Lífið

Bjóða Arnþrúði Karls og Pétri Gunnlaugs til Mið-Austurlanda

Stefán Árni Pálsson skrifar
Spurning hvort þau skelli sér.
Spurning hvort þau skelli sér.
„Að undanförnu hefur okkur þótt umræðan á Útvarpi Sögu í garð annarra menningarheima heldur einhæf og neikvæð og því skorum við hér með á Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra og Pétur Gunnlaugsson útvarpsmann að þiggja boð okkar um að heimsækja Jórdaníu,“ segir í Facebook-færslu ferðaskrifstofunnar Kilroy en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa sent bréf á Útvarp Sögu. Þar kemur fram að Arnþrúður og Pétur séu velkomin til Jórdaníu í þeirra boði.

Í bréfinu segir; „Að undanförnu hefur okkur þótt illa vegið að öðrum framandi menningarheimum og þá helst Mið-Austurlöndunum.“ Fyrirtæki skorar á þau að heimsækja landið og upplifa öll þau stórkostlegu menningarundir sem þar er að finna.

„Við bjóðum ykkur flug, gistingu og magnaða ævintýraferð með jórdönskum leiðsögumönnum. Ferðin hefst og endar í Amman, höfuðborg Jórdaníu, en meðal annars verður gist í nokkrar nætur í eyðimörkinni.“

Kilroy telur þetta frábæra leið til að víkka sjóndeildarhringinn, kynnast arabískri menningu og smakka á fjölbreyttum réttum. Hér að neðan má sjá bréf Kilroy til Arnþrúðar og Péturs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.