Körfuboltalið frá Los Angeles meistari á ný | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2016 10:30 Candace Parker fagnar eigandann Magic Johnson. Vísir/Getty Los Angeles á meistaralið á nýjan leik í bandaríska körfuboltanum. Það eru þó ekki lið Los Angeles Lakers eða Los Angeles Clippers heldur stelpurnar í Los Angeles Sparks. LA Sparks-liðið varð WNBA-meistari í nótt eftir dramatískan sigur í oddaleik um titilinn. Los Angeles Sparks vann þá 77-76 sigur á Minnesota Lynx þökk sé sigurkörfu frá Nneka Ogwumike aðeins 3,1 sekúndu fyrir leikslok. Þetta var fyrsti titill Los Angeles Sparks í fjórtán ár en Minnesota Lynx var ríkjandi WNBA-meistari. Candace Parker var með 28 stig og 12 fráköst í úrslitaleiknum og var kosin besti leikmaður úrslitakeppninnar. Candace Parker hefur verið lengi í deildinni en var þarna að vinna sinn fyrsta WNBA-titil. Candace Parker vann á sínum tvo háskólatitla undir stjórn Pat Summitt en hin sigursæla Summitt lést á þessu ári og bandarískir fjölmiðlar voru duglegir að ýja að því að hún hafi verið með Parker í þessum leikjum. Eitt er víst að Candace Parker hefur mátt þola mikla gagnrýni á sínum ferli en þetta er hennar níunda tímabil. Hún hefur tvisvar verið kosin besti leikmaður deildarinnar á ferlinum en nú náði hún loksins í stóra bikarinn. „Ég hefði ekki viljað fara í þetta ferðalag með neinum öðrum. Það er magnað hvað það er gaman að spila þegar þú ert með svona gott fólk í kringum þig,“ sagði Candace Parker. „Ég hef aldrei verið í kringum leikmann sem hefur fengið svona harða gagnrýni. Ég svo ánægður fyrir hennar hönd,“ sagði Brian Agler, þjálfari nýkrýndra WNBA-meistara. Nneka Ogwumike skoraði 12 stig í lokaleiknum en hún var kosin mikilvægasti leikmaður deildarinnar á tímabilinu. Leikurinn og öll úrslitin voru gríðarlega jöfn. Liðin skiptust sem dæmi 24 sinnum á að hafa forystuna í leiknum í nótt. Maya Moore var með 23 stig og 11 stoðsendingar en liði Minnesota Lynx mistókst að vinna sinn fjórða WNBA-titil og jafna þar með met Houston Comets frá 1997 til 2000. NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
Los Angeles á meistaralið á nýjan leik í bandaríska körfuboltanum. Það eru þó ekki lið Los Angeles Lakers eða Los Angeles Clippers heldur stelpurnar í Los Angeles Sparks. LA Sparks-liðið varð WNBA-meistari í nótt eftir dramatískan sigur í oddaleik um titilinn. Los Angeles Sparks vann þá 77-76 sigur á Minnesota Lynx þökk sé sigurkörfu frá Nneka Ogwumike aðeins 3,1 sekúndu fyrir leikslok. Þetta var fyrsti titill Los Angeles Sparks í fjórtán ár en Minnesota Lynx var ríkjandi WNBA-meistari. Candace Parker var með 28 stig og 12 fráköst í úrslitaleiknum og var kosin besti leikmaður úrslitakeppninnar. Candace Parker hefur verið lengi í deildinni en var þarna að vinna sinn fyrsta WNBA-titil. Candace Parker vann á sínum tvo háskólatitla undir stjórn Pat Summitt en hin sigursæla Summitt lést á þessu ári og bandarískir fjölmiðlar voru duglegir að ýja að því að hún hafi verið með Parker í þessum leikjum. Eitt er víst að Candace Parker hefur mátt þola mikla gagnrýni á sínum ferli en þetta er hennar níunda tímabil. Hún hefur tvisvar verið kosin besti leikmaður deildarinnar á ferlinum en nú náði hún loksins í stóra bikarinn. „Ég hefði ekki viljað fara í þetta ferðalag með neinum öðrum. Það er magnað hvað það er gaman að spila þegar þú ert með svona gott fólk í kringum þig,“ sagði Candace Parker. „Ég hef aldrei verið í kringum leikmann sem hefur fengið svona harða gagnrýni. Ég svo ánægður fyrir hennar hönd,“ sagði Brian Agler, þjálfari nýkrýndra WNBA-meistara. Nneka Ogwumike skoraði 12 stig í lokaleiknum en hún var kosin mikilvægasti leikmaður deildarinnar á tímabilinu. Leikurinn og öll úrslitin voru gríðarlega jöfn. Liðin skiptust sem dæmi 24 sinnum á að hafa forystuna í leiknum í nótt. Maya Moore var með 23 stig og 11 stoðsendingar en liði Minnesota Lynx mistókst að vinna sinn fjórða WNBA-titil og jafna þar með met Houston Comets frá 1997 til 2000.
NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira