Tónlist

Greta Salóme með ábreiðu af laginu Seven Nation Army þar sem hún rappar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vel gert hjá Gretu.
Vel gert hjá Gretu.
Tónlistarkonan Greta Salóme Stefánsdóttir fékk á dögunum áskorun frá aðdáendum sínum um að gera eitthvað frábrugðið því sem Greta myndi vanalega gera, þar sem aðeins rödd og fiðla væri leyfileg.

Áskorunin var að gera hennar útgáfu af laginu Seven Nation Army eftir hljómsveitina The White Stripes.

Greta tók vel í verkefnið og fór óhefðbundna leið í sinni útsetningu á laginu þar sem hún notaði fiðluna í stað tromma, strengja og annars undirspils.

Greta bregður sér meira að segja í hlutverk rappara þegar hún flytur hluta úr laginu, eitthvað sem hún hefur aldrei áður gert.

Tónlistarkonan gerði einnig myndband við lagið sem sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.