Attenborough segir Planet Earth 2 eiga sér enga hliðstæðu Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2016 19:47 Vísir/AFP Tíu árum eftir útgáfu náttúrulífsþáttanna Planet Earth er nú verið að gefa út Planet Earth 2. Þulur þáttanna, hinn margfrægi David Attenborough, segir að þættirnir eigi sér enga hliðstæðu. Ómögulegt hefði verið að ná þeim skotum sem verða í þáttunum fyrir tíu árum. Starfsmenn BBC fóru til 40 landa á þriggja ára tímabili til að ná myndefninu í PE2 og notuðust þeir við nýjustu tækni meðal annars í háhraða og háskerpu. Einnig var notast við nýjar fisléttar myndavélar og dróna. „Ég get sagt að tæknin og skotin eiga sér enga hliðstæðu. Það hefði ekki verið hægt að ná þessum skotum fyrir tíu árum,“ segir Attenborough við Guardian. Hann var spurður hvort hann væri bjartsýnn út í örlög plánetunnar en hann sagðist vita um fjölda ástæðna til að vera svartsýnn. Hins vegar hefði mannkyninu tekist að koma sér saman vegna skaðans á ósonlaginu og takast á við það vandamál. „Vandamálin sem við eigum við núna eru hins vegar umfangsmeiri og erfiðari en ósonvandinn var og vandinn hefur versnað vegna fólksfjölgunar. En við náðum saman þá og ég tel að séum nálægt því að ná saman aftur. Það er ekki eins og við vitum ekki hver vandinn er og að við búum ekki yfir leiðum til að takast á við hann.“ Þá var enginn annar en Hans Zimmer fenginn til að semja tónlistina fyrir þáttaröðina. Hann er hvað þekktastur fyrir tónlistina í Lion King, Gladiator, Interstellar, Dark Knight myndirnar og Pirates of the Carribean. Hann segist hafa litið á Planet Earth eins og dramaseríu. Þættirnir sex verða sýndir á sunnudögum á BBC1 og byrja þann 6. nóvember. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Enn lengri og stórfenglegri stikla Planet Earth Magnað efni. 16. október 2016 14:18 Stórfengleg stikla Planet Earth 2 Þættirnir Planet Earth með goðsögnina David Attenborough eru snúnir aftur. 11. október 2016 11:01 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Tíu árum eftir útgáfu náttúrulífsþáttanna Planet Earth er nú verið að gefa út Planet Earth 2. Þulur þáttanna, hinn margfrægi David Attenborough, segir að þættirnir eigi sér enga hliðstæðu. Ómögulegt hefði verið að ná þeim skotum sem verða í þáttunum fyrir tíu árum. Starfsmenn BBC fóru til 40 landa á þriggja ára tímabili til að ná myndefninu í PE2 og notuðust þeir við nýjustu tækni meðal annars í háhraða og háskerpu. Einnig var notast við nýjar fisléttar myndavélar og dróna. „Ég get sagt að tæknin og skotin eiga sér enga hliðstæðu. Það hefði ekki verið hægt að ná þessum skotum fyrir tíu árum,“ segir Attenborough við Guardian. Hann var spurður hvort hann væri bjartsýnn út í örlög plánetunnar en hann sagðist vita um fjölda ástæðna til að vera svartsýnn. Hins vegar hefði mannkyninu tekist að koma sér saman vegna skaðans á ósonlaginu og takast á við það vandamál. „Vandamálin sem við eigum við núna eru hins vegar umfangsmeiri og erfiðari en ósonvandinn var og vandinn hefur versnað vegna fólksfjölgunar. En við náðum saman þá og ég tel að séum nálægt því að ná saman aftur. Það er ekki eins og við vitum ekki hver vandinn er og að við búum ekki yfir leiðum til að takast á við hann.“ Þá var enginn annar en Hans Zimmer fenginn til að semja tónlistina fyrir þáttaröðina. Hann er hvað þekktastur fyrir tónlistina í Lion King, Gladiator, Interstellar, Dark Knight myndirnar og Pirates of the Carribean. Hann segist hafa litið á Planet Earth eins og dramaseríu. Þættirnir sex verða sýndir á sunnudögum á BBC1 og byrja þann 6. nóvember.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Enn lengri og stórfenglegri stikla Planet Earth Magnað efni. 16. október 2016 14:18 Stórfengleg stikla Planet Earth 2 Þættirnir Planet Earth með goðsögnina David Attenborough eru snúnir aftur. 11. október 2016 11:01 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Stórfengleg stikla Planet Earth 2 Þættirnir Planet Earth með goðsögnina David Attenborough eru snúnir aftur. 11. október 2016 11:01