Kennsla - geggjaðasta listgreinin Kristín Valsdóttir skrifar 20. október 2016 00:00 Fyrirsögnin hér að ofan er þekkt tilvitnun frá Magnúsi Pálssyni, myndlistarmanni og kennara til margra ára og eftir honum hefur verið haft að listkennsla sé jafnmikil list og önnur listsköpun. Hún krefjist jafn mikils sköpunarkrafts og þróttar og öll list. Þegar þrengir að í skólakerfinu virðist það ófrávíkjanleg regla að skorið er niður í list- og verkgreinakennslu. Sú hugmynd sem var viðloðandi list- og verkgreinar þegar ég var í grunnskóla og birtist í orðinu „aukagreinar“ er ótrúlega lífseig í samfélaginu. Með fullri virðingu fyrir öllum greinum og mikilvægi þess að læra að lesa, skrifa og reikna þá er mikilvægi þess að tjá sig og vinna á skapandi hátt ekki síður mikilvæg. Ekki síst í ljósi þess samfélags sem við búum í og breytist örar en nokkru sinni fyrr. Daglega birtist ný tækni og nýjar hugmyndir sem við þurfum að takast á við. Nám og kennsla verður að efla skapandi og lausnamiðaða hugsun nemenda. Ef við viljum undirbúa nemendur undir líf og starf verðum við að þroska með þeim leiðir til að takast á við síbreytilegan heim. Það verður ekki síst gert í gegnum vinnuaðferðir lista þar sem lagt er í óvissuferð og lokaniðurstaðan ekki endilega ljós fyrirfram. Börnin okkar þurfa þjálfun til að þora að taka áskorunum, reyna á sjálf sig og treysta innsæinu. Að læra það er gulls ígildi fyrir hvern sem er og nýtist við hvaða aðstæður sem er. Fyrir tveimur árum rakst ég á grein eftir bandarískan geimflaugaverkfræðing sem hafði unnið hjá NASA við hönnun á næstu kynslóð geimflauga. Meðfram vinnu sinni hafði hann tekið að sér kennslu ungmenna sem ekki hafði verið úthlutað stóra vinningnum í lífinu. Yfirskrift greinarinnar var Kennsla er engin geimvísindi, hún er miklu flóknari. Ástæða þessarar yfirskriftar skýrði hann m.a. með því að þegar hann væri að leysa verkfræðilegar þrautir þá notaði hann heilann. Þegar hann væri að kenna þyrfti hann hins vegar á öllu sínu að halda. Með hans orðum: „I use my entire being—everything I have.“Svolítið eins og listsköpun Ég gleðst yfir hverjum listamanni sem gerist kennari. Ég gleðst fyrir hönd barnanna að fá vel menntaða listamenn inn í skólastarfið sem með sérþekkingu sinni og vinnulagi geta stuðlað að fjölbreyttum kennsluháttum og innsýn inn í heim lista. Á sama tíma verðum við að sameinast um framtíð barnanna okkar og gera stórátak í skólamálum, þar með talið menntun kennara með ólíkan bakgrunn. Fyrsta skrefið í þá átt er að fella niður skólagjöld í Listaháskóla Íslands. Listkennari sem útskrifast með meistaragráðu frá Listaháskólanum hefur á núviðri greitt um 2,5 milljónir fyrir sitt fimm ára nám. Kennarar útskrifaðir frá HÍ og HA greiða 450 þúsund fyrir sitt meistaranám. Þetta er ekki jafnræði til náms, hvorki fyrir kennaranemana né tilvonandi nemendur þeirra. Framtíð okkar sem samfélags er í húfi. Öll viljum við búa börnunum okkar góð menntunarskilyrði. Það gerist ekki af sjálfu sér. Það er krafa okkar að stjórnvöld setji mennta- og menningarmál í flokk forgangsmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin hér að ofan er þekkt tilvitnun frá Magnúsi Pálssyni, myndlistarmanni og kennara til margra ára og eftir honum hefur verið haft að listkennsla sé jafnmikil list og önnur listsköpun. Hún krefjist jafn mikils sköpunarkrafts og þróttar og öll list. Þegar þrengir að í skólakerfinu virðist það ófrávíkjanleg regla að skorið er niður í list- og verkgreinakennslu. Sú hugmynd sem var viðloðandi list- og verkgreinar þegar ég var í grunnskóla og birtist í orðinu „aukagreinar“ er ótrúlega lífseig í samfélaginu. Með fullri virðingu fyrir öllum greinum og mikilvægi þess að læra að lesa, skrifa og reikna þá er mikilvægi þess að tjá sig og vinna á skapandi hátt ekki síður mikilvæg. Ekki síst í ljósi þess samfélags sem við búum í og breytist örar en nokkru sinni fyrr. Daglega birtist ný tækni og nýjar hugmyndir sem við þurfum að takast á við. Nám og kennsla verður að efla skapandi og lausnamiðaða hugsun nemenda. Ef við viljum undirbúa nemendur undir líf og starf verðum við að þroska með þeim leiðir til að takast á við síbreytilegan heim. Það verður ekki síst gert í gegnum vinnuaðferðir lista þar sem lagt er í óvissuferð og lokaniðurstaðan ekki endilega ljós fyrirfram. Börnin okkar þurfa þjálfun til að þora að taka áskorunum, reyna á sjálf sig og treysta innsæinu. Að læra það er gulls ígildi fyrir hvern sem er og nýtist við hvaða aðstæður sem er. Fyrir tveimur árum rakst ég á grein eftir bandarískan geimflaugaverkfræðing sem hafði unnið hjá NASA við hönnun á næstu kynslóð geimflauga. Meðfram vinnu sinni hafði hann tekið að sér kennslu ungmenna sem ekki hafði verið úthlutað stóra vinningnum í lífinu. Yfirskrift greinarinnar var Kennsla er engin geimvísindi, hún er miklu flóknari. Ástæða þessarar yfirskriftar skýrði hann m.a. með því að þegar hann væri að leysa verkfræðilegar þrautir þá notaði hann heilann. Þegar hann væri að kenna þyrfti hann hins vegar á öllu sínu að halda. Með hans orðum: „I use my entire being—everything I have.“Svolítið eins og listsköpun Ég gleðst yfir hverjum listamanni sem gerist kennari. Ég gleðst fyrir hönd barnanna að fá vel menntaða listamenn inn í skólastarfið sem með sérþekkingu sinni og vinnulagi geta stuðlað að fjölbreyttum kennsluháttum og innsýn inn í heim lista. Á sama tíma verðum við að sameinast um framtíð barnanna okkar og gera stórátak í skólamálum, þar með talið menntun kennara með ólíkan bakgrunn. Fyrsta skrefið í þá átt er að fella niður skólagjöld í Listaháskóla Íslands. Listkennari sem útskrifast með meistaragráðu frá Listaháskólanum hefur á núviðri greitt um 2,5 milljónir fyrir sitt fimm ára nám. Kennarar útskrifaðir frá HÍ og HA greiða 450 þúsund fyrir sitt meistaranám. Þetta er ekki jafnræði til náms, hvorki fyrir kennaranemana né tilvonandi nemendur þeirra. Framtíð okkar sem samfélags er í húfi. Öll viljum við búa börnunum okkar góð menntunarskilyrði. Það gerist ekki af sjálfu sér. Það er krafa okkar að stjórnvöld setji mennta- og menningarmál í flokk forgangsmála.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun