Er starf tónlistarskólakennara minna virði en annarra kennara? Þórunn Elfa Stefánsdóttir skrifar 31. október 2016 10:23 Tónlistarskólakennarar hafa verið samningslausir í eitt ár. Fólk gæti spurt sig hvers vegna það sé. Viljum við fá svona mikið, erum við bara gráðug? Svarið við þessu er einfaldlega nei. Við viljum standa jafnfætis öðrum kennurum í launum. Sveitarfélögin hafa lýst því yfir að fólk í sambærilegri vinnu með sambærilega menntun eigi að njóta sömu launakjara. Um þetta snýst kjarabarátta okkar. Lengi stóðum við jafnfætis grunnsólakennurum en það breyttist 2008. Við vorum síðust til að semja og því miður var kreppan komin á fullt skrið og því sátum við eftir, við áttum að fá það bætt síðar. Við höfum hins vegar ekki fengið það bætt, þrátt fyrir 5 vikna verkfall haustið 2014. Viðsemjendum okkar virðist þykja okkar starf minna mikilvægt en annarra kennara. Ég get varla orðað það hversu mjög mér sárna þessi skilaboð sem sveitarfélögin senda mér og öðrum tónlistarskólakennurum. Að mæta í vinnuna á hverjum degi, gefa af mér, miðla til nemenda með það á bakinu að ég sé minna virði en aðrir kennarar vegna þess að ég kenni tónlist, fag sem ég hef menntað mig í síðan ég var 11 ára gömul. Ég neita að trúa og hreinlega efast um að þetta sé raunveruleg skoðun sveitarfélaganna almennt. Nú starfa ég úti á landi þar sem þrjú sveitarfélög standa að tónlistarskólanum. Þessi sveitarfélög hafa staðið þétt við bakið á okkar skóla, jafnvel í kreppunni. Tónlistarskólinn er stolt sveitarfélaganna sem að honum standa og taka nemendur okkar virkan þátt í hinum ýmsu viðburðum innan sveitarfélaganna sem og utan. Íbúar sveitarfélaganna eru líka stoltir af tónlistarskólanum og því starfi sem er unnið þar enda eitt af því sem skiptir miklu máli þegar fólk ákveður hvar það vill búa. Þetta vita sveitarfélögin. Að fá góða og vel menntaða kennara til starfa, sérstaklega úti á landi, er ekki sjálfsagt mál. Af hverju ætti okkar starf að vera minna virði en annarra kennara? Engir aðrir kennarar kenna þvert á öll skólastig. Starf tónlistarskólakennarans er fjölbreytt í meira lagi. Engir aðrir kennarar kenna þvert á öll skólastig. Við kennum nemendum allt frá leikskólaaldri til ellilífeyrisþega. Við kennum nemendum í hópum og einkatímum. Tónlistarskólakennari í fullu starfi getur verið með allt frá 10 nemendum upp í nokkra tugi, allt eftir því hvort nemendur eru í fullu námi, hálfu námi eða hvort kennarinn sinni líka hópkennslu. Kennslan hjá okkur getur byrjað klukkan átta að morgni og varað langt fram eftir kvöldi og það allt sama daginn. Vinnan getur jafnvel teygt sig yfir á helgarnar líka. Við sinnum undirbúningi fyrir kennslu, samskiptum við foreldra og tónleikahaldi svo fátt eitt sé talið. Það er augljóst að í tónlistarskólanum lærir nemandinn á hljóðfæri og tengdar greinar en það er bara svo mikið meira sem nemandinn tekur með sér eftir tónlistarnám. Nemandinn lærir aga, sjálfstæð vinnubrögð sem og samvinnu. Hann lærir samhengið milli vinnu og árangurs og eitt það mikilvægasta, hann öðlast aukið sjálfstraust. Það ætti að vera hverjum manni augljóst að kennarar, hvort sem það eru tónlistarskólakennarar, eða aðrir kennarar, eru gríðarlega mikilvæg stétt. Þeir eru með framtíðina okkar í höndum sér, mennta og móta þá sem taka við. Við hljótum því að spyrja okkur hverja við viljum fá til að kenna börnunum okkar. Viljum við vel menntað fólk sem hefur raunverulegan áhuga á starfinu. Fólk sem kemur til vinnu fullt af eldmóði, með mikla þekkingu og nám að baki og síðast en ekki síst hæfni til að miðla áfram til nemenda? Flestir hljóta að svara þessu játandi. Í stétt tónlistarskólakennara sem og öðrum kennarastéttum hefur ekki orðið mikil nýliðun. Ungt fólk sækir síður í þetta starf og fólk leitar á önnur mið. Launin vega þar einna þyngst, það er staðreynd. Sömu laun fyrir sömu vinnu. Það sem mér gremst einna mest í þessari kjarabaráttu er að þurfa enn og aftur að verja starf mitt. Af hverju þarf ég og aðrir tónlistarskólakennarar sí og æ að minna á mikilvægi starfs míns. Hvers vegna þurfa kennarar alltaf að selja eitthvað til að fá kjarabót. Vinna meira, meiri viðvera og þá færðu hærri laun. Er hægt að tala um slíka samninga sem kjarabót? Hvernig væri ef við fengjum þessa launaleiðréttingu vegna þess að við verðskuldum hana. Ég trúi því ekki að sveitarfélögin almennt, þeir sömu og klappa okkur lof í lófa þegar við komum fram með nemendum okkar, séu svo þeirrar skoðunar bak við tjöldin að okkar starf sé minna virði en annarra kennara. Sé tilfinning mín rétt, þá skora ég á sveitarfélögin að hysja upp um sig brækurnar og þrýsta á samninganefnd sína að ganga að samningaborðinu og standa við eigin yfirlýsingar um sömu laun fyrir sambærilega vinnu og menntun. Koma svo!!Greinarhöfundur stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík og lauk þaðan framhaldsprófi, burtfararprófi og söngkennaraprófi. Hún stundaði einnig söngnám í Þýskalandi og Austurríki og lauk mastersgráðu frá Westminster Choir College í Princeton í Bandaríkjunum. Greinarhöfundur er í fullu starfi við Tónlistarskóla Rangæinga og kennir þar söng, tónfræði, hljómfræði, tónlistarsögu og samsöng. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Tónlistarskólakennarar hafa verið samningslausir í eitt ár. Fólk gæti spurt sig hvers vegna það sé. Viljum við fá svona mikið, erum við bara gráðug? Svarið við þessu er einfaldlega nei. Við viljum standa jafnfætis öðrum kennurum í launum. Sveitarfélögin hafa lýst því yfir að fólk í sambærilegri vinnu með sambærilega menntun eigi að njóta sömu launakjara. Um þetta snýst kjarabarátta okkar. Lengi stóðum við jafnfætis grunnsólakennurum en það breyttist 2008. Við vorum síðust til að semja og því miður var kreppan komin á fullt skrið og því sátum við eftir, við áttum að fá það bætt síðar. Við höfum hins vegar ekki fengið það bætt, þrátt fyrir 5 vikna verkfall haustið 2014. Viðsemjendum okkar virðist þykja okkar starf minna mikilvægt en annarra kennara. Ég get varla orðað það hversu mjög mér sárna þessi skilaboð sem sveitarfélögin senda mér og öðrum tónlistarskólakennurum. Að mæta í vinnuna á hverjum degi, gefa af mér, miðla til nemenda með það á bakinu að ég sé minna virði en aðrir kennarar vegna þess að ég kenni tónlist, fag sem ég hef menntað mig í síðan ég var 11 ára gömul. Ég neita að trúa og hreinlega efast um að þetta sé raunveruleg skoðun sveitarfélaganna almennt. Nú starfa ég úti á landi þar sem þrjú sveitarfélög standa að tónlistarskólanum. Þessi sveitarfélög hafa staðið þétt við bakið á okkar skóla, jafnvel í kreppunni. Tónlistarskólinn er stolt sveitarfélaganna sem að honum standa og taka nemendur okkar virkan þátt í hinum ýmsu viðburðum innan sveitarfélaganna sem og utan. Íbúar sveitarfélaganna eru líka stoltir af tónlistarskólanum og því starfi sem er unnið þar enda eitt af því sem skiptir miklu máli þegar fólk ákveður hvar það vill búa. Þetta vita sveitarfélögin. Að fá góða og vel menntaða kennara til starfa, sérstaklega úti á landi, er ekki sjálfsagt mál. Af hverju ætti okkar starf að vera minna virði en annarra kennara? Engir aðrir kennarar kenna þvert á öll skólastig. Starf tónlistarskólakennarans er fjölbreytt í meira lagi. Engir aðrir kennarar kenna þvert á öll skólastig. Við kennum nemendum allt frá leikskólaaldri til ellilífeyrisþega. Við kennum nemendum í hópum og einkatímum. Tónlistarskólakennari í fullu starfi getur verið með allt frá 10 nemendum upp í nokkra tugi, allt eftir því hvort nemendur eru í fullu námi, hálfu námi eða hvort kennarinn sinni líka hópkennslu. Kennslan hjá okkur getur byrjað klukkan átta að morgni og varað langt fram eftir kvöldi og það allt sama daginn. Vinnan getur jafnvel teygt sig yfir á helgarnar líka. Við sinnum undirbúningi fyrir kennslu, samskiptum við foreldra og tónleikahaldi svo fátt eitt sé talið. Það er augljóst að í tónlistarskólanum lærir nemandinn á hljóðfæri og tengdar greinar en það er bara svo mikið meira sem nemandinn tekur með sér eftir tónlistarnám. Nemandinn lærir aga, sjálfstæð vinnubrögð sem og samvinnu. Hann lærir samhengið milli vinnu og árangurs og eitt það mikilvægasta, hann öðlast aukið sjálfstraust. Það ætti að vera hverjum manni augljóst að kennarar, hvort sem það eru tónlistarskólakennarar, eða aðrir kennarar, eru gríðarlega mikilvæg stétt. Þeir eru með framtíðina okkar í höndum sér, mennta og móta þá sem taka við. Við hljótum því að spyrja okkur hverja við viljum fá til að kenna börnunum okkar. Viljum við vel menntað fólk sem hefur raunverulegan áhuga á starfinu. Fólk sem kemur til vinnu fullt af eldmóði, með mikla þekkingu og nám að baki og síðast en ekki síst hæfni til að miðla áfram til nemenda? Flestir hljóta að svara þessu játandi. Í stétt tónlistarskólakennara sem og öðrum kennarastéttum hefur ekki orðið mikil nýliðun. Ungt fólk sækir síður í þetta starf og fólk leitar á önnur mið. Launin vega þar einna þyngst, það er staðreynd. Sömu laun fyrir sömu vinnu. Það sem mér gremst einna mest í þessari kjarabaráttu er að þurfa enn og aftur að verja starf mitt. Af hverju þarf ég og aðrir tónlistarskólakennarar sí og æ að minna á mikilvægi starfs míns. Hvers vegna þurfa kennarar alltaf að selja eitthvað til að fá kjarabót. Vinna meira, meiri viðvera og þá færðu hærri laun. Er hægt að tala um slíka samninga sem kjarabót? Hvernig væri ef við fengjum þessa launaleiðréttingu vegna þess að við verðskuldum hana. Ég trúi því ekki að sveitarfélögin almennt, þeir sömu og klappa okkur lof í lófa þegar við komum fram með nemendum okkar, séu svo þeirrar skoðunar bak við tjöldin að okkar starf sé minna virði en annarra kennara. Sé tilfinning mín rétt, þá skora ég á sveitarfélögin að hysja upp um sig brækurnar og þrýsta á samninganefnd sína að ganga að samningaborðinu og standa við eigin yfirlýsingar um sömu laun fyrir sambærilega vinnu og menntun. Koma svo!!Greinarhöfundur stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík og lauk þaðan framhaldsprófi, burtfararprófi og söngkennaraprófi. Hún stundaði einnig söngnám í Þýskalandi og Austurríki og lauk mastersgráðu frá Westminster Choir College í Princeton í Bandaríkjunum. Greinarhöfundur er í fullu starfi við Tónlistarskóla Rangæinga og kennir þar söng, tónfræði, hljómfræði, tónlistarsögu og samsöng.
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun