Arðsamara atvinnulíf Árni Páll Árnason skrifar 21. október 2016 00:00 Á nýju kjörtímabili munum við hafa einstakt tækifæri til að leggja nýjar grundvallarreglur efnahagslífsins, þar sem hagsmunir venjulegs fólks eru settir í öndvegi. Vöxtur sem byggir undir fjölbreytt atvinnulíf og stendur undir vel launuðum störfum fyrir venjulegt fólk er öllum til góða. Vöxtur sem byggir á bólugróða eykur misskiptingu, gerir örfáa ríka og skilur ekkert eftir þegar bólan er búin. Við þurfum framleiðniaukningu og fleiri störf sem bjóða há laun, enda vinnum við lengur fyrir lægri laun en aðrar Norðurlandaþjóðir og ungt fólk ber minna úr býtum hér en í grannlöndunum. Þannig getum við ekki haldið áfram. Fólkið okkar mun leita þangað sem kjörin eru best. Til viðbótar er aðbúnaður barnafjölskyldna lakari hér en í grannlöndunum. Þess vegna er það svo brýnt verkefni að auka stuðning við barnafjölskyldur með tvöföldun barnabóta, efla fæðingarorlofið og leysa úr vanda þeirra fjölskyldna sem ná ekki að kaupa fyrstu fasteign og hrekjast úr einni ótryggri leigu í aðra. Það munum við gera með því að veita þessum hópi forskot með fyrirframgreiðslu vaxtabóta og með stórfelldri uppbyggingu á leiguhúsnæði.Fjárfesta þarf í grunnstoðunum Við þurfum efnahagslegan stöðugleika, lækkun vaxta og opnun landsins fyrir samkeppni. Um allt land þarf uppbyggingu innviða, betri samgöngur og fjarskipti og fleiri tækifæri í menntun, sem styðja svo aftur við sköpun fjölbreyttari og sífellt verðmætari starfa. Besta leiðin til að tryggja samkeppnishæfni landsins er að fjárfesta í grunnstoðum opinberrar velferðarþjónustu – heilbrigðisþjónustu og menntakerfi sem rekið er fyrir almennt skattfé. Það er ekki bara vitlaust að loka framhaldsskólum fyrir fólki yfir 25 ára aldri og það er ekki bara sársaukafullur óþarfi að hafa áralanga biðlista eftir liðskiptaaðgerðum – það er beinlínis vondur bissness og dregur úr framleiðni og velsæld fólks. Því þegar öllu er á botninn hvolft vill enginn búa í landi með vonda velferð. Við erum heppin að búa við sterkar útflutningsatvinnugreinar, en við þurfum að styrkja þann grunn frekar og tryggja almenningi arð af auðlindunum. Allar atvinnugreinar eiga að greiða sanngjarnt gjald fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum. Þannig getum við haldið sköttum á einstaklinga og verðmætaskapandi fyrirtæki í lágmarki. Við þurfum líka að fá arð af ríkiseignum og gefa ófrávíkjanleg fyrirmæli um samkeppni um sölu þeirra. Borgunarhneykslið á nefnilega að verða einsdæmi, ekki fordæmi. Og áður en bankar eru seldir þarf að endurhugsa fjármálakerfið allt, til að tryggja að það þjóni fólki og fyrirtækjum, en ekki sjálfu sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Sjá meira
Á nýju kjörtímabili munum við hafa einstakt tækifæri til að leggja nýjar grundvallarreglur efnahagslífsins, þar sem hagsmunir venjulegs fólks eru settir í öndvegi. Vöxtur sem byggir undir fjölbreytt atvinnulíf og stendur undir vel launuðum störfum fyrir venjulegt fólk er öllum til góða. Vöxtur sem byggir á bólugróða eykur misskiptingu, gerir örfáa ríka og skilur ekkert eftir þegar bólan er búin. Við þurfum framleiðniaukningu og fleiri störf sem bjóða há laun, enda vinnum við lengur fyrir lægri laun en aðrar Norðurlandaþjóðir og ungt fólk ber minna úr býtum hér en í grannlöndunum. Þannig getum við ekki haldið áfram. Fólkið okkar mun leita þangað sem kjörin eru best. Til viðbótar er aðbúnaður barnafjölskyldna lakari hér en í grannlöndunum. Þess vegna er það svo brýnt verkefni að auka stuðning við barnafjölskyldur með tvöföldun barnabóta, efla fæðingarorlofið og leysa úr vanda þeirra fjölskyldna sem ná ekki að kaupa fyrstu fasteign og hrekjast úr einni ótryggri leigu í aðra. Það munum við gera með því að veita þessum hópi forskot með fyrirframgreiðslu vaxtabóta og með stórfelldri uppbyggingu á leiguhúsnæði.Fjárfesta þarf í grunnstoðunum Við þurfum efnahagslegan stöðugleika, lækkun vaxta og opnun landsins fyrir samkeppni. Um allt land þarf uppbyggingu innviða, betri samgöngur og fjarskipti og fleiri tækifæri í menntun, sem styðja svo aftur við sköpun fjölbreyttari og sífellt verðmætari starfa. Besta leiðin til að tryggja samkeppnishæfni landsins er að fjárfesta í grunnstoðum opinberrar velferðarþjónustu – heilbrigðisþjónustu og menntakerfi sem rekið er fyrir almennt skattfé. Það er ekki bara vitlaust að loka framhaldsskólum fyrir fólki yfir 25 ára aldri og það er ekki bara sársaukafullur óþarfi að hafa áralanga biðlista eftir liðskiptaaðgerðum – það er beinlínis vondur bissness og dregur úr framleiðni og velsæld fólks. Því þegar öllu er á botninn hvolft vill enginn búa í landi með vonda velferð. Við erum heppin að búa við sterkar útflutningsatvinnugreinar, en við þurfum að styrkja þann grunn frekar og tryggja almenningi arð af auðlindunum. Allar atvinnugreinar eiga að greiða sanngjarnt gjald fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum. Þannig getum við haldið sköttum á einstaklinga og verðmætaskapandi fyrirtæki í lágmarki. Við þurfum líka að fá arð af ríkiseignum og gefa ófrávíkjanleg fyrirmæli um samkeppni um sölu þeirra. Borgunarhneykslið á nefnilega að verða einsdæmi, ekki fordæmi. Og áður en bankar eru seldir þarf að endurhugsa fjármálakerfið allt, til að tryggja að það þjóni fólki og fyrirtækjum, en ekki sjálfu sér.
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar