjóns Guðmundssonar, íþróttafréttamanns 365, við Dag Sigurðsson sem var tekið í hádeginu á föstudaginn. Guðjón fékk dag til að leggja mat á íslenska landsliðið og framtíð þess en strákarnir okkar hafa verið í mikilli lægð undanfarin misseri eftir frábær ár þar á undan. Ísland féll úr keppni í 16 liða úrslitum HM í Katar og komst ekki upp úr riðli á EM í Póllandi í janúar. Kallað hefur verið eftir því að Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, yngi upp liðið og það var einnig í gangi þegar Aron Kristjánsson stýrði því að undan geir. Dagur þekkir það vel að yngja upp landslið en það gerði hann með þýska liðið í byrjun árs, meðal annars vegna meiðsla. Það er þó stór munur á því að yngja upp þýska liðið og það íslenska.Treystum þjálfurunum „Ég þekki þessa umræðu ágætlega. Menn eru fljótir að stökkva á þann vagn að það sé alltaf eitthvað grænna hinum megin,“ segir Dagur. „Ég endurnýjaði þýska liðið töluvert. Það má samt ekki gleyma því að þó þeir séu ekki með marga landsleiki á bakinu er um að ræða leikmenn sem spila í þýsku 1. deildinni. Því eru því vanir því að spila á móti þeim bestu og undir pressu. Þeir ungu leikmenn eru allir tiltölulega reynslumiklir.“ Dagur segist treysta Geir fullkomlega fyrir því að meta hvenær og hvernig hann endurnýjar íslenska landsliðið en ef það er eitthvað sem Dagur vill ekki er það að láta leikmennina sjálfa ráða því hvenær landsliðsferlum þeirra er lokið. Það sé einnig undir þjálfaranum komið. „Við eigum að treysta þjálfaranum fyrir því að taka að taka þessa ákvörðun. Það á ekki að láta leikmenn sem hafa spilað 200 plús landsleiki taka ákvörðun um hvort þeir hætti eða ekki. Við eigum bara að þakka fyrir á meðan þeir gefa kost á sér og þakka þeim svo fyrir þjónustuna þegar þeirra tími er liðinn,“ segr Dagur og bendir á Alexander Petersson sem tilkynnti í vikunni að hann mun ekki spila oftar með landsliðinu. „Alexander Petersson er búinn að vera töluvert meiddur og þá er hart að dæma hann ef hann stendur sig ekki í leik. Menn verða að sjá það, að það er þjálfarinn sem verður að taka þessa ákvörðun fyrir leikmennina hvort þeir haldi áfram með landsliðinu eða ekki,“ segir Dagur.Dagur fagnar með Fuchse Berlin.vísir/gettyÁfram í heimsklassa Ísland náði í silfur á Ólympíuleikunum í Peking og brons á HM í Austurríki. Það var líklegt til sigurs á ÓL 2012 og náði fimmta sætinu á EM 2014 með góðri frammistöðu. Liðið var á meðal þeirra 6-10 bestu í 7-8 ár en nú hefur fallið verið ansi mikið. Dagur er samt bjartsýnn á framtíðina hjá Íslandi og sér fram á að Íslandi geti verið á meðal þeirra tíu bestu. „Ég held að það sé alveg möguleiki. Við megum samt ekki gleyma að það þarf lítið til að þetta skoppi í báðar áttir. Það er stutt á milli fimmtán bestu þjóðanna. Nú þarf Ísland að ná upp góðum varnarleiki og það er enginn betri í það en Geir Sveinsson. Sóknarleikurinn er enn mjög sterkur og Ísland er með leikmann eins og Aron sem getur búið til mörk upp úr engu,“ segir Dagur. Í allri umræðunni um endurnýjun á íslenska liðinu bendir Dagur á mikilvægi reynslunnar hjá strákunum okkar. „Reynslan í íslenska liðinu er líka svo mikil að það er óþægilegt. Ég hef spilað nokkrum sinnum á móti því og þó maður skipti til dæmis um vörn veit maður að það tekur íslenska liðið enga stund að finna lausnir á henni. Þessi reynsla er mikils virði og því finnst mér ekkert skrítið að þjálfarar eins og Geir og Aron og fleiri vilji ekki henda þessu út þegar þeir koma inn,“ segir hann. Endurnýjun er líka erfið þegar leikmennirnir sem eru fyrir eru einfaldlega betri en þeir sem eru að koma inn. „Það þarf að fara í gegnum ákveðna endurnýjun en það verður að vera með leikmönnum sem eru tilbúnir. Það er ekki hægt að gefa sér tíma til að bíða eftir þeim í landsliðið,“ segir Dagur.Fara of snemma út Dagur vill að menn verði þolinmóðari þegar kemur að því að fara í atvinnumennsku. Hann segir ekki nóg að „hoppa yfir til Danmerkur og halda að maður sé kominn í alþjóðlegan klassa.“ Menn þurfa að vera orðnir stöðugir lykilmenn og burðarásar í liðum sínum hér heima áður en þeir fara út. Þetta þekkir hann af eigin reynslu. „Ef við horfum bara á okkur Ólaf Stefánsson. Við vorum orðnir 23 ára gamlir þegar við fórum út, búnir að vinna fimm Íslandsmeistaratitla og vera burðarásar í okkar liðum og spila yfir 50 landsleiki en samt fórum við bara í þýsku 2. deildina,“ segir Dagur og heldur áfram: „Menn vanmeta það að standa sem burðarás í sínu liði fyrst og taka svo skrefið út. Liðin úti eru ekki að leita að farþegum. Sumir halda að þjálfunin sé mikið betri úti en þjálfaratrölfræðin segir nú ýmislegt annað. Hún segir að bestu þjálfararnir eru hérna heima. Við getum treyst á það að leikmenn eru aldir vel upp,“ segir Dagur Sigurðsson.
Handbolti Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira